Bjarmi - 01.07.1935, Síða 2
98
BJARMI
Kirkjufundurinn almenni.
23.-25. júní 1935.
Margar voru spárnar og ólíkar þegar
verið var að undirbúa kirkjufundinn. »Við
berjum það í gegn«, sögðu prestahatarar
um samsteypufrumvarpið í vetur sem hið.
»Ætli það sje til nokkurs að malda í mó-
inn?« sögðu hugdeigir menn. »Vjer skul-
um reyna að semja og- ganga að einhverri
fækkun«. — Svartsýnir bættu við: »Pað
koma ekki nema sárfáir á þenna kirkju-
fund, —- og þá er ver farið en heima setið«.
En þetta fór allt á annan veg. Aldrei
hefir verið haldinn jafnfjölmennur kirkju-
málafundur á þessu landi og enginn kjark-
leysisandi ljet þar á sjer bera.
Fundurinn hófst með guðsþjónustu í
dómkirkjunni kl. 11 árd. sunnud. 23. júní.
Var kirkjan meira en fullsett. Sra Eiríkur
á Útskálum flutti stólræðu en sra Garðar
í Hafnarfirði var fyrir altari.
Kl. 2 síðd. var svo fundur settur í húsi
K. F. U. M. og var fundarsalurinn helst
til lítill, vegna þess fjölmennis, er kom
þangað. —
Gísli sýslumaður Sveinsson formaður
undirbúningsnefndarinnar setti fundinn.
Voru síðan fundarstjórar, ritarar og ýms-
ar nefndir kosnar.
I>á flutti Gísli Sveinsson inngangserindi
um prestakallaskipun. Urðu um það mál
fjörugar umræður á eftir, er stóðu til kl.
7, að fráteknu stuttu hljei til kaffidrykkju.
Ræðumenn, 14 alls, voru allir alveg á móti
samsteypufrumvarpinu, að einum frátekn-
um, Arnóri Sigurjónssyni fyrrverandi
skólastjóra, kvaðst hann eiga mestan þátt
í frumvarpinu og reyndi þá auðvitað að
verja það, en fjekk svo eindregin andmæli,
að hann hvarf brátt af fundinum.
Sra Friðrik Rafnar flutti erindi í dóm-
kirkjunni um þetta sama mál kl. 8-J un>
kvöldið.
Morguninn eftir hjeldu fundarhöldin á-
fram. Morgunbænir annaðist sra Friðrik
Hallgrímsson og á eftir fluttu þeir Ásm.
Guðmundsson prófessor og ölafur Björns-
son, kaupm. á Akranesi, erindi um sam-
starf presta og leikmanna. Urðu um það
miklar og fjörugar umræður.
Komu ræðumenn víða við, en yfirleitt
voi’u ræðurnar fullar af alvörumiklum trú-
aráhuga, og þótti mörgum áheyrenda eft-
irtektarvert, hvað nokkrir kennarar og
bændur lögðu góðan skerf til í þeim efn-
um. — 15 manna nefnd var sett til að und-
irbúa tillögur í þesu máli.
Seinni hluta dags flutti nefndin, sem
sett hafði verið í prestakallamálið þessar
tillögur:
Almennur kirkjufundur í Rvík 23.—25.
júní 1935 lýsir yfir því:
1) Að hann er mðtfallinn frumvarpi því um
skipun prestakalla, sem fram er komið á Alþingi
frá milliþinganefnd 1 launamálum, og telur að
yfirleitt beri alls eigi að fækka prestum frá
því sem nú er, né heldur að sameina prestaköll
landsins frekar en gildandi lög (frá 1907) gjöra
ráð fyrir.
2) Að þær breytingar, sem til greina gætu
komið á núverandi skipun prestakaila, eða kirkna
og sókna, hvort sem er til sameiningar eða að-
skilnaðar í einstökum tilfellum, eigi því aðeins
að fara fram, að þær verði að teljast samkvæmar
eðlilegri þróun kirkjumálanna og hlutaðeigandi
söfnuðir æski þeirra.
3) Að loks gæti komið til greina, ef almenn-
ingsvilji reyndist að vera fyrir þvl, að lögin utn
skipun prestakalla nr. 45, 16. nóv. 1907 yrði end-
urskoðuð 1 heild með það ákveðna markmið fyrir
augum, að lagfæra það, sem ábótavant þykir,
svo að kristni og kirkju landsins verði enn bet-
ur borgið en nú er. Getur þá eins vel lcomið
til mála, að fjölga verði prestum á ýmsum stöð-
um í landinu, svo sem í Reykjavik og' víðar,
setn er aðkallandi, svo og að fela þjónandi prest-
urn nokkur kennslu- og skólastörf um leið og
kjör þeirra yrðu bætt.
Fyrsta og önnur tillag'an var samþykkt
með öllum atkvæðum, og sú þriðja með öll-
um atkvæðum gegn tveimur.
Kirkjunefnd og sóknarnefnd dómkirkj-
unnar annaðist kaffiveitingar handa fund-
armönnum um kl. 4 síðd. og var þangaö
boðið skáldkonunni frá Ameríku, frú Jak-