Valsblaðið - 01.02.1940, Síða 5

Valsblaðið - 01.02.1940, Síða 5
• V A L S B L A Ð I Ð Utanför Vals og Víkings 1939 Eftir Frímann Helgason Síðan 1935 má segja, að verið hafi óslitið samband milli þýskra og íslenskra knattspyrnumanna. Island hefir tvisvar verið lieim- sótt af þýskum knattspyrnu- mönnum og tvær knattspyrnu- ferðir verið farnar héðan til Þýskalands á þessu tímahili. Auk þess fengum við l'rá þeim knatt- spyrnumyndina og knattspyrnu- kverið o. fl. Tel eg að alt þetta liafi orð- ið til þess að marka spor i knatt- spyrnuárangurinn hér. Síðustu viðskifti þessara þjóða á sviði iþróttanna, er Þýskalands- för Vals og Víkings á síðastl. sumri, og hefi eg verið beðinn að þjappa þeirri ferðasögu saman í greinarkorn það, er hér fer á eft- ir, því rúm er lítið. Mér er það ljóst, að eg get ekki gert efninu þau skil, er þyrfti, og bið eg les- andann að afsaka það. Héðan var lagt af stað með „Goðafossi“ þ. 15. ágúst, og voru í förinni 21 maður: 18 leikmenn, 2 fararstjórar og 1 blaðamaður. Fara hér á eftir nöfn þeirra: Her- mann Hermannsson, Grímar Jónsson, Sigurður Ólafsson, Frí- mann Helgason, Jóhannes Berg- steinsson, Hrólfur Benediklsson, Egill Kristhjörnsson, Gísli Kærne- sted, Ellert Sölvason, Sigurpáll Jónsson, Snorri Jónsson, Björg- úlfur Baldursson og Ólafur Sig- urðsson, er var aðstoðar-farar- stjóri, allir frá Val. Úr Víking voru: Brandur Brynjólfsson, Haukur Óskarsson, Edvald Belir- ens, Þorsteienn Ólafsson, Gunn- ar Hannesson, Björgvin Bjarna- son og Gísli Sigurbjörsson, sem var fararstjóri og upphafsmaður að þessum ferðum og heimsókn- um. Ferðin á hafinu gekk vel, þó suðvestan kaldi velti öldum, er höfðu slæm áhrif á fótavist og matarlist þessara ferðalanga. í Vestmannaeyjum var dvalið í 8 klsl., og var knattspyrnuvöllur- inn þar skoðaður. Til Leitli var svo komið þ. 18. ágúst, og haldið ])aðan aftur strax nóttina eftir, á- leiðis til Þýskalands. Þá tvo daga, sem þessi sigling tók, var æft af kappi um horð lilaup, spretthlaup og skallaæfingar. Var knöttur festur í hand uppi í reiða. Komu þessar æfingar í góðar þarfir, og voru auk þess dægrastytting á logntærum, sólskreyttum Norður- sjónum. Til Þýskalands — Ham- borgar — fyrirheitna landsins, var komið að kvöldi þ. 20. ágúst. Var þar tekið á móti okkur af Gisla Sigurhjörnssyni, er farið hafði út nokkru áður, og nokkr- um knattspyrnuleiðtogum Ham- horgar. Var haldið til i skipinu um nóttina. Daginn eftir sækja ])eir Dr. Erhach og Buchloli okk- ur, og fara með okkur til Duis- borgar, sem er í suðvestur Þýska- landi. Þar dveljum við í 4 daga. Borgarstjórinn i Duisborg fram- kvæmdi opinberar móttökur flokksins fyrir horgarinnar hönd. Svipaðar opinberar móttökur fengum við í þeim borgum, er við gistum, svo sem í Essen, Tri- er og Bremen, og vorum leystir út með myndum og bókum frá þessum stöðum. Það væri gaman að geta lýst og sagt frá öllu þvi, er fyrir aug- un har, og hin einstöku fyrirtæki og stofnanir, er okkur voru sýnd- ar, er rúrnið leyfir ekki slíkt; að- eins vil eg nefna nöfn þess lielsta: íþróttavellir Duisborgar, róðra- hrautir, baðstaður, íþróttaskóli, alt í sambandi hvað við annað. Kruppsverksmiðj urnar, höfnin, sem er stærsta innanlandshöfn i heimi. I Essen var kepl 2. ágúst og töpuðum við 4: 2, eftir góðan leik og ágæta blaðadóma. Essenliðið var mjög sterkt lið, að dómi Þjóð- verja sjálfra. 25. ágúst er farið til Trier, sem er landamæraborg á suðvestur-landamærunum. Þar er ekki dvalið nema náttlangt, því að um morguninn fáum við til- kynningu um, að úr leiknum þar verði ekkert, og við eigum að liverfa þaðan á brott sem fyrst, vegna hernaðarundirbúnings og stríðshættu. Var haldið þaðan rakleitt til Duishorgar aftur, og dvalið þar í 3 daga, meðan beð- ið var átekta um, hvort úr stríði yrði eða ekki. Síðan haldið til Bremen og keppt þar við Brem- enliðið, sem endaði með sigri Þjóðverja 2:1, — en liefði eins gelað endað öfugt, eftir gangi leiksins, en „frú“ heppni var ekki með okkur þann daginn. Vegna ástandsins i alþjóðamál- um, þótti ekki hyggilegt að dvelja lengur i Þýskalandi, og því var Framh. á bls. 13. MeS Þýskalandsförunum sjást: Lengst lil vinstri Buchloh, Dr. Erbach, Geilen- herg, borgarstjórinn í Gladbach, við hlið Gísla, og fremst fyrv. forseti þýska íþróttasambandsins, Hinze.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.