Bjarmi - 01.07.1935, Page 7
BJARMI
103
drengi og stúlkur, og mælist til þess, að Kirkju-
ráðið undirbúi ])að mál fyrir næsta Alþingi I
samvinnu við Barnaverndarráð Jslands«.
»Prestastefnan telur brýna nauðsyn á stofnun
drykkjumannahælis, og skorar á ríkisstjórnina að
framfylgja nú þegar ákvæðum áfengislaganna I
þvl efni«.
»Prestastefnan mælir með því, aö prestar helgi
kristniboðsmálinu a. m. k. eina guðsþjónustu á
ári, og telur eðlilegt að við þá guðsþjónustu sje
safnað fje til kristniboðs«.
Allt samþykkt í einu hljcði.
Um ld. 71 síðd. sagði svo biskup sýnódus
slitið, þeirri 19. og fjölmennustu presta-
stefnu sem haldin hefir verið síðan hann
tók við.
Vegna veikinda á heimili biskups gat
hann ekki boðið fundarmönnum heim til
sín, eins og áður hefir verið siður, en í þess
stað buðu þjónanoi pre^tar í Rvík og há-
skólakennai ar guðfræðideildar sýr.ódus
prestum til samsa'tis í húsi K. F. U. M.
um kvöldið.
Oxfordmenn í Danmörku.
Dönskum blöðum hefir orðið m ög tíð-
rætt um Oxfordhreyfinguna undanfarið,
engu síður en norskum blöðum fyrri hluta
vetrar. Komnar eru út í Noregi einar 2
bækur þar sem norskum blaðagreinum er
safnað saman og seljast örar en nokkrar
skáldsögur. Sennilega koma Danir með
svipaðai- bækur bráðlega, því að af nógu
er þar að taka og áhugi manna á þessari
hreyfingu engu minni þar en í Noregi.
1 þetta sinn flytur Bjarmi grein úr viku-
blaðinu Folkerösten frá 30 apríl. Er það
blað besta kirkjulega frjettablaðð danska,
gefið út af grúndtvígskum presti, sra A.
M. Bárris í Starup við Kolding. Kostar
það 10 kr. 40 aura árgangurinn.
Greinin, lítið eitt stytt, er á þessa leið:
Fjórtán daga í röð streymdu Hafnar-
búar að samkomum Oxfordflokksins. Þótt
stundum væru 3 samkomur á dag að
morgni, hádegi og að kvöldi var jafnan
fjölmenni þar sem dr. Buchman og 200
manna flokkur hans ljet til sín heyra.
Að þessum dögum liðnum hjelt flokkur-
inn til Haslev,*) til að halda þar »heima-
samkomur«**) »house-party« páskavikuna.
»Ringsted Folketidende« og »östsjæl
lands Folkeblad« eru heimildir að því sem
hjer segir:
Járnbrautarstöðin í Haslev fjekk á sig
alþjóðablæ daginn, sem 650 Oxford-menn
og gestir þeirra komu þangað. Skrafandi
á mörgum tungum, hlæjandi á góöri
dönsku, risavaxinn »knattspyrnuflokkur«,
fremur en alvörugefinn söfnuður fyllti
stöðina. Járnbrautarstjórinn sendi hrað-
lestina (»Lyntoget«) nýju frá Höfn til
IJaslev viðkomulaust. — 65 mínútur á leið-
inni! Haslev varð upp með sjer.
Enginn varð samt »knattspyrnan« við-
fangsefnið var nokkuð annað. Samkomur
voru haldnar daglega á fjórum stöðum,
stundum samtímis; í kirkjunni, trúboðs-
húsinu, stærsta gistihúsinu og lærða skól-
anum, alstaðar troðfullt daglega. Laugar-
dagskvöldið gengu 900 til altaris í Haslev-
kirkju. — Altarisborðið er þar vel sótt
hvern helgan dag árið um í kring, en 900
manns í einu á virkum degi, það var ný-
*) Fremur lítill bær á Suður-Sjálandi, en skóla-
bær mikill, einir 7 skólar á vegum heimatriV
boðsins, flestir I rúmgóðum húsakynnum, og
þess hafa gestirnir notið.
Þetta »heimasamkomu«-nafn stafar af því,
að á meðan flokkurinn var lítt kunnur, hjelt
hann fámenna fundi á rúmgóðum heimilum vina
sinna; dvöldu menn þar saman nokkra daga við
guðræknisiðkanir. Venjulegast voru fleiri vel-
komnir en »Oxfordmenn«, gestum beinlínis boð-
ið, til að hafa trúaráhrif á þá. — Siðustu árin
er aðstreymið svo mikið, að »heimasamkomurn-
ar« eru farnar að heiman og haldnar í stærstu
gistihúsum stórborga eða í heilum bæ. En
»Houseparty« kalla þeir það samt, þegar það er
aðallega sama fólkið, er saman dvelur og fundi
og sálgæslu annast marga daga i röð.