Bjarmi - 01.07.1935, Side 16
112
BJARMI
Illð ('vangol. li'itlici'Ska kiik.iiif.ic'aK Islendinsa
í Vesturheimi ntti 50 ára afmæli í f. m.
Var undirbúningur mikill vestra að kirkjuþing-
ið yrði haldið hið veglegasta að þessu sinni. Hófst
þingið 19. júní að Mountain I Norður-Dskota.
stofnfundur fjelagsins var þar haldinn I jan.
1885. Föstudaginn 21. júní hjeldu þingmenn
til Winnipeg og hjeldu þar fundum áfram í 1
daga. í Winnipeg var fyrsta fsl. kirkjuþingiö
haldið í júnf 1885. - Nánari fregnir eru ókomn-
ar þegar þetta er ritað.
Biskup fslands sendi þinginu kveðjuúvarp, birt
í Kirkjuritinu, og júníhefti |iess rits er helgxð
kirkjufjelaginu að miklu leyti. Forsetamynd-
irnar, sem eru f þessu tbl., lánaðar þaðan. - Sím-
skeyti voru send hjeðan að heiman, líklega mörg,
til að samfagna Kirkjufjelaginu. Veit sá, sem
þetta ritar um 2, er fóru að nokkru leyti um
hans hendur, annað frá sóknarnefnd dómkirkj-
unnar, og hitt frá kirkjufundinum í Reykjavík.
Var það allt sjálfsagt og gott, »það, sem það
náði«, en aðalatriðið vantaði: enginn fulltrúi var
sendur frá þjóðkirkjunni til »dótturkirkjunnar«
að óska henni til blessunar.
Mun það einsdæmi, að nokkur »móðurkirkja<:
láti slíkt hjálíða á öðrum eins fagnaðar- og þakk-
ardegi »dðttur« sinnar í Ameríku.
Pað er afsakað með fjeleysi! Er svo sem trú-
legt að rfki og einstaklingar geti styrkt allskonar
fólk til að fara í tugatali á allskonar erlendar
stefnur, cf »stefnan« er ekki kennd við kirkju
eða kristindóm, en »megi ómögulega« sjá af
fargjaldi handa einum presti til 50 ára hátlðar
fsl. kirkjufjelags vestra!
En er nú öll sökin hjá þröngsýnni ríkisstjórn?
Er hún ekki líka nokkur hjá úrræðalítilli kirkju-
málastjórn?
Ætli það hefði orðið mikill vandi að fá far-
gjaldið hjá vinum kirkjunnar, ef þeim hefði verið
sagt frá neitun ríkisstjórnar í tfma? Jeg hygg ekki.
Krlstlllhoðsf.ielilg Dnnn hjelt ársþing sitt í
Skjern á vesturströnd Jótlands 14. 15. maí s. I.
Komu þangað um 1100 fulltrúar smáfjelaganna
um alla Danmörku þar af voru um 150 preslar,
og fengu allir ókeypis gistingu. Skjern er smá-
bær, en fólkið er gestrisið, og sveitirnar um-
hverfis hjálpuðu bæjarbútim og sóttu marga gesti
í bifreiðum.
Sra Axel Busch, er verið hefir ágætur for-
maður fjelagsins síðan 1904, sagði nú af sjer
störfum fullra 80 ára gamall. Er hann samt
enn við svo góða heilsu að hann gat flutt tvær
»ógleymanlegar« ræður á þinginu, og bauðst til
að verða »umferðaprjedikari« kristniboðsfjelags-
ins, er hann nú sleppti sfjórnarstörfum.' Sá, sem
nú var kosinn formaður, heitir S. H. Sörersen,
prestur í Kaupmannahöfn. Annars eru 5 preslar
og (i leikmenn í aðalstjórninni. 2 konur rg
einn læknir eru í þeim hóp.
Undanfarin 2 ár hafa útgjöld farið talsvert
fram úr tekjum. hjá fjelaginu. Hafa þó gjafir
og útgjöld - önnur en gengistöp staðið í staö.
Króna hefir fallið svo mjög að því hefir fjelagiö
tapað yfir 100 þús. kr. þessi 2 ár. Varasjóður
var því tómur orðinn og nokkur skuld komin.
Til að bæta úr því lögðu fundarmenn og bæjar-
menn »aukagjöf á altarið« við guðsþjónustu i
kirkjunni i Skjern og í trúboðshúsi bæjarins þai
sem samtimis var samkoma. Komu þá inn sama
kvöldiö 61,900 kr. frá fulltrúum og vinum heima
fyrir, »er báðu þá fyrir aura«.
Morguninn eftir bættist enn við, svo gjöfin
varð varð alls yfir 62,000 kr. »Stærsta gjöf til
kristindómsmála á einu kveldi í Danmörku«,
segja blöðin. Venjulega safnast 10 tfi 12 þús.
kr. á þessum árþingum kristniboðsins. — Á árs-
þingi heimatrúboðsins danska í vor voru gefnar
4000 kr. til þess starfs.
Hjnlpi'ivðlshei'iiin á íslandi átti 40 ára afmæli
11. maí s. 1. og i sambandi við það var ársþing
Hersins haldið í maí. Möklebust ofursti, aðal-
ritari Hersins I Noregi, stjðrnaði því.
Degar þeir Eriksen og Þorsteinn Davíðsson,
fyrstu leiðtogar Hersins á Islandi, fóru að starfa
hjer í Reykjavík, þá vöktu þeir afarmikla eftir-
tekt og misjafna dóma. — Það var svo margt
nýtt, sem þeir komu með: Samskot og hljóð-
færaflokkur á trúmálasamkomum, prjedikanir á
götum úti, einkennisbúningar og virðingaheiti
úr hernaði, en þó fyrst og fremst skorinorðar
trúvakningaræður, er alveg voru ókunnar á Is-
landi um þær mundir, nema þá hjá Lárusi Jó-
hannssyni, fyrsta umferðaprjedikara hjerlendis.
Fjölmargir erlendir starfsmenn, frá Norður-
löndum og Skotlandi, hafa síðan komið hingað
á vegum Hersins, og ýmiskonar líknarstarf og
ódýr gistihús hafa orðið árangurinn, en áhang-
endur, einkum foringjar, orðið sárfáir stöðugir.
Nú taldir um 200 »hermenn« á Islandi for-
ingjar 25. — En óbeinu áhrifin hafa verið tölu-
verð. Margur »vaknaði«, sem ekki staðnæmdist
i Hernum, og margt lærðu aðrir trúaðir af rð
komnum »hermönnum« fyrstu árin, ekki slst um
skipulagsbundna llknarstarfsemi. Liknarstaif-
ið ættum vjer að geta annast sjálfir nú orðið,
og það betur en útlendingar, en við trúmála-
starfið, »vakningarnar«, væri meir en nóg að
gjöra fyrir þessa 25 foringja enn þá.
Ritstj.: S. Á. Gíslason. - Prentsm. Jóns Helgasonar.