Bjarmi - 01.07.1935, Síða 3
B J ARMI
99
obínu Johnson, er ávarpaði fundinn og
flutti kveðjur að vestan. Var henni vel
fagnað.
Um kvöldið flutti Vald. Snævarr skóla-
stjóri erindi um safnaðafræðslu.
Þriðjudagsmorgun kl. 9,45 hófst fundur
að nýju með morgunbænum, sem Kn.
Zimsen, fyrv. borgarstjóri, annaðist.
Að þeim loknum tóku við fjörugar um-
ræður, sem heita mátti að stæðu hvíldar-
lítið allt til kl. 8 síðd., þótt nokkurt hlje
væri gefið til miðdegisverðar og kaffi-
drykkju síðdegis, þar sem Kvenfjelag fri-
kirkjusafnaðarins í Rvík veitti fundar-
mönnum ókeypis gcða hressmgu.
Frá samvinnunefnd komu þéssar tillög-
ur, er samþykktar voru í einu hljóði:
1) Kirkjufundurinn kýs sjö manna nefnd úr
öllum landsfjórðungum og' aðra sjö til vara til
þess að undirbúa næsta almenna kirkjufund ár-
ið 1937, og hafi nefndin jafnframt með höndum
milli funda yfirstjórn mála, sem varð'a samvinnu
presta og leikmanna, til eflingar kristni lífi,
svo og framkvæmdir þar að lútandi.
2) Kirkjufundurinn felur undirbúningsnefnd-
inni að beita sjer fyrir því, að prestar og leik-
menn ferðist um landið, flytji guðsþjónustur og
erindi um andleg efni og veki og glæði í söfn-
uðunum samstai-f að kristindómsmálum. Jafn-
framt skorar fundurinn á kirkjustjórnina að
veita fje í þessu skyni.
3) Fundurinn telur æskilegt, að árið 1936
verði haldnir í öllum landsfjórðungum sameigin-
legir fundir presta og fulltrúa leikmanna og
hafi undirbúningsnefndarmennirnir forgcngu,
hver í slnum fjórðungi.
4) Fundurinn heitir á presta og kennara að
efla og treysta samvinnu sin á milli til glæð-
ingar trúarlífi og siðgæði barna og unglinga á
kristilegum grundvelli.
I þessa undirbúning’snefnd voru þeir all-
ir endurkosnir, er undirbúið höfðu þenna
fund: Gísli Sveinsson, sýslumaður, Ásmund-
ur Guðmundsson, prófessor, sra Friðrik
Rafnar, Ölafur Björnsson, kaupmaður,
Sigurbjörn Á. Gíslason, ritstjóri, sra Sigur-
geir Sigurðsson, prófastur, og Vald Snæv-
arr, skólastjóri. En til vara voru kosnir:
Sra Guðbrandur Björnsson, prf., Hofsós,
sra Jakob Einarsson, próf., Hofi, sra Hall-
dór Kolbeins, Stað, Sigurður Halldórsson,
húsasmíðameistari, Rvík, Sigfús Sigur-
hjartarson, kennari, Rvík, Frímann Ölafs-
son kaupmaður, Rvík., og sra Björn Magn-
ússon, Borg. Ennfremur voru samþykktar
þessar tillögur, er flestallar höfðu farið um
hendur allsherjarnefndar:
1) Fundurinn skorar á kirkjustjórnina að aug-
lýsa Þingvallaprestakall í Árnesprófastdæmi
laust til umsóknar nú þegar.
2) Hinn almenni kirkjufundur í Reykjavik
skorar á presta landsins að vinna að bindindis-
starfsemi 1 sóknum sinum.
3) Fundurinn telur brýnustu þörf á hæli til
hjálpar og viðreisnar ofdrykkjumönnum og skor-
ar á ríkisstjórn og' Alþingi að gera nauðsynleg-
ar ráðstafanir til þess að slíkt hæli verði reist
eins fljótt og unt er.
4) Hinn almenni kirkjufundur í Reykjavík
skorar á fræðslumálastjórnina, að sjá um að
prestar skipi sem víðast formannssæti í skóla-
nefndum landsins.
5) Fundurinn telur æskilegt, að prestarnir,
hver I sxnu kalli, heimsæki barnaskólana og
fylgist með' kristindómsfræðslunni, svo sem þeir
hafa tíma til. — Ennfremur væri æskilegt, að
prestar hafi sem oftast fundi með kennurunum
í kristnum fræðum eða samræður við þá um
þau mál.
6) 1 sambandi við framkomnar tillögur lýsir
fundurinn yfir, að hann telur óleyfilegt að aðrir
en þeir, sem liafa kristilega lífsskoðun, gegni
barnakennara- eða prestsembættum og heitir á
söfnuði landsins, að þola slíkt ekki hjá sjer.
(Tiliagan var frá Jóni Arasyni og Filippusi
Ámundasyni).
7) Kirkjufundurinn beinir þeirri ósk til
kirkjuráðs, að J>að hlutist til um, að fyllri kröf-
ur sje gerðar til mer.ntunar kirkjuorganleikara,
en nú tíðkast, og jafnframt sje þeim sjeð fyrir
þóknun fyrir starfa sinn, er samsvari hinu I)ýð-
ingarmikla starfi Jjeirra i Jjjónustu kirkju og
kristnihalds.
Umræður urðu fremur litlar um flest-
allar þessar tillögur; voru þær allar sam-
þykktar í einu hljcði, nema sú næstsíðasta
— 4 eða 5 atkvæði gegn henni.
Allan þorra tímans ræddu menn um
samstarfið, þótt stundum væri talað nokk-
uð á víð og’ dreif. Voru allir á einu má)i
um að h.jeðan af skyldu kirkju- og kristin-
dómsvinir standa þjett saman til sóknar