1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Page 2
Tveiv vegir.
Hver maður sem lesið hefur nokkuð í
veraldarsögu mun fást til þess að játa það,
að allt fram undir síðustu aldamót hafi
um verulega framþróun verið að ræða,
stig af stigi; og eftir að samtök verka-
manna komu til sögunnar, þá haíi þessi
framþróun orðið enn stórstígari en dæmi
voru til áður. Og engum blandast sjálf-
sagt hugur um það, að þær framfarir eru
því einu að þakka, að með þátttöku verka-
mannasamtakanna fékk framþróunin í lið
með sér skipulagsbundna, starfandi flokka
úr alþýðustétt, en hafði áður eingöngu
stuðst við einstaka hugsjónamenn. Mis-
munurinn hefur því orðið sá, að með hin-
um einstöku hugsjónamönnum hvarf oft
og einatt starf þeirra, er þeir kvöddu
þennan heim, en innan verkamannasamtak-
anna virðist umbótastartið eiga nóga erf-
ingja til að halda baráttunni áfram, án til-
lits til einstaklinga. Með bjálp þessara sam-
taka höfum við öðlast margt það, sem okk-
ur virðist ómetanlegt til fjár.
í þeim löndum þar sem samtök verka-
manna eru með fullum blóma, hafa allir
mál- og ritfrelsi, engum manni er þar
hægt að halda í fangelsi án þess að rann-
saka mál hans. En í þeim löndum, þar
sem samtök verkamanna hafa verið upp-
leyst hefir enginn fullkomið mál- eða rit-
frelsi, og öll fangelsi eru full af föngum,
sem aldrei verða leiddir fyrir neinn rétt
til að sanna sakleysi sitt.
Með komu fazismans hafa þær ógnir
borist yfir löndin, sem engan mun hafa
dreymt um. Á eihum einasta degi hafa
verið þurkuð út lög og réttindi, sem
oft og tíðum tók aldir að skapa. Og reynzl_
an sýnir, að íhaldsflokkar þeirra landa,
þar sem þetta hefir átt sér stað, hal'a ekki
gert minnstu tilraun til að koma í veg
2
fyrir þetta. Samt sem áður munu vera til
þeir menn, sem trúa því, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hérna sé einskonar útvörður
hins íslenzka lýðræðis!
Eg vel hér af handahófi hluta úr skýrslu
enskrar rannsóknarnefndar, frá árinu 1842.
Nefnd þessi var skipuð til að rannsaka
ástandið í kolanámunum, aðbúnað þeirra
sem þar unnu, og síðast en ekki síst vinnu
barna.
1 Derbyshire byrja mörg börn að vinna
í kolanámunum fimm ára gömul, nokkuð
fieiri 5—6 ára og flest 7 ára.
í West Kiding Yorkshire er það ekki
óþekkt, að 5 ára gömul börn séu send í
námurnar. í Halifax og nágrenni byrja
börnin að vinna námuvinnu 6 ára gömul,
og eru látin fara á fætur klukkan 4 að
morgni.
Víða í námunum er svo mikið vatns-
rennsl að fólkið vinnur í öklavatni allan
daginn. Á öðrum stöðum aftur á móti er
svo mikill leki ofanfrá að verkafólkið
verður á stuttum tíma gegndrepa, og verð-
ur að þola það hvern dag, sem það vinn-
ur.
I North Wales, eru gangarnir í mörgum
námanna þröngir og dimmir, loftið er fúlt
og rykugt. Þangað kemst aldrei neinn sól-
argeisli og loftræstingin er alveg ófullnægj-
andi.
Barnið, eins og það kemur okkur fyrir
sjónir, hefir belti bundið um mittið, og við
beltið er fest keðja sem liggur milli fóta
barnsins, og er bundin í lítinn vagn. Barn-
ið verður þessvegna að skríða á fjórum
fótum, og keðjan liggur á milli þess, sem
við verðum í þeirri stellingu að kalla aft-
urfætur. Og í þessum stellingum verður
barnið að skríða eftir göngum, sem eru
ekki rýmri en venjuleg skólpræsi eru hér
almennt.
Á einum stað austarlega í Skotlandi hitt-
um við sex ára gainla stúlku. Hún bar