1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Blaðsíða 13

1. maí - Reykjavík - 01.05.1934, Blaðsíða 13
Drengur, sem sér til ferða „sendiherr- ans“ og hlær að nafninu, er dæmdur af Eggert Claessen, sem þá er orðinn út- vörður „laga og réttar í landinu", í 14 daga fangelsi fyrir að hafa hlegið að hinu „Þjóðlega leigjendafélagi sjálf- stæðra verkamanna“. Fasisiarnir hefna sín á jafnaðarmönnum í Ausiurriki. Fyrir skömmu síðan byrjuðu réttar- höldin yfir meðlimum varnarliðs jafnað- armanna Austurríkis, sem tóku þátt í vörn verkamannaheimilanna í Austurríki, í síðastliðnum febrúarmánuði. Réttarhöld þessi voru framkvæmd ein- göngu af dómurum, sem vitað er að til- heyra fasistaflokknum. Fyrsti maðurinn, sem dæmdur var, er 32 ára ganíall atvinnulaus verkamaður frá Simmering. Hann hafði á engan hátt stjómað vörninni og hann var ekki einu sinni á- kærður fyrir að hafa hleypt af skoti. Samt var hann dæmdur í 6 ára fang- elsi fyrir uppreisn. I sambandi við dóm þennan er vert að athuga, að Dolfuss marg endurtók, að um enga hefnd mundi verða að ræða og vægt mundi verða tekið á þeim, sem ekki hefðu verið leiðtogar. Við áður umtalað réttarhald sannaðist það, að hinn ákærði hafði fleygt riffli sínum um nóttina 13. febr., en að Dol- fuss kanzlari hafði degi seinna lofað frelsi öllum þeim, er hættu að berjast fyrir hádegi næsta dag. Þannig efna fasistar loforð sín við verkamenn. Ef þér þurfið að kaupa IÍINDABJÚGU, MIÐDAGSPYLSUB, YÍNARPYLSUR eða IÍJÖTFARS, þá inunið að þessar vörur eru beztar og ódýrastar í KJÖT ÖG FISKMETISGERIN, Grettisgötu 64, sími 2667, eða KEYKHÚSINU, sínii 4467. Annar dómur. Maður nokkur að nafni Placek var dæmdur 26. marz í 18 mánaða fangelsi fyrir að hann sagði: Ég er hermaður jafnaðarstefnunnar, ég hefi gert skyldu mína. 13

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.