Ísland - 01.10.1937, Síða 1

Ísland - 01.10.1937, Síða 1
ALIÁlM&N (loMÍ Þjó&ífcNÍtfÍNNÁ REYKJAVlK 1. OKT. 1937 Es^ataggMa^ágMWBiflftwiiiivff' 'HMvwnBuaaéa^aiiiAg IV. ÁRGANGUR - 15. TBL. Óstjórn útvegsmólanna Þrált fyrir stórkostlegar skuldir og stöðugan tekjuhalla hjá út- gerðinni, er eytt 1 i Eymdarástand útvegsins. Árin 1933—1934 starfaði milliþinganefnd í sjávarútvegs- málum. Hún rannsakaði hag sjávarútvegsins og gerði all- rækilegt yfirlit yfir reksturs- reikninga veiðiskipa- 1929— 1932. Rannsóknin á hag útvegs- ins leiddi í ljós, að skuklir lians voru komnar upp í 26,5 millj. kr. eða 81,8% á móti eignum. Skuldir vélbáta og línugufubáta voru 14 millj. eða 86,6% á móti eignum, en skuldir togara 12,5 millj. eða 77% á móti eignum. Rannsóknin á rekstrarafkomu þessa atvinnuvegs sýndi ekki glæsilegri niðurstöðu. Árin 1929 —1932 hafði tekjuhallinn á sjávarútveginum numið 8,6 millj. kr., þar af rekstrarlialli á þorskveiðum 8,3 millj. Þetta bága ástand útvegsins varð hverjum alvarlega hugs- andi manni mikið áhyggjuefni. Allir miðlungi þjóðhollir vald- hafar hefðu gert víðtækar ráð- stafanir til viðreisnar þessum atvinnuvegi, sem íslenzka þjóð- in stendur og fellur með. En slíka valdahaf áttum við ekki. Þess vegna var látið reka á reið- anum og fátt gert til hjálpar útgerðinni af hálfu ríkisins. Það eina, sem var gert, var að stofna kreppulánasjóð fyrir smábátaútveginn. Slík hómó- pata-aðgerð við jafn-sárþjáðan atvinnuveg og sjávarútvegurinn er stoðar að sjálfsögðu sára lít- ið. Reyndar var stofnuð svo- nefnd fiskimálanefnd, sem átti að verða einskonar brautryðj- andi í sjávarútvegsmálum. En eins og allra annarra nefnda, sem marxistar hafa sett á lagg- irnar, var hennar raunverulega hlutverk að mergsjúga sjávar- Munið flokksfundinn í kvöld kl. 8i/2. lilljón lcróna árlega útveginn til hagsbóta bitlinga- dýrum stjórnarflokkanna. Verð- ur þetta nánar rakið síðar í þessari grein. Hringavaldið ræður öllu. Það sem fyrst vekur athygli þeirra, sem eitthvað fylgjast með í sjávarútvegsmálum, er fyrirkomulagið á yfirstjórn þeirra. Hún er raunverulega í höndum þriggja nefnda, fiski- málanefndar, síldarútvegsnefnd- ar og stjórnar S. I. F. Þessar nefndir eru þannig skipaðar, að hringarnir í landmu eru þar öhu ráðandi. Fiskimálanefnd er t. d. skipuð sjö mönnum. Af þeim eiga þessir einn hver: Alþýðu- sambandið, Fél. ísl. botnvöru- skipaeigenda, Landsbankinn, Útvegsbankinn, S. 1. S., sem er útibú enska auðhringsins C.W.S. hér á landi, og Fiskifélagið. At- vinnumálaráðherra á að skipa einn, og fyrir valinu varð Héð- inn olíusali, forstjóri olíuhrings- ins. Stjóm S. í. F. er líka skip- uð sjö mönnum og eiga allir hringarnir þar sinn fulltrúa. 1 síldarútvegsnefnd eru fimm menn, og er skipun þeirra svip- uð og hinna. Þó mega síldarút- vegsmenn kjósa einn. Fiskframleiðendur, og þá sér- staklega smáútvegsmenn, fá alls ekki að hafa hönd í bagga um stjóm þessara mála. Og sérhver viðleitni þeirra í þá átt er bar- inn niður miskunnarlaust. T. d. bar Finnbogi Guðmundsson þá tillögu fram á stofnfundi S.Í.F., að kosnir yrðu tveir fulltrúar af hendi fiskframleiðenda til að hafa eftirlit með starfsemi fé- lagsins. Þeir áttu að vera óháð- ir stjórninni og hafa því betri aðstöðu til að gagnrýna gerðir hennar. Fulltrúar auðhringanna lögð- ust allir á móti þessu. Vilhjálm- ur sjóður hafði orð fyrir þeim, og samkv. áskorun hans var þessi tillaga Finnboga felld. Þegar þess þannig er gætt, hvernig yfirstjóm sjávarútvegs- í fjölmennar nefndSr. málanna er varið, þarf engan að furða, þótt hagsmuna hinna smærri fiskframleiðenda sé ekki vel borgið. Svínsleg eyðsla á almannafé. Það lætur að líkum, að þessar fjölmennu nefndir kosti sjávar- útveginn drjúgan skilding, ekki sízt þegar þess er jafnframt gætt, að margir þessara nefnda- manna telja það sína einu skyldu að hafa sem mest af al- menningi. Ekki þarf heldur ann- að en gægjast í skýrslur þess- ara nefnda til að ganga úr skugga um, hvíiíkar blóðsugur þétta eru á sjávarútveginum. Laun framkvæmdarstjóra og starfsmanna S. í. F. voru frá 1. júní 1935 til 30. júní 1936 kr. 169.323,50, og laun fiskimála- nefndar og skrifstofufólks hennar voru árið 1935 kr. 29.410,00, en árið 1926 kr. 41.- 006,32. Blaðinu er ekki kunnugt um, hve síldarútvegsnefnd borg- ar mikið í laun, en ábyggilega er það ekki minna en hjá hinum nefndunum. A. m. k. er svo á- kveðið í 2. gr. laga nr. 74 frá 1934, að nefndin geti tekið allt að 2% af andvirði seldrar síldar upp í kostnað af störfum sínum. Af þeim upplýsingum, sem fyrir hendi eru um launagreiðsl- ur til þessara nefnda, má því ó- hikað fullyrða, að þær nema aldrei minna en 300.000,00 kr. árlega, en það er jafn-mikið og rekstrarlialli alls síldveiðiflotans nam á árunum 1929—1932. En þessar nefndir kosta meira en nemur launum nefndar- manna. T. d. má nefna, að árið 1936 eyddi fiskimálanefnd um 2000 kr. í drykkjarveizlur Héð- ins olíusala og kumpána hans, 10,7 þús. kr. í símtöl og sím- skeyti, um 2000 kr. í ferða- kostnað og 1000 kr. í bílaakstur. Árið 1936 nam allur rekstrar- kostnaður fiskimálanefndar kr. 65.353,17, en öll útgjöld hennar voru kr. 209.995,94. Árið áður höfðu þau verið kr. 139.311,08, svo að drjúgum miðar nefndinni áfram í eyðslunni. . Þá er S. í. F. ekki þurftar- minna. Frá 1. júní 1935 til 30. júní 1936 voru útgjöld þess 450 þús. krónur, og má sérstaklega geta þess, að á því ári var eytt 41,6 þús. kr. í ferðalög innan lands og utan. Með hliðsjón af þessum tölum eru útgjöld allra nefndanna lágt áætluð 1 milljón kr. á ári. Þetta er þungur baggi á hverjum atvinnuvegi, ekki sízt þegar hann er þrautpíndur eins og sjávarútvegurinn. En bitl- ingadýrin hugsa ekki um það. Þau eru ánægð, ef þau fá að- eins nógu mikið sjálf. En fiskframleiðendurnir og þá fyrst og fremst þeir smærri eru ekki ánægðir með þessa skipun málanna. Þeir sjá vel, að óþarfi er að hafa 19 menn á háum laimum til að sólunda þeim verðmætum, sem þeir draga á land. Það er eklti í þágu fiskframleiðendanna, að fiski- - málanefnd eyðir 11 þús. kr. í kvikmyndatöku af samkvæmis- lífinu á Iiótel Borg, að Fritz Kjartanssyni era veitt 300 sterlingspund í óhófslíferni suður í Póllandi, að Eiríkur Sig- urbergsson fær 30 sterlingspund á mánuði, auk ferðakostnaðar, til að kynnast lifnaði vissrar tegundar þjóðfélagsþegna í Frakklandi, Belgíu og Hollandi, eða tapar 42 þús. kr. á för Sig. Jónassonar til Ameríku. Ekkert af þessu vilja útvegs- menn. Ekkert er fjær geði alls þorra þeirra manna, sem að sjávarútvegi vinna, en svínslegt fjárbruðl í óhófslíferni og ann- að svall. Vilji útvegsmanna og sjómaima. Það sem útvegsmenn og sjó- menn vilja fyrst og fremst er, að yfirstjórn mála þeirra sé í höndum manna, sem meta meira hag útvegsins en sjálfra sín, eða þeirra klíka, sem þeir eru útsend- ir af. Sjómenn og útvegsmenn vilja samræmi og styrk í yfir- stjórninni, en ekki slettireku- skap og togstreituforráðamann- anna eins og nú á sér stað og aðeins er til ills eins. Gleggsta dæmið um það er fiskisending- in með Steady til Ameríku, sem á töpuðust beint 42 þús. kr., auk alls hins óbeina taps, vegna

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.