1. maí - Akureyri - 01.05.1946, Side 1
'IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIimillllllllllllllllld
Engan
her
landinu!
^iifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii
Útgefandi: Fulltrúaráð verklýðsfélaganna
•MMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMII
*
( Reisum
( veglegt
1 Alþýðu-
hús
• iimmiiiimimmimmmmmmiiimmiim
Avarp
Enn einu sinni er 1. maí, hátíöis- og baráttudagur verkalýösins,
runninn upp. Enn einu sinni ber íslenzki verkalýðurirm fram kröfur
sínar um bættan hag og betri aöstööu í þjófélaginu, og jafnframt lítur
hann til baka og minnist þeirra sigra, sem unnizt hafa á liönum árum.
Sú barátta, sem launþegasamtökin í landinu hafa háð fyrir fullu
jafnrétti viö aðrar stéttir þjóðfélagsins er þegar orðin löng og hörð. í
þessarri réttindabaráttu sinni hefir verkalýðurinn jafnan átt við ramm-
an reip að draga og mætt harðvítugri mótspyrnu. En hann hefir aldrei
látið undan. Hann hefir ætíð sótt á brattann, hversu torfær sem Ieiðin
hefir virzt, og hversu mjög sem á móti hefir blásið. Og hægt og hægt
hefir miðað í áttina. Alþýða landsins hefir unnið hvern sigurinn á fætur
öðrum. Yfirráðastéttirnar hafa stöðugt orðið að láta, undan og viður-
kerma réttindi hertnar. Kröfunni um átta stunda vinnudag hefir þegar
fengizt framgengt, og fjölmörgum öðrum réttarbótum hefir samtökum
alþýðunnar tekizt að koma í kring. A þessum hátíðisdegi verkalýðsins,
1. maí 1946, getum við því, þrátt fyrir allt, litið íagnartdi yfir farinn
veg.
En engu að síður verðum við að horfast í augu við þá staðreyrtd, að
ennþá er margt óunnið. Verkalýður Islands á ennþá harða baráttu fyr-
ir höndum. Baráttu, sem ekki verður lokið fyrr en harm hefir öðlast
fullkomið jafnrétti við aðrar stéttir þjóðfélagsins, tryggingu fyrir ör-
uggri atvinnu og mannsæmandi lífskjörum. Að þessu marki verðum
við að keppa á næstu árum, og ef við verðum nógu ákveðin og samtaka,
mu nokkur reynast það auðvelt.
Samtök verkalýðsins mega ekki láta neina irmbyrðis sundrung tor-
velda leiðina að settu marki. Og mirmugur þess, að „sameinaðir stönd-
um vér, en sundraðir föllum véf“, lyftir íslenzkur verkalýður merkjum
sínum í dag og leggur ótrauður út í lokabaráttuna.
FULLTRÚARÁÐ VERKLÝÐSFÉLAGANNA.
Nýtt AlþýÖuhús
Eitt af þeim áhugamálum, sem
eru ofarlega á dagskrá hjá verklýðs-
félögunum í bænum, er bygging al-
þýðuhúss. Sennilega hefir aldrei
verið meiri þörf en nú, að leysa
þetta mál, því að húsnæðisvand-
ræði þau, er félögin eiga við að
stríða, _er og hefir verið hemill á
á eðlilegri þróun verklýðssamtak-
anna.
Úr þessu þarf að bæta hið bráð-
asta, því að starfsemi verklýðssam-
takanna hér er orðin svo víðtæk og
margþætt, að stóraukinn húsakost-
ur er henni hin mesta nauðsyn. —
Undanfarin ár hefir Fulltrúaráð
verklýðsfélaganna haft forgöngu
um málið, og fjársöfnun í því
augnamiði, bæði haust og vor, þetta
fjáröflunarstarf hefir gengið vel til
þessa, en betur má ef duga skal, öil-
um verkamönnum er löngu ljóst
orðið, hve aðkallandi það er fyrir
verklýðsfélögin, að koma upp nægi-
lega stóru og hentugu húsi, sem
fullnægt gæti þörfum félaganna á
komandi árum. Enda hafa margir
af hinum framsýnustu og fórnfús-
ustu meðlimum félaganna, lagt
mikið af mörkum, og greitt fyrir
málinu á marga lund. Að koma upp
stóru og vönduðu húsi, er mikið
átak, og miklum erfiðleikum bund-
ið vegna fjárskorts o. fl. En slíkt
yrði tiltölulega auðvelt að yfirstíga
ef allir væru samtaka um að láta þá
hugmynd verklýðssamtakanna
vcrða að veruleika, og sjá þeirra
eigið hús rísa af grunni stórt og fag-
urt.
Ágóði af 1. maí-hátíðahöldunum
að þessu sinni, sem áður, rennur
óskiptur í hinn sameiginlega hús-
byggingarsjóð félaganna, merki
verða seld á götunum allan daginn
og samkomur verða um kvöldið, og
vænti eg þess að allir velunnarar
verklýðssamtakanna taki virkan
þátt í fagnaði dagsins, með því að
sækja samkomur þær er Fulltrúaráð
verklýðsfélaganna stendur að, og
stuðli þannig að því, að árangur há-
tíðahaldanna verði sem allra glæsi-
legastur. Félagar! Gerum nú allt
sem í okkar valdi stendur til þess að
efla hússjóð félaganna þennan dag,
því fyrr verður takmarkinu náð.
Jón Ingimarsson.
íslendingar! Sföndum vel á verði um
frelsi og sjálfsfæði þjóðarinnar
Á landsfundi sambandsstjórnar AÍþýðusambands fslands, sem haldinn
var í Reykjavík um mánaðamótin október og nóvember síðastliðið haust,
var einróma samþykkt eftirfarandi ályktun í sjálfstæðismálum íslenzku
þjóðarinnar:
„Fundurinn ályktar að lýsa J)ví yfir í nafni íslenzkrar aljjýðu, að hann
telur fullkomið sjálfstæði íslands höfuðskilyrði fyriir efnahagslegu og
menningarlegu sjálfstæði vinnandi Ifólks í landinu, og n'auðsynlegra nú
en nokkurn tíma fyrr að alþýðan skilji hve atvinnulegt öryggi og hag-
sæld í framtíðinni eru órjúfanlega tengd sjálfstæði landsins.
Vegna þessa lýsum við öruggum stuðningi samtaka vori-a við hvert það
spor, sem stigið er til þess að tryggja sjálfstæði landsins og teljum J>að
bezt gert með eftirfarandi aðgerðum:
1. Að sameina öll þjóðleg öfl til að vinna að J>eirri nýsköpun atvinnu-
veganna, sem núverandi ríkisstjóm heíir á stefnuskrá sinni, svo að ís-
land megi verða efnahagslega sjálfstætt gagnvart öðrum þjóðum.
2. Að einskis sé látið ófireistað til Jiess að ísland geti sem fyrst gerzt frjáls
aðili að bandalagi hinna sameinuðu þjóða.
3. Að staðið sé trúlega á veaði gegn hvers konar tilburðum erlendra
ríkja og innlendra erindreka þeiiTa til íhlutunar, áhrifa eða sérstöðu
hér á landi.
Vér munum líta á hverja slíka málaleitun, hvaðan sem hún kann að
koma og í hvað'a mynd sem hún birtist, sem ógnun við sjálfstæði vort og
tröðkun á yfirlýstum vilja hinna sameinuðu þjóða um að virða sjálfstæði
og ákvörðunarrétt smáilíkjanna, og telja J>að ótvíræða skyldu valdhaJfa
landsins, þings og stjórnar að svara hverri slíkri móðgandi áleitni með
hiklausri neitun.
Vér teljum það fyrstu skyldu alþýðusamtakanna að styðja að fram-
gangi ofangreindra ráða til að tryggja sjálfstæði landsins, og beita öllu
því afli og valdi, sem þau búa yfir til varnar hverri hættu, sem steðja
kann að sjálfstæði íslands og frelsi þjóðarinnar.“
Þannig markaði Alþýðusambandið stefnuna á síðastliðnu hausti, og
þessi orð eiga vissulega erindi til þjóðarinnar enn í dag.
Því verður ekki með rökum neitað, að sjálfstæði þjóðarinnar er nú í
hættu statt, og því ríður á, að vér séum vel á verði og vísum á bug öllum
þeim, sem vilja ganga á rétt vorn. — 17. júní 1944 er oss enn í fersku
minni. Þann dag rætttist hjartfólgnasti draumur allra frelsisunnandi ís-
lendinga. íslenzka þjóðin lýsti yfir fullu sjálfstæði á sínum helgasta stað,
Þingvöllum við Öxará. En vér fengum ekki frelsi vort fyrirhafnarlaust.
Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar var löng og hörð. Hún kostaði ævistarf
margra hinna beztu og dugmestu manna, sem ísland hefir alið.
En Jm> að sjálfstæði vort sé enn ungt að árum, er erlent stórveldi þegar
tekið að seilast til yfirráða hér. Bandaríki Norður-Ameríku hafa hér hér-
stöðvar og hafa farið fram á að fá að hafa þær áfram. Við slíkum mála-
leitunum eigum vér aðeins eitt svar: NEI og aftur NEI.
Og hvenær sem erlend ríki kunna að fara J>ess á leit, að vér afsölum
oss fullum yfirráðarétti yfir fósturjörð vorri, íslandi, skulum vér minn-
ast Jóns Sigurðssonar og þingfulltrúanna á Kópavogsfundinum 1851 og
taka undir með þeim: VÉR. MÓTMÆLUM ALLIR.
n i
Beztu
tækifærisgjafirnar
eru handsmíðaðir gull- og
silfurmunir.
Gullsmíðavinnustofa
Sgtryggs Helgasonar og
Eyjólfs Árnasonar,
SkijDagötu 8.
Skófatnaður:
LANDS80KASAFN
I Jv'í 165172
f
SJBANDS
Kvenna
Barna
Unglinga
Karlmanna
Skófatnaður í miklu úrvali
RAUPFELAG EYFIRÐINGA
Skódeild
W><h><h><h><h><h><h><h><h><h><b><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><