Valsblaðið - 01.01.1939, Síða 7
VALSBLAÐIÐ
7
^\xzpplei/uu\
Suðurgata.
Sól og vor!
Léttir drengir, líf og þor.
Hróp og köll
heyrast öll.
Stefnan tekin suð’r á völl.
K. R.—Valur! kallað er.
Hvernig fer?
Ekki er gott að giska á,
gaman verður nú að sjá.
Kaupum miða. Komum inn.
Hvar er söludrengurinn!
Fyrri hálfleikur.
Stúkusæti.
Stimpingar og læti.
En sá fjöldi’ af fólki hér;
fleiri þúsund, sýnist mér.
Flautað út.
Veifað klút.
Vaskir drengir hlaupa út.--
Nú komst öll á fleygiferð
fólksins ínergð.
Fólkið illum látum lætur;
langir slánar, kaupmannsdætur.
Ert þú ekki K. It.-ingur?
Hattur fýkur,
fyr en lýkur. — —
Svo er kallað: Hvar er Schram,
kemst hann í sinn gamla ham?
Afram Steini, elsku vinur,
Einhver stynur!
Jóhannes sem fákur flýgur;
fram hjá smýgur.
Sentrar eins og centlemaður.
Sá er hraöur.
Svona skiptast upphlaup á.
Einhver lá.
Hver er sá?
Alveg frá?
Jæja þá.
hú*t Hvtar
ERA SlMILLON
5NYRTIV0R U R
Seinni hálfleilcur.
Svo er aftur flautað fljótt,
fólkið ekki lengur hljótt. — —
Gvendur skallar.
Frímann kallar:
Áfram hetjur allar!!
Hansi-mann á lilaupunum
hefur vald á boltanum.
Hrólfur taklar.
Hermann spriklar. — — —
Þarna verður háska-hark.
Hart var skotið.
Ekki mark! — —
Pípt og æpt á pöllunum;
pottlok fuku’ af skiillunum.
Hrópað hátt,
hlegið dátt.
Sá var leikinn grátt.
IJoltinn hoppar
hátt og skoppar,
hann, sem sjaldan stoppar.
Fólksins ekki linna læti.
Líf og kæti.
Ekkert sæti?
Allir kalla:
K. R.!—Valur!
Sá er svalur.
Fríspark, hendi hrópað er.
Hvað er það, sem sýnist mér.
Dómarinn hann dæmir hart.
Drottinn minn! nú er það svart.
Heyrist ekki manna mál.
Allt í bál. — — — —
Stillt er upp á straffispark.
Stilltur vinur. Það varð mark!!!!
G u ð m. Sigurðsson.
INNANHÚSSÆFINGAR.
Innanhússæfingar félágsins eru i I.
IL-húsin, sent hér s'egir:
I. fl o k k u r:
Mánudaga kl. 9—10
Miðvikudaga — 9—10
11. flokkur:
Þriðjudaga kl. 9—10
Fimtudaga — 9—10
Kennari er Baldur Ivristjónsson.
hefir öðru hvoru skrifað kunningjum
sínum í Val, siðan hann fór og sagt
að nokkrú frá högum s'inum.
Þegar hann fór héðan i haust, héll
hann fyrst til London og dvaldi þar
nokkra daga hjá kunningja sínum, i
góðu yfirlæti. Hann héll svo lengra
suður á bóginn, til Exeter í Devons-
hire, og hefir dvalið þar síðan, hjá
aldraðri frænku sinni. En ekki hafði
hann lengi hafst þar við, áður en hann
fór að fá kippi i fæturna af að vera
áhorfandi að knattspyrnu þar syðra.
lvomst hann fljótlega að á æfingum i
knattspyrnufél. Exeter City, sem leik-
ur í III. flokki atvinnumanna, og
var í haust neðan við miðju i
kepninni. Eftir að hann hafði
tekið þátt í nokkrum æfingum,
komst Murdoch inn í aðalliðið, og hef-
ir nú tekið þátt í nokkrum leikjum;
má að sjálfsögðu gera ráð fyrir, að
hann hafi leikið þar með lífi og sál,
j)ví eins og við munum, gekk Murdoch
altaf allur upp i leiknum, hvort sem
hann var með I. fl.-mönnum, eða hann
lék með smástrákum inni á baklóð-
um. En hvernig svo sem Murdoch hef-
ir staðið sig lijá Exeter City, hefir það
þó hækkað mjög í röðinni i siðustu
leikjum, en ekki hefir Murdoch látið
þess að nokkru getið, hvering hann
hefir staðið sig, — þess var heldur
varla að vænta, svo yfirlætislaus sem
Murdoch er, — en það er ekki að ófyr-
irsynju, þó að maður geti sér til um,
að Murdoch eigi einhvern þátt í vel-
gengni félagsins upp á síðkastið.
Annars er það dáhtið kátbroslegt fyr-
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.
Prentun — Pappír — Karton —
Strikun — Upphleyping á letri
— Gúmmistimplar — Umbúðir
um snyrtivörur o. s. frv. —
VANDAÐUR FRÁGANGUR. — SANNGJARNT VERÐ.