Kyndill - 09.05.1929, Blaðsíða 1

Kyndill - 09.05.1929, Blaðsíða 1
„Sjá! Hin ungborna tíð vekur storma og stríð.% K Y M D I L L MALSVARI UNGRA JAFNAÐARMANNA I. árgangur. Reykjavik, 9 maí 1929. 9—10. tölublað. Samband ungra jafnaðarmanna stofnað. „Sjá hin ungborna tíð ' vekur stonna og stríð.“ B. B. Enginn, sem kunnugur er baráttu alþýð- imrar fyrir bættum kjörum almemrings, niun efast utn l>að, að stofnun æskulýðssamtaka imdir stefnumerki verkalýðsiæ muni í ná- lægri framtíð verða talinn mjög merkifegur og' gifturikur viðburður innan verkalýðs- .frreyfingarinnar. Hinn 8. nóv. 1927 var Fétag ungra jafnað- armanna í Rvik stofnað. Það var að vísu ek-ki fjölment i fyrstu, en á þvi hefir þegar sannast, að „mjór er mikOs vísir“, :því að svo má segja, að því hafi vaxið ás- megin með hverjum degi, enda fimimfaldað félagatölu ,sina þegar á fyrsta starfsári sinu. Slíkur vöxtur félagsins sýnir Ijósilega, að þroskaskilyrði fyrir samtök ungra jafnaðar- manna eru mjög góð hér á landi. Forgöngu- mönnum þessara samtaka æskulýðsins var pað ljóst strax í byrjun, að sams konar fé- lög þurftu að vaxa upp sem viðast á land- inu, og síðan þyrftu öll slík félög að mynda með ,sér allsherjarsamband, er skapaði sam- tökunum þann mátt, sem þeim gæti dugað tU þess að hafa veruleg áhrif á I>au mál, sem æskulýðurinn á hverjum tíma hlýtur að Feita sér fyrir. Svo fór iika, sem æskileg- ast var, að skömmu eftir félagsstofnunina í Rvík voru sams konar félög stofnuð bæði í Hafnarfirði og á Akureyri. Þessi þrjú félög ákváðu svo í vetur að stofna með sér landssamband, og þar s:m það er eití af stefnuskrármálum ungra jafnaðarmanna, að styrkja samtök iðnnema og á þann eina •mögulega hátt bæta kjör þeirra og vernda hagsmuni þeirra á námsárunum, samþykti eitt slíkt félag, Félag járnsmíðanema í Rvík, að vera með í þvi að ganga í sarnbandið. Þessi fjögur félög settust siðan á rökstóla og iiófu hvert fyrir sig nauðsynlegan undirbún- ing undir stofnþi'ng sambandsins. Var þeim undirbúningi lokið um miðja síðusfu viku, Frá stofnþinei sambandsins Á laugardagskvöldið 4. maí s .1. var 1. íundur stofnþings sambandsins settur í (Goodtemplarahúsinu við Bröttugötu hér í bænum af Vilhj. S. Vilhjálim'ssyni ritstjóra. Tildrög stofnunarinnar. Voru þar mættir 12 fulltrúar frá ofannefnd- um 4 félögum. Hófst fundurinn með því að Vilhjr S. Vilhjálmsson flutti ræðu, þar sem hann lýsti tildrögunum til stofnunar Sam- bands ungra jafnaöarmanna, og m nti fulltrú- ana á þá brýnu þörf, sem væri fyrir því, að allir sannir þjóðarvinir styrktu og efldu þau samtök, sem leitast við að hamla gegn því, að fjöimennasta stétt þjóðfélagsins, verkalýðnrinn, sé lokaður úti frá því að hafa nokkur áhrif á sin eigin hagsniunamáU Að lokinni ræðu Vilhjálms var sungið Internationale,. Síðan stóð up|) einn fulltrúi frá hverju félagi og lýsti yfir af- stöðu félaga sinna til sambandsiias og þeim skilyrðum, sem þau settu fyrir þátttöku sinni í því. Þá fór fram kosning þingstjórnar og var Vilhj. S. Vilhjálmsson kosinn forseti þingsins, en Marteinn Skaftfells (1,. fulltrúi frá F. U. J. á Akureyri) kosinn varaforseti. Ritarar voru kosnir Guðní. Gissurarson og Jónas Thoroddsen. Að lokinni kosningu þing- stjómar hófust umræður um stefnuskrá og lög fyrir sambandið, en siðar var kosin. laganefnd, er semja skyldi frumvarp tiJ laga og stefnuskrár, og leggja það fram á næsta þingfundi. Þessir hlutu sæti í nefndinni: Árni Ágústsson, Vilhj. S.. Vilhjáimsson, Krist- inn Ág. Eiríksson, Erlendur Vilhjáimsson og Marteinn Skaftfells. I Eftir það las forsati upp dagskrá fyriir næsta fuud, som ákveðið var að halda ki. 2 e. h. dagi.nn eftir. Að svo búnu var fundi slitið, og var þá kl. orðin 11 að kvöldi. Jafnskjótt og þeim fundi lauk sstíist laga- nefnd á rökstóla og lauk hún störfum sín- um Jd. 3 um nóttina.. Enginn ‘verulegur ágreiningur kom upp innan nefndarinnar, og tókst henni að skila óskiftu nefndarálid, nema um eitt atriði. Var það um tilhögun ritstjórnar sambandsblaðisins (Kyndils). Kl. 2 e. h. s. 1. sunnudag var 2. fundur þingsins settur í Goodtemplarahúsinu í Templarasundi. Fyrsta málið á dagskránni var: Frumvarp til l'iga og stefnuskrár fyrir sambandið. Framsögumaður laganefndar, Árni Ágústsson, skýrði frá álifi nefndarinnar og lagði frumvarpið fram fyrir fulitrúa eins og hún hafði gengið frá þvi. Eftir nokkrar umræður um stefnuskrána og lögin vom þau samþykt að mestu leyti óbreytt frá því. sem nefndin hafði lagt til. Næst fóru fram umræður um Kyndil og að þeim loknum kosinn ritstjór: hans og útgáfustjórn, sem anrast skal' afgreiðslu, innhe'mtu og annað, sem að blaðinu lítur. 1 útgáfustjórnina voru kosin: Ásgeir Pétursson, Guðm. Pétursson. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Guðbjöm Ingvars- son og Þorst. B. Jónsson. Ritstjóri var kos- inn Viihjálmur S. Vilhjálmsson. Félag ungra jafnaðarnianina i Rvík, sem fram að þessu hefir gefið Kyndil út, hafði ákveðið að sambandið tæki við honum og var það samþykt á þinginu. ; Um framtíðarstarfsemi sambandsins og stefnu þess talaði Árni Ágústsson. Lýsti hann þvi yfir, að rik áhersla myndi verða lögð á það, að tryggja samtheldni og góða sam- vinnu meöal allra félaga, sem í sambandinu kunna að verða>. Góð samvinina væri aðal- skilyrðið fyrir ]>v í, að sambandið gæti Ieyst af hendi þau verkefni, sem fyrir því lægjn, Þá rakti hann nokkuð sögu ungmennafélags- skaparins íslenzka og hvernig þeim hefði hrakað, vegna þess að þau hefði skort rétt- an skilning á þroska þjóðfélagsins og við- fangsefnum samtakanna. Væri nú lika svo 'kornið, að ungmennafélögin væru að kulna út í höndum alclraðra mannia, og gætu þau því ekki lengur talist æskulýðssamtö'k. Sýndi ræðumaður fram á það, að hin einu eiginr legu æskulýðssaantök væru félög ungra jafn- aðarmanna. Gat hanm þess, að það væri ekki nein tilviljun, að æskulýðurinn fyl'kti sér undir fána verkalýðsstéttarinnar, því að ])að væri sú stéttin, sem ætti rjkust vaxtar- skilyrði hér á landi sem annors staðar, og alt benti á, að það yrði hennar hlutverk, að leysa úr vandamálum þjóðfélagsins í ná- lægri framtíð, svo ssm að leysa atvinnuveg- ina úr ógöngum þeim, sem r;kjandi skipu- lag hefir sett þá í. Auk {>ess sýndi ræðum. frani á það með ljósum dæmum úr íslenzku þjóðlífi, hvernig þróun atviniauilífsins miðar að þvj, að þjóðin skiftist í tvær stéttir, sem hafa gerólíkra hagsmuna að gæta, þar sem önnur stéttin, sú fáinennari, er eigwastétt, en hln fjölmennari öreigar. Því næst snéri hann máli sínu til sambandsíms og ntíntist á þau viðfangsefni, sem biðu þess á komandi ár-

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.