1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Page 4

1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Page 4
i'rá Vín, og fór hann inn á stærsta hótelið í Leoben; en er erindi h.ans varð kunnugt, var hann rekinn út. Böðullinn fór þá á gildaskálann, er stendur við markaðstorgið, en honum var vísað á dyr. Hann fór þá inn í lítið veitingahús, bað um brennivín, og drakk sig fullan, og þar hældist hann yfir hinu svívirðilega verki, sem sér hefði verið falið. Þá var hann rekinn út þaðan, og hvar, sem hann fór, vék fólk úr vegi fyrir hon- um, eins og hann væri „óhreinn“. Eéttarhaldið Stóð lengi yfir, því dóm- stjórinn, sem var sæmilegur maður, gaf Wallisch leyfi til þess að halda langa ræðu til varnar sér. .En klukkan sjö um kvöldið hringdi Dollfuss upp, frá Vín, talaði við dómstjór- ann og spurði hversvegna ekki væri búið að fella dóm. Stjórnin þurfti ekki að bíða lengi. Kl. 9,30 var Wallisch- dæmdur til dauða. Hann, sagði verjanda sínum að biðja ekki um náðun, en Dr. Wayner, sem var verjandi hans, gerði skyldu sína, og símaði til Vínar. Meðan á þessu stóð hafði gálginn verið byggður. Fangelsisgarðurinn var upplýst- ur og var sem ljóshaf. Kl. 10 kom inn í garðinn hermannafylking, ásamt mörgum æðri mönnum úr hernum, og fjölda vitna. Ilinir pólitísku fangar sáu út um klefa- glugga sína umhverfis garðinn, allan við- Lúnað, og vissu hvað til stóð. Wallisch var spurður hvað væri síðasta ósk hans. Bað hann þess að sér væri leyft að tala við Paulu konu sína, Milli þeirra hafði verið hið mesta ástríki ætíð frá því að þau giftust. Þegar hún var færð til hans og sá lög- regluna, æpti hú nupp yfir sig: Morðingj- ar. Böðlar!“ En Wallisch stillti hana. 4 Svo kom bróðir hennar, og þau grétu systkinin í klefanum hjá þeim' dæmda. Wallisch einn var stilltur og æðrulaus. Illæjandi bað hann um dagblöðin, svo hann gæti lesið síðustu lygamar um sig. Og þó hann hefði ætíð verið bindindis- maður, bað hann um vín og sætabrauð. Klukkan var orðin þrjú um nóttina. Paula grét án afláts, svo fangelsislæknir- inn fékk Wallisch vasaklút með chloro- formi, og Wallisch hélt klútnum' að vitum hennar unz hún sofnaði. Síðan tók hann hana í arma sína í síðasta sinn, og lagði hana niður á hálmdýnuna í klefa sínum. Þá bað hann þess, að hann fengi að sjá þrjá íélaga sína, er barizt höfðu við hlið hans. Er þeir höfðu verið færðir til hans, mælti hann: „Sá dagur mun koma, er við höfum barizt fyrir“. Og eftir stundar- þögn: „Eftir dauða minn, rnunu ekki fleiri verða hengdir". — Og þegar orð bárust frá Vín um að náðun hefði verið synjað, sagði Wallisch: „Ég vissi það“. Böðullinn Spitzer kom inn 1 klefa hins dæmda. Wallisch var spurður, hvort hann vildi ná prestsfundi, en hann kvað nei við því, og hló við. Þeir leiddu hann niður í garðinn þar sem gálginn stóð. Hann staðnæmdist augnablik, er hann sá gálgann; aðeins örskotsstund. Svo hélt hann áfram, framhjá klefum félaga sinna, er stóðu við gluggana, héldu um jám- stengurnar, og horfðu á foringja sinn ganga hjá í síðasta sinn. Þeir sáu, að hann gekk óbugaður og djarfmannlegur framhjá, svo sem venja hans var. Hann gekk að gálganum, og staðnæmdist með bakið að gálganum. Böðullinn Spitzer gekk upp á pallinn, hann var með hvíta hanzka og dökkan

x

1. maí - Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.