1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Page 11

1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Page 11
Réiíindi konunnav. Ekki er raargt ritað er snertir okkur konur sérstaklega, okkar kjör og aðbún- að, en sjálfum okkur megum við um kenna, að nokkru leyti, því að við látum lítið af mörkum. Við gerum allt of lítið að því að i’æða okkar sérstöðu í þjóðfé- laginu, okkar sjónarmið. Mér finnst því rétt að biðja 1 .maí blaðið fyrir nokkur orð, þó ekki verði þar sagt margt nýtt né merkilegt. Við alþýðukonurnar erum cfurseldar arðráni og kúgun á sama hátt og mennirnir okkar, bræður okkar og synir. En okkar ok er stærra og þyngra. Konan á jafnrétti við manninn, heitir í lögum landsins, stjórnarskráin heimilar konum kosningarétt, en jafnrétti kon- unnar er ekki til nema á pappírnum. Ilvað veldur? Því veldur fjárhagsleg og menningar- leg kúgun. Karlmennirnir halda því fram eða eru um of bundnir þeirri skoð- un, að konan eigi aðeins að hugsa um heimilið, börn og matur eru þeir hlutir, sem við konur megum sýsla með. Tóm- stundir okkar alþýðuhúsmæðranna eru fáar, og því miður eru karlmennirnir of sinnulausir um að gefa okkur nauðsyn- legt yfirlit um viðbui-ðina eða fræða okk- ur um hagsmunamálin. Þið nmnuð máske segja sem svo, að nú geti konur verið á skrifstofum, í l.vfjabúðum, verzlunum, lært til embættis o. s. frv. o. s. frv., yfirleitt gengið inn í öll störf þjóðfélagsins eins og karlmaður. En þegar við aðgætum nánar, þá er einn iiængur á, — launin okkar eru miklu lægri en karlmannanna. Það viðhorf drottnar, að afköst okkar séu minni, við þurfum minna til að lifa af. Er þetta rétt? Nei, alls ekki. Við mörg störf erum við engu ónýtari eða afkastaminni en karlmaður, og að við þurfum færri lífs- nauðsynjar, er hrein bábilja. En þessi launakúgun gerir það að verkum, að okk- ur er ekki lífvænt, þó atvinna fengist. Við verðum illa séðar af starfsbræðrum oJíkar, sem eru settir út úr atvinnu, vegna þess hve okkar starfsorka er lágt metin — ódýr. Þeir líta því gjarnan á okkur sem launakúgara, hálfgerða taxta- brjóta. Launakúgunin neyðir okkur bein- línis í hjónabandið, vitandi og óvitandi, við sjáum engán ráð til að „komast af“, á annan hátt betur, en að giftast, stofn- setja heimili, ala börn og láta manninn ■\inna fyrir öllu saman. Get ég þó ekki sagt, að þetta hlutverk sé giæsilegt frá fjárhagslegu sjónarmiði, því hver býr við verri kjör, meira strit, nieiri áhyggj- ur, en verkamanns- eða bóndakonan? Þó maðurinn sé atvinnulaus, léttast eigi heimilisstörf okkar kvennanna, heldur Alþýdu- fólk! MUNIÐ EFTIR að Kaupfélag Alþýðu liefir sölubúðir á Vitastíg 8a, sími 4317, og í Verkamannabústöð- unum, sími 3507. I þessum búðum eru nægar birgðir af því sem þið þurfið daglega að nota. Ávalt lægst veið og vörurnar sendar um allan bæ. Styrkið ykkar eigin starf- semi, með því að versla við búðir félagsins. 11

x

1. maí - Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.