Valsblaðið - 01.01.1939, Page 5
VALSBLAÐIÐ
5
NOTIÐ
SNJÓINN.
Yeturinn er sá timi ársins, sem
knattspyrnumennirnir verða að
leggja knöttinn lil iiliðar og láta
hann bíða vorsins. Það er þvi
ekki furða, þó að þeim leiðist
þessi árstími og biði vorsins með
mikilli óþreyju og eftirvæntingu,
svo bægt sé að byrja æfingar á
vellinum.
Veturinn verður ekki umflú-
inn, en þar með er ekki sagt, að
knattspyrnumennirnir eigi að
leggja árar í l)át og biða vorsins
með hendur i vösum. Nei, þvert
á móti er það skylda þeirra að
nota vetrartímann og það, sem
lionum fylgir, á sem bestan bátl
til að halda sér i þjálfun og vera
vel undir sumarið búnir. Þetta er
bægt að gera á ýmsa vegu, og er
nánar rætt um það á öðrum stað
bér i blaðinu. En það er eitt, sem
ég vil sérstaklega benda á i þessu
augnamiði, það eru skiðaferðir.
Nú á siðustu árum hefir skíða-
íþróttin náð mikilli úlbreiðslu
meðal Reykvíkinga og á eflaust
eftir að aukast mikið enn. Það er
engin tilviljun, að svo er komið,
þvi það er í fyllsta samræmi við
gildi og gagnsemi þessarar íþrótt-
ar fvrir eldri sem yngri. Þeir, sem
reynt hafa, hve lieillandi það er
og skemmtilegt, að ganga á skíð-
um um fjöll og firnindi, og bruna
niður brekkur i beilnæmu fjalla-
lofti, telja ekki eftir lítilsbáttar
erfiði, sem samfara er skiðaferð-
um, eða peningana, sem fara í
útbúnað og fargjöld.
Með tilliti til þess, sem að fram-
an er sagt, er það gleðiefni, að
allmargir Valsmenn hafa undan-
farna vetur iðkað skíðagöngur,
en samt eru margir, sem hafa
látið það dragast að byrja. Nú fer
færið að koma, og þá er ekki eft-
ir neinu að bíða. Ef áliugi félags-
manna reynist mikill fyrir skíða-
ferðum, verður þess eflausl ekki
lengra að bíða, að skiðaskáli Vals
vei'ði reistui', en næsta sumars.
Það hefir þegar vei'ið bafinn
undirbúningur til að lirinda mál-
inu í framkvæmd, og verða fé-
lagsmenn vonandi fljótir til, er
til þeirra verður leitað í þessu
augnamiði. Gagnsemi eigin skíða-
skála yrði félaginu ómetanleg, cr
fram líða stundir, bæði til að efla
og bæta félagslífið, og ekki sið-
ur til að auka tækifæri félags-
manna til að búa sig undir sum-
arstarfið með þróttaukandi og
heilnæmum skiðaferðum.
Valsmenn, yngri sem eldri! Á
meðan ekki er bægt að æfa á vell-
inum, þá notið skíði og snjóinn
til að .auka þrótt ykkar og þol!
‘ Si.
f
Islands og Reykjavíkurmeistarar VflLS 1938.
Talið ofan að frá vinstri: Frímann Helgason, Grímar Jónsson, Jóhannes Bergsteinsson, Hrólfur Benediktsson, Sigurð-
ur Ólafsson, Hermann Hermannsson, Gísli Kjærnested, Guðm. Sigurðsson, Magnús Bergsteinsson, Egill Kristbjörnsson,
Björgólfur Baldursson, Ellert Sölvason, Þórarinn Þorkelsson, Bolli Gunnarsson og Sigurpáll Jónsson.