1. maí - Hafnarfirði - 01.05.1931, Síða 1
LANDSBÓKASAFN
JUs 127909
1. maí.
Á alþjóðafundi verkamanna í París
árið 1889 var það samþykkt, að frá
og með árinu 1890 skyldi 1. maí vera
kröfudagur verkalýðsins um heim all,-
an. Á þeim degi átti verkalýðurinn í
öllum löndum að safnast saman, sýna
samtakamátt sinn og stéttasamúð og
bera fram kröfur sínar. Og aðalkjarn-
inn í kröfum verkalýðsins á þeim degi
var í upphaíi ákveðinn 8 stunda
vinnudagur.
I Ameríku höfðu verkamenn gert
ailsherjarverkfall áiáð 1886, til þess
að reyna að koma þá á 8 stunda
vinnudegi. Um hálf milljón verka-
manna tók þátt í því verkfalli. En
þrátt fyrir mikla fórnfýsi og harða
orrustu verkamanna, biðu þeir að
mestu leyti ósigur í þeirri baráttu.
Samkvæmt fyrirmælum valdhafanna
réðist lögreglan að verkamönnum og
rauf fylkingu þeirra. Fullhugarnir ,í
hópi verkamanna fórnuðu blóði sínu
á altari réttlætis og mannúðar. En
auðvaldsblöðin svívirtu verkamenn-
ina, æstu til andstÖðu gegn þeim og
gerðu gys að kröfum þeirra. Blaðið
„New-York Tribune“ lét þá svo um
mælt, að verkamenn væru skepnur,
sem ekki skildu önnur rök en of-
beldi, og þess vegna ætti eingöngu
að svara þeim með ofbeldi, sem þeim
yrði minnisstætt allt þeirra líf.
En auðvaldinu og þjónum þess
tókst ekki að kæfa kröfur verkalýðs-
ins né hindra framgang þeirra. I
flestum menningarlöndum — þó að
Islandi undanteknu —, hefir mikl-
um hluta verkalýðsins þegar fyrir
nokkru tekist að fá viðurkenningu á
8 stunda vinnudegi með lögum eða
samningum.
En hvers vegna valdi yerkalýður-
inn 1. maí sem kröfudag sinn? Til
þess að svara þéirri spurningu, verð-
'ur fyrst að gera sér ljóst, að verka-
V'
OREIGAR í OLLUM LONDUM, SAMEINIST!
HAFNARFJORÐUR — 1931
ÓÐUR OREIGANS.
Yfir hugsandi hevma
hljómar æslcunnar raust,
sem er örvandi andi
og öreigans traust.
Það er andi þess óborna
þjóðskipulags,
sem að kenmr með kynslóð
hins komandi dags.
Ekki heiftúðugt hatur
í huga til neins,
eða heimskidegt áform,
sem er okkur' til meins,
heldur skapandi skilning
og skipulegt starf,
sem að komandi kynslóð
kynni að taka í arf.
Vor hugsjón er hugnæm,
vort liamingjuland,
— þar sem úthafsins aldan
einlægt gnauðar við sand.
Eins og aldan, sem ólgar,
er æskunnar þor,
sem með þekking og menntun
markar gæfunnar spor.
Vaknið djarfhuga, drengir,
dáðrökk æskunnar sveit,
imeð eldheitar óskir
út á orrustureit
við gunnreifir göngum
til hins geigvæna stríðs,
til að vaka yfir velferð
hins vinnandi lýðs.
Við eigum enn eftir
mörg ónumin lönd,
sem að horfa yfir hafið
eftir lijálpandi hönd.
Þar er verkefni að vinna
fyrir vakandi drótt,
þar skal barist til þrautar
þar til endar sú nótt.
Þá skal byrjað að byggja
á brotunum þeim,
sem auðvaldið átti
um gjörvallan heim.
Þá skal máttur og menning
marka framtíðar lönd
vorrar öreiga æsku
á óreiga strönd.
Valgeir.
lýðurinn héfir sögulegt hlutverk af
höndum að inna í félagslegum mál-
efnum og menningu þjóðanna. Kraf-
an um hæfilegan vihnudag var og er
krafan um félagsleg og stjórnmála-
leg réttindi verkalýðsins. Og þegar
jafnaðarstefnan var orðin fagn-
aðarboðskapur verkalýðsins, skildi
hann hlutverk sitt og varð þess vís
að samfylking um hagsmunamál og
réttlætiskröfu var aðal skilyrði fyrir
breyttu og betra þjóðskipulagi.
Jafnaðarstefnan hefir ekki til orð-
ið á svipstundu. Hún hefir smáþrosk-
ast í áttina til þess að verða alls-
herjar inntak félagslegrar og menn-
ingalegrar þróunar þjóðfélaganna.
'Verkamennirnir imyndu ekki hafa
haft þolgæði og þrek til þess að
fylkja sér undir rauða fánann 1. maí
ár hvert í 40 ár og bera þá fram
kröfu sína um þjóðfélagsumbætur, ef
jafnaðarstefnan hefði ekki verið
hinn trausti grundvöllur, sem allt
byggðist á. Frá því að jafnaðav-
stefnan fékk hinn fræðilega bún-
ing og vísindalega grundvöll hinna
fyrstu fræðimanna og frumherja
sinna, hefir sú stefna orðið trúarjátn-
ing hins þjakaða verkalýðs, sem ekki
aðeins hefir rétt, heldur miklu frem-
ur skyldu til þess að ummynda þjóð-
skipulagið og þannig leysa af hönd-
um sitt sögulega hlutverk.