1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Side 9
grenni bæjarins og útbúi stað til sólbaða
fyrir almenning,
að bær og ríki taki iðnskólann í sínar
hendur og reki hann með hagsmuni iðn-
nemanna fyrir augum, en ekki sem gróða-*
fvrirtæki, eins og hann er rekinn nú af
einstaklingum.
að bærinn styrki ráðningarskrifstofu
verklýðsfélaganna.
Slíkar ráðstafanir sem þessar, ásamt
skarpara eftirliti með heilsu barnanna,
vinnutíma o. þ. h. mundu ólíkt þarfari en
hjálmakaup handa lögreglunni, og verða
almenningi til meiri bóta.
Baráttan fyrir þessum kröfumi æsku-
lýðsins verður að vera tengd daglegri
hagsmunabaráttu alls verkalýðsins, en
engu af þessu má hugsandi verkamaður
né kona tapa sjónum af.
Munum öll að vörn okkar gegn kúgun
og árásum auðvaldsins, er samfylking
vinnustéttanna innan vébanda sinna fé-
lagslegu samtaka, undir forustu Alþýðu-
sambands Tslands.
Herðum dægurbaráttuni! Allir eitt, unz
sigri er náð! Guðjón B. Baldvinsson.
Er ávali byrgur af
úrvals salifiski.
Sími1456
9
Hafliöi Baldvinsson,
Hverfisgoíu 123
1. mai
k að vera þjóðháííðardagur
Islendinga
í dag er hátíð verkalýðsins. Og vegna
þess, að vinnustéttirnar eru þjóðin, þá á
1. maí fyrir sér að verða þjóðhátiðardagur
íslendinga, þegar réttur skilningur á gildi
verklýðssamtakanna er oiðinn almennings
eign. Á íslandi hetir frá fyrstu tíð búið
sterk þjóð. Víkingsblóð, frelsisþrá og stál-
sleginn vilji heíir hjálpað henni til þess að
sigrast á þeim mörgu örðugleikum, sem
fylgja því að nema land torsóttra gæða.
Oft hefir á misjöfnu gengið fyrir Islend-
ingum, jafnvel þeim hluta þeirra, sem sat
við hinn betri kost á þjóðveldistímanum
og hafði örlagaþræði þjóðarinnar í hönd-
um sínum. Ráðsmenska landsins var grip-
in úr höndum þeirra af erlendu konungs-
valdi. Hér skulu ekki raktar ástæður
fyrir því að svo fór, en aðeins getið til
þess að þeir menn, sem nú kunna að hall-
ast að einveldi mættu minnast þess, að
einveldistímabilið á Islandi er svartasta
niðurlægingartímabilið í sögu þjóðarinnar.
Á þeim tíma gekk þjóðin gegn um meiri
hörmungar en nokkru sinni fyr eða síðar.
En þrátt fyrir margra alda kúgun og er-
lenda harðstjórn hélt þjóðin einkennum
hins norræna kynstofns.
Um þann hluta þjóðarinnar. sem vann
og vinnur og leitaði hinna torsóttu gæða
landsins, má segja með fullum rétti, að ætið
hafi hann orðin afskiftur, þegar landsnytj-
um og starfsarði hefir verið skift. Jafnvel
í dag er vinnulýður landsins ekki nærri
kominn að því marki að njóta þeirrar við-
urkeningar, sem hann á kröfu til, en hún
er fólgin í því að hann einn ráði óskorað
yfir niðjum landsins og tækjum til þeirr-
ar framleiðslu, sem liér er möguleg. Um
80°/0—90% aí Islendingum er verkalýður.
9