Bjarmi - 01.07.1935, Síða 8
104
BJARMI
lunda og verður mörgum minnisstæð. —-
»Þessa daga verður rituð mannkynssaga
hjer í Haslev«. Það voru upphafsorð að
ræðu dr. Buchmans í trúboðshúsinu þar
sem alþjóðlegt »house-party« þeirra hófst.
Gestirnir voru komnir úr ýmsum löndum,
sumir með ílugvjelum, aðrir með »elding-
arlest« og enn aðrir í bifreiðum og hjól-
reiðum. Þar eru greifar og biskupar, —
einn frá Persíu, — bændur og verkamenn,
skólapiltar og gamlir prófessorar, barónar
og vinnukonur o. fl. o. fl. Gleðin skín úr
augum þeirra, það er brosað og hlegið.
Bróðurlegur samfjelagsandi virðist hafa
gagntekið allt þetta ólíka fólk,. sem á þao
sameiginlegt, að Guð er því raunveruleiki
og lífið ekkert tilgangsleysi. Maður verður
ósjálfrátt gagntekinn við að sjá einlægn-
ina og eðlilegu alvöruna.
Lífið á að breytast, það er aðalboðoroið.
Bylting- á að verða í hjarta hvers manns.
»Jeg þekki ekki nema tvær »stjettir«,«
segir Buchman, »breytta menn og ó-
breytta«. Hver sem eyra hefir, heyri hróp-
ið er hljómar um alla jörð. »We want a
guidance«, »Vjer þui’fum handleiðslu«.
Þegar hver einstakur á í baráttu við sjálf-
an sig', þegar heimilin eiga í höggi við
sundrandi öfl innan fjölskyldunnar, þeg-
ar löndin skjálfa undir fótum hersveit-
anna, þá kemur Oxfordflokkurinn og ætlar
að skapa nýjan heim, með því að fá alla
ólíka einstaklinga til að leita sömu hand-
leiðslu, hlusta kyrrláta stund daglega í ná-
vist Guðs, stunda bróðurlega sálgæslu og
keppa að þessu fernu:
Fullkomnum hreinleika,
fullkominni óeigirigirni,
fullkominni einlægni,
fullkomnum kærleika.
Hvað fer nú eiginlega fram við þessar
heimasamkomur? Oxford-menn kalla það
»sharing«, menn »skiftast á« skriftamál-
um, leiöbeiningum og andlegum gjöfum. Á
hverjum ílokksfundi er fundarstjóri, en
ræðumenn eru margir og flytja stuttar
persónulegar ræður, vitnisburði um trúar-
reýnslu, en utan funda er talað við ein-
staklinga, skriftað á báðar hliðar, beðið
saman, og þar eru aðaláhrifin. Á morgn-
ana er talað með túlk í tveim flokkum í
trúboðshúsinu, og túlklaust í menntaskóla-
salnum svo eru samtöl og biblí samlestrar,
en almennar samkomur seinni hluta dags
og á kvöldin.
Meira.
-------------
Theoclor Jóhannsson.
1860—1935,
Mörgum góðum bændum íslenskum
kynntist jeg árið 1918 vestan hafs, en fáa
man jeg betur en þann mann, sem hjer
verða rituð um nokkur minningarorð. —
Hefði Bjarmi flutt þau fyrri, ef jeg hefði
ekki beðið eftir ýmsum upplýsingum og
sjerstaklega eftir mynd hans, sem ])ó var
ófáanleg; — enda hafði hann sjálfur hafn-
að því, er jeg' bað hann einu sinni um
mynd til birtingar. »Jeg kæri mig ekki
um að láta sýna mig, en enn minna um
allt blaðalof,« skrifaði hann. — En hvernig
má minnast góðs vinar án þess að tala
vel um hann?
Það mun hafa verið sr. Fr. Hallgríms-
son, sem útvegaði Bjarma fyrstu ár hans
2 ágæta útsölumenn í prestakalli sínu á
Baldur og Glenboro í Manitoba. Báðir eru
þeir hættir nú, en Theodor Jóhannss. studdi
lengur og- mest munaði blaðið um hann.
Var áhugi hans á málefnum þess svo ein-
lægur, að hann gjörði það, sem enginn hef-
ir fyr gjört, ánafnaði því gjöf í arfleiðslu-
skrá sinni, sem væntanlega næg'ir til þess,
að útgefandinn þurfi ekki þetta ár að
borga fje fyrir að fá að vinna ókeypis að
útgáfu blaðsins!
Brjef Th. Jóh. eru mörg og' góð, en þó
svo mikið einkamál, að úr þeim verður
ekkert birt. En vel má geta um ein til-