Bjarmi - 01.07.1935, Síða 4
100
BJARMI
og varnar gegn öllum ytri árásum gegn
kirkjunni, hvort sem þær kæmu frá opin-
skárri guðleysisstefnu eða »mammons« og
hrokastefnu, sem teldi sig »of fína« til
kirkjurækni, þótt »trúrækni væri fullgóð
fyrir »smælingjana«, að hennar dómi.
Hinsvegar kom um hríð greinilega í ljós,
að skoðanamunur var allmikill um trúmál-
ih sjálf — eins og allir vissu áður. — En
þar sem reynslan hefir alstaðar sýnt, að
svæsnar guðleysis-árásir gegn kirkjunni
færa alla góða vini hennar nær Kristi
(gera þá »pósitivari«), og við sjálfboða-
starf í söfnuðum eða kristilegum fjelögum
vinna þeir einir saroan til lengdar, sem
treysta vel hverjir öðrum, þá gátu menn
vel sameinast um þessar tillögur.
Einhver fann að því, að prestarnir tækju
hvergi nærri eins mikinn þátt í umræð-
unum og leikmenn, en prestar svöruðu því,
að þeim væri það mörgum svo mikil ný-
lunda og góð, að heyra leikmenn úr ýms-
um áttum tala svo ákveðið um trúmálin,
að þeir vildu ekki taka ræðutímann frá
þeim. Enda kom það greinilega í ljós, er
fór að draga að fundarslitum, að fund-
artíminn var allt of stuttur.
En það þykir raunar flestum þeim, er
marga fundi hafa setið, miklu heppilegra,
að menn hugsi við fundarslit: »Jeg vildi
að við hefðum setið lengur!« — heldur
en hin hugsunin: »Pað var þó gott að þetta
tók enda!«
Þegær umræðurnar höfðu staðið talsvert
lengur en ætlað var í fyrstu, flutti Gísli
Sveinsson sýslumaður snjallt kveðjuávarp
til fundarins og á eftir endaði Sig. P.
Sívertsen vígslubiskup fundinn með bibl-
íulestri, stuttri ræðu og bæn, og voru þá
sem fyrri sálmar sungnir. Altarisganga
var í dómkirkjunni kl. 9 um kveldið; tóku
um 40 fundarmenn þátt í henni.
Alls voru skráðir 140 fulltrúar safnaða
og 45 prestar, og af báðum þeim hópum
voru ekki nema 33 úr Reykjavík. En ýmsir
fleiri bæjarmenn voru áheyrendur, og
mundu þó hafa orðið miklu fleiri, ef fund-
arsalur hefði verið stærri. Urðu oftast
margir að standa vegna fjölmennis.
Talsvert var fundarsókn ólík úr pró-
fastsdæmunum. Flestir komu úr Kjalar-
nesprófastsdæmi: 7 prestar og 34 fulltrú-
ar safnaða, úr Rangárvallapróf.d. 6 og 17,
Árnespróf.d. 4 og 15, Skagafjarðar 3 og 12
o. s. frv. Enginn prestur kom úr Mýra-
prf.d., N. Þing. S. Múla og A. Skafta^ells-
próf.d. og enginn leikmaður úr Stranda,
Barðastrandar, N. Þing. og N. Múla og
A. Skaftaf.prófastsdæmi.
Heill hópur fundarsamþykkta frá safn-
aða og hjerðasfundum bárust fundinum
— og fóru allar í sömu átt að andmæla
samsteypufrumvarpinu. Bar mjög á því
að það frumv. hafði aukið fundarsókn
meira en lítið, og því sagði einhver eftir
fundinn, að það hefði í rauninni átt að
samþykkja þakkarávarp til aðalhöfnndar
þess fyrir »aðstoð« hans við fundinn!
Allir þeir, sem fundinn sátu og jeg hefi
heyrt á hann minnast, eru sammála um
að telja hann harla heillavænlegan, og
ýmsir eru þegar farnir að hlakka til »fjórð
ungsfundanna« að ári — og vona að nú
fari betri tímar í hönd fyrir kristnihald
þjóðar vorrar. Var reglulega ánægjulegt
að sjá og heyra marga, sem aldrei höfðu
áður kynnst, kveðjast sem bestu vini í
fundarlok, og vita að það var trúin á Jesú
Krist, krossfestan og upprisinn, sem var
vináttu bandið þeirra á milli.
S. A. G.
Gjaflr afli. rltstjðra Bjarma sfðnn í jainiar.
Til kristniboðs: Sra óf. Vigf. 15 kr., E. M.
Kálfatjörn 10, G. G. 20, I. Bjd. 25 kr. V. J. o. fi.
10, Skagf. kona 20, D. »til minningar um pabba
og mömmu« 50 kr. Kr. A. St. 5,00.
1 jölakv.sjöð: Skólabörn I Borgarfirði eystra
5 kr. 50 aura.
TII Elllhclinilisins: Sra óf. Vigf. 15 kr.
Til Bjarma: Kristniboðsfjelag Akureyri 26 kr.
Bestu þakkir.