Kyndill - 01.11.1951, Blaðsíða 8

Kyndill - 01.11.1951, Blaðsíða 8
A VIÐ OG DREIF Viðtal við keflviskjt húsmóðir Keflavík er annanna bær. Allir eru þar önnum kafnir frá morgni til kvölds, og það svo, að félagslíf er lítið vegna þess að fólk hefur vart tíma til að taka 'þátt í því! Tíðinda- maður Kyndils skrapp þangað suð- ur eftir um daginn og hitti þar að máli frú Guðbjörgu Þórhallsdóttir, er hún var nýkomin heim frá vinnu í einni söltunarstöðinni. „Ekki sýnist atvinnuleysi vera hér. Húsmæðurnar jafnvel farnar að salta!“ „Já, hér hafa allar hendur nóg að starfa. Bátarnir fara út á kvöldin og koma að á morgnana; þá er afl- inn ýmist fluttur í frystihús eða í söltunarstöðvarnar, ef síld er. Þá er oft, að fólk vantar til að salta, og þá bregðum við húsmæðurnar okkur í söltunargallann eins og „í gamla daga!“ „Og hvað geturðu sagt okkur fleira um atvinnulíf hér á staðnum?" „Ja, eins-og kunnugt er, þá er nú Keflavík fyrst og fremst fiskibær og flestir íbúanna eiga afkomu sína undir sjónum, enda höfum við oft orðið að gjalda honum skatt. A ver- tíðinni streymir hingað fjöldi að- komufólks og margir bátar og þá er nú mikið að gera. Á síðustu ár- um hafa og allmargir fengið vinnu á flugvellinum, bæði karlar og kon- ur, ýmist hjá flugvellinum sjálfum (þ. e. hótelinu, þvottahúsinu eða flugstjórninni) eða hernum nú allra síðast. Hundruð manna vinna þar nú hjá Sameinuðum verktökum, er annast byggingarframkvæmdir fyrir varnarliðið. Annars er nú víst eitt- hvað úr þeirri vinnu að draga. „Já, vel á minnst, flugvöllurinn. Hvernig er að vera í þessu nábýli við flugvöllinn?“ „Eins og ég sagði áðan hefur all- margt fólk héðan atvinnu sína „upp á velli“, bæði karlar og konur. Sam- búðin er nokkurnveginn snuðru- laus; smá árekstrar kunna að verða endrum og eins, eins og eðlilegt er, þegar um tvær þjóðir er að ræða, en annars held ég að ekki sé mikið um slíkt. Margt hefur verið ritað og rætt um ólifnað á Keflavíkurflug- velli, og 'því miður er margt af því sízt orðum aukið, að manni virðist. En þessum sögum hefur oft fylgt að keflvískar stúlkur séu einna at- hafnasamastar í þessum „bransa“. Þetta er áreiðanlega rangt, því að langflestar keflvískar stúlkur, hvort sem þær vinna þar eða ekki, taka engan þátt í þeim ólifnaði er þar kann að vera. Og ég legg áherzlu á þetta. Keflvískar stúlkur hafa oft kvartað undan þessum ósönnu ásök- unum, sem þeim saklausum að von- um svíður. Hvað herinn snertir, vit- um við varla af tilveru hans, því að varla sést hermaður hér á götum úti, eða annarsstaðar. „Lengi hefur mig langað að spyrja „nútíma“ konu um álit hennar á kvenréttindamálununum svoköll- uðu.. Hvert er þitt álit?“ „Eg álít, að konur eigi og 'hljóti að standa körlum jafnfætis á öllum sviðum þjóðlífsins, enda þótt aðal- starf konunnar hljóti ætíð að vera á 8 KYNDILL

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.