Kyndill - 01.03.1928, Qupperneq 4

Kyndill - 01.03.1928, Qupperneq 4
2 K YNDILL þar til þær cleyja. Þær læra að danza, leika og syngja, fiær læra að hegða sér á „penan" hátt. Þær lesa eitthvað hrafl í tungumálum og þær fá yfirborðspekkingu á liistum og bókmentum, og svo er sagt um þær að þær séu „reglulega mentaðar“, cn pær læra ekki að prjóna, spinna, „stoppa" í sokk eða að elda mat til að seðja soltinn maga. Það er líka til margskonar alpýðu-æsku- lýður. Meðal hans eru ekki aíllir jafn dug- Iegir, ábyggilegir, skylduræknir, meo-tunar- fúsir og áhugasamir. Þar er líka miismunur. Mikill mismunur. En mest af þessu iiggur ekki í meðfæddum eiginleikum eða til- hneygingum. Mest af því kemur tii af rr.is- munandi aðstæðum, er þessi æskulýður á við að búa í uppvextinum, í uppeldinu, í umt- hverfinu, í góðum eða slæmum áhrifum. Dæmið, sem fyrir hverjum æskumanni er haft í uppvextinum, er hið mikla atriði, er beinir honum inn á þær lífsbrautir, er hann mun fara. Þýðing ung-jafnaðarmannahreyfingarinnar, liggur ekki minst í því fordæmi, er hún gefur. I félagslegum samvistum ungflinganna, í tilíinningunni um sameiginleg áhugamái, í sameiginlegum eldmóði fyrir göfugri hug- sjón, í stöðugum samtölum um viðburðina og í sameiginlegum umræðum um hugsaða og lesna hluti. Þýðing hinnar liggur í því, að hún eggjar viljann, áræðið, starfsfýsina, eykur h'na anid- iegu þroskun og skapar þau áhugamál, sem gera unglinginn að manni, ef hanin er án þeirra, er hann enginn maður. Kyndillinn. Jafnaðars;;[nan er tvimælalaust sú menn- ingarsteina, sem mest er nú barist um í heiminum. Hún er komin írá hjarta alþýðu- mannanna, hún iifir í brjóstum þeirra, og hún er túlkuð o.g borin fram af þeinv sjálf- um. Vinnumenn heimsims hafa bezt fundið, hve margir þeir eru, senv verða afskiftir lífs- gæðunum, o.g hversu örfáir þeir eru, senv í raun og sannleika geta lifað eins og nventuð- um og þroskuðum mönnum sæmir. Grundvallaratriði verandi skipulags er samkeppni, og alt líf nvannanna eins og nú er, stefnir að því, að gera alla menn að keppinautum. — Þegar í bamaskólunum er reynt að koma því inn í óþroskaðan heila barnsins, að þetta eða hitt sé fyrir mdan það og þetta sé fyrir ofan það. Barnið byrj- ar, fyrir fortölur kennarans, að hrósa sigri yfir hinu, sem verður fyrir neðan það, og með sigurtilfinninguivni kenvur fyrsti vísir- inn til fyrirlitningarinnar fyrir þeim, sem undir er. Þetta ástand gerir barnið óánægt, það freistar þess til að lita illu og haturs(- fuilu auga til „yfir“-barnsi-ns, og það vill nota öll meðul til að skjóta því aftur fyrir sig o.g komast sjálft fram fyrir. Þegar því hefir svo tekist áformið, snýr það sár sigri hrósandi við og bendir hæðnislega á þann, senv varð „undir“. Þetta er uppeldi sam- keppnisskipulagsins. Það byrjar meb því, að drepa í barnshjartanu samfélagstilfinning- arnar, og innrætir því svo í staðinn sam- keppnis- og kapphlaups-huigmyndir sínar. Þegar skólagöngunni er lokið, er ung- lingununv varpað út í lífið — savnkeppnina, kapphlaupið og olnbogaskotin. Þar á havvn að standa sig, ryðjast áfram, gnísta tönnum og ota sinum pota, ekki fyrir aðra, að eins fyrir sjálfan sig. — En ski-pulagsherrarnár - kornast oft í vandræði. Lýðurinn verður stundum óviðráðanlegur. Lög eru sanvin, þeim er hrúgað upp á söfnum o.g í skrif- stofum. Heilar stéttir lifa á baráttunni. Lög- fræðingar reyna að nviðla málum. Misfell- urnar aukast og öldurnar brjóta á mannfé- laginu. Striðin geysa. Lönd eru rifin í sund- ur. Mannslífunum er tortímt. Gróður jarðar er eyðilagður. Kirkjur eru sprengdar í loft upp. Skólarnir lagðir í rústir, og mannbræð- ur berast á banasnjótum. Þetta er „skipu- lag“ auðvaldsins, drottna.vna máttarstoða mannkynsins. Friðarstefnur hafa verið predikaðar svo. öldunv skiftir. Foringjar og talsnvenn þeirra hafa flestir kovnið „neðan að“. Þeir hafa - lifað lífi öreLgans í baráttunni. Sannindi þeirra hafa verið fótum troðin og tætluð i sundur. Líf þeirra hefir endað með kross- festingu, henginguvn eða öðrum „fínni" dauð- dögum — rafmagnsstóli eða kúluskoti. Um einn slíkan friðarhöfðingja, trésmiðinn Krist frá Nazaret sagði Þorsteinn Erlmgsison: „. . . þeir fluttu milda friðarríkið hans á fölva stjörnu að allra skýja baki. . .1“ og þessi orð hans eru sannleikur. Auðdrottn- arnir hafa hagnýtt sér friöarstarf píslarvott- anna, skamt skipulagshuigsjónir þeirra og dregið blæju eigingirninnar yfir fegurstu geislana frá sólu mannkærleikastarfsins. „Engu má breyta!" Það eru hróporð drottnanna. Þeir pína á kné vísindaimennina. Brenna á báli trúmennina o.g hengja frelsis- hetjurnar. Þeir tslja öll nýmæli óðs manns æði, alla framsókn vitfirringu, og alt, senv miðar að því, að bæta úr bölinu, stjórn,- leysi og loddaraskap. Þeir ganga með hvíta glófa, glampandi skó og pípuhatta inu i hclgidóminn — og saurga hann þó nveð nær- veru sinni. Þeir þrælka börnin í verksmiðj- unum, kúga vinnufólkið við vélarnar á ......... sjónuvn og við hafnirnar. Þeir líta niður á kvenfólkið — þeir hæðast að verkamanns- konunni og svívirða dætur hennar. Þetta er lífeðlisfræði samkeppniispostulanna — og „raunir Kölska“ aukast með degi hverjuin. Það er skipulagið — skipulagið hér og þar og alls staðar, og það er ekkl af illu irm- ræti að forráðamenn þess breyta ekki til, heldur af þvi að þeir geta það ekki, því að þeir eru tjóðraðir við það. En jafnaðarstefnan oetlar að breyta þessu. Saga hennar er þróunarsaga mannkynsinis. Hún er kyndillinn, sem lýsir mannfólki til bjartari framtíðar og betra lífs — og upp- dráttarsýki auðvaldsskipulagsins er viss e.'ms og dauðinn. „Fulltrúar þjóðarinnar“ og æskulýðurinn. J'rumvarp Alpýðuflokksins um 21 árs kosningarétt felt í efri deild. íhöldin sameinast. Fyrir þremur vikunv birtist grein í Alþýðu- blaðinu eftir ritstjóra þestsa blaðs um, 21 árs kosningarrétt. Var grsinin skrifuð af tilefni þess, að annar fulltrúi Alþýðuflokks- ins í efri deild alþingis bar fram frumvarp um, að öllum ]>eim, er orðnir væru 21 árs að aidri, væri veittur kosningarréttur. í greininni voru tilfærð ýms helztu rök fyrir því, að ungt fólk hefði óskoraðan rétt til að velja fulltrúa á löggjafarsamkonvuna al- þingi — og í sveita- og bæja-stjórnir. Var bent á það, að 21 árs gamall maður gæti orðið „praiktiserandi“ lögfræð'ngur, kennari, skólastjóri, prgstur, forstjóri stórs atvinnu- fyrvrtækis, og að dæmi- væri til að nvaður, senv ekki var orðinn 25 ára, og hafði þvá ekki kosningarrétt eftir hinunv, bongaralegu lögum, hefði verið settur bæjarfógeti hér í Reykjavík! Þar var og bent á að hver 21 árs gamall nvaður getur stofnað heimili, gift sig og alið upp börn sín, að harnv bæri fulla ábyrgð á öllum sínunv gerðum og hann bæri allar byrðar, er þegnskapur'nn í rikivvu legg- ur á herðar hovvuni, jafnt hinum, sem eldri eru. Hann má gera yfirleitt alt, sem fullvitai manni er leyfilegt, nanva að kjósa. Frumvarp uvn 21 árs kosningarrétt hefir verið borið fravn á undan förnuvn þremur eða fjórum þingum, en alt af verið feltj Vovvuðust margLr jafnréttismenn ertir að nú næði frumvarpið franv að ganga. Þeir bjuggf ust sem sé við því, að breytingin, sem varð á þinginu við síðustu koisningar, myndi auka frjálslyndi og viturleik og að þingið • vrði ekki að burðast lengur meö kurfsbraginn og afturhaldsandann. Menn héldu, í einfeldni sinni ef til vi'll, að „Framsóknar'-flokkurinn myndi telja sér skylt að gera þetta sjálisagða réttarbótar- og mennivvgar-mál að flokksmáli og hamra þaö fram með jafnaðarnvönnum og gegn v;ilja íhaldsins. Það var þvv ekki að undra þó menn rækju upp stór augu þegar það fréttist eittlaugar- dagskvöld, að pann dag hefði frumvarpið verið steindrepið í efri deild og það fyrir atbeina manna, er flagga nveð því að peir. séu framsæknir og telja sig því í flokknum, sem kallar sig, svona rétt upp á „sport", „Framsóknar“-floklc, en senv allir kalla „Tíma“-fIokk vegna þess, að þeir kunna ekki við að kalla þann flokk framsækinn, sem Sveinn í Firði, Halldór Stefánsson, Guð- mundur ólafsson, Einar á Eyrarlandi o. fl. hlúnkast í. — Og menn urðu fyrir vora- brigðum, sem þeir læra af. Einar á Eyrarlandi og Guðmundur Ólafs- son, sem dubla við íhaldið alt af þegar þeir pora og hjálpuðu því að drepa þetta áhuga-

x

Kyndill

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.