Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 43

Skírnir - 01.12.1917, Page 43
Skírnir] Þjóðfélag og þegn. 377 sem honum eru háðir, né heldur af hinum tilætlaða- gjaldstofni. Ef núgildandi skattar eru virtir fyrir sér, með hlið- sjón af þessum skilyrðum, er það næsta augljóst, að þeir fullnægja þeim ýmist a 11 s e k k i, eða þá ekki fullkom- lega og að eins í stöku atriðum, og þá sízt þeir, senr þyngst liggja á, en það eru aðflutningsgjöld eða tollar. Eins og bent hefir verið á, eru tollarnir sú skattálöguað- ferð, sem bezt er til þess fallin að dylja fyrir mönnum,. hvar og hvernig féð er frá þeim tekið — þar eð skatt- stofninn er svo dreifður og margbrotinn, og féð fer svo- margra í milli, en hún gefur þó undir fótinn með undan- drátt og pretti, þar sem við verður komið, því fremur sem eftirlit er torvelt. Nú er enn fremur innheimta slíkra skatta margbrotin og dýr1) en þó er ótalinn sá gallinn á þeim, sem þyngst legst á pyngjur landsmanua, u m a 11 a þörf fram, en það er sú tilhögun að leggja skatt á vöru, sem handhafa — t. d. kaupmanni — er innanhandar að hækka í verði, ekki einungis um þá sjálfsögðu upphæð, sem skattinum nemur, heldur og með tilsvarandi álagning á hann og reikningsverð vörunnar. Sú mun reglan vera,- og afleiðiugin verður, að fyrir hverjar 2 krónur, senv landsjóður fær inn með tollheimtu sinni, þarf alþjóð að- láta 3 af hendi rakna. Mestan hlut þeirrar fúlgu taka- kaúpmenn fyrir »ómak« sitt, enda mun sú stétt aldrei' hafa verið á móti auknum tollálögum. Þegar það kemur nú fram, að tollastefnan fullnægir engu því skilyrði — hvorki ytra né innra, eins og síðar mun sýnt —, sem krefjast verður af hverjum skynsam- x) Að þessu hefir tollheimta verið tiltölulega ódýr hér á landi, a£ því lögreglustjórar hafa verið létnir hafa hana á hendi fyrir fremur lága horgun. En eftir ýmsum framkomnum ummælum að dæma, og sérstak- lega tillögum milliþinganefndarinnar í launamálinu, má búast við, að- þau störf yrði aðskilin bráölega, ef sama héldi fram um skattastefnur hér. Landinu yrði þá að skifta í tollhéruð með sérstökum tollgæzlu- og innheimtumönnum, eins og tíðkast með öörum þjóðum, og kynni þá að» koma fram hvað slík innheimta kostaði.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.