Valsblaðið - 01.02.1940, Síða 1

Valsblaðið - 01.02.1940, Síða 1
 r JVa 149079 | VALS 1 TBL. BLAÐIÐ 2. ÁRG. — FEBRÚAR 1940 árum 1 tilefni þess, að á síðastliðnu sumri voru 20 ár liðin frá því Valur vann fi/rsta knattspyrnu- mót sitt, birtum vér hér mynd af sigurvegurunum. Á mótinu, sem jafnframt var fyrsta knattspyrnumót, sem hald- ið var fyrir II. aldursflokk hér á landi, var keppt fyrsta sinni um fagran bikar gefinn af íþrótta- frömuðunum A. V. Tulinius og Agli Jacobsen. Bikar þennan vann Valur til eignar 1922, og er það fyrsti verðlaunagripurinn, sem Valur eignast. ÖIl félögin hér, Fram, K. R., Víkingur og Valur, tóku þátt í mótinu, en Valur bar sigur úr býtum á öllum leikun- um, samkvæmt ársskýrslu Vals þetta ár. Ársskýrsla þessi virðist þó ekki ábyggileg, enda ónákvæm, öfugt við skýrslur félagsins fram að þeim tíma. Hinsvegar er að finna allnákvæmar upplýsingar nm mót þetta í bókum K.R. og hefir Sigurður Ólafsson góðfús- lega leyft okkur að birta þær hér. — FÉLAGSBLAÐ KNATTSPYRNUFÉLAGSINS V A L U R — Fyrstu sigurvegarar Vals, II. fl. 1919. Samlcvæmt þeim kepptu fyrst Fram og K.Ii. (3:2) og Víkingur —Valur (5:2), en báðir þessir leikir dæmdir ógildir, vegna þess að einn maður reyndist of gam- att í þrem félögunum, Fram, K.R. og Víking, og mótið því byrjað af nýju. Fóru leikar þá sem hér segir: Fram—K.R. 1:1, Valur— Víldngur 1:1, Valur—Fram 2:0, K.R.—Víkingur 1:1, Fram-Vík- ingur 2:1, ValurK.R. 1:0. Keppendur í þessari sigursælu sveit eru, tatið frá vinstri: Aft- asta röð: Pétur Kristinsson, Hall- dór Árnason, Daníel Þorkelsson, Hannes Pálsson, Gunnar Guðjóns son. Miðröð: Magnús Guðbrands- son, formaður fél., Aðalsteinn Guðmundsson, Ingi Þ. Gístason, Sigurður Haukdal, Óskar Bjarna- son og síra Friðrik Friðriksson. Fremsta röð: Angantýr Guð- mundsson, Marínó Erlendsson og Markús Helgason. Sigur þessi er félaginu ckki síður minnisstæður fyrir það, að hann er hinn fyrsti sýnilegi vott- ur um blessun þá, sem félagið átii eftir að njóta af stofnun yngri deildar félagsins, sem þá var stofnuð fyrir þrem árum, i þeirri trú, að hún gæti orðið „góð uppeldisstofnun fyrir unga drengi í knattsparki". Hann er og tal- andi vottur þess, að þá aðeins er framtíð eins knattspyrnufélags trygð, að það eigi og htúi að ung- tinga- og drengjaflokkum sínum af fremsta megni, en það er ein- mitt með stofnun „Yngra-Vals“, eins og II. fl. fél. þá var nefnd- ur, að viðgangur og vöxtur fé- lagsins lxefst, sem síðan hefir lyft því á æðsta beklc, meðal bestu íþróttafélaga þessa lands.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.