Vörður


Vörður - 28.02.1925, Side 6

Vörður - 28.02.1925, Side 6
6 VÖRÐUR framvegis er hann þykist þurfa að bera frjettir milli manna. Að jeg hafi verið að niðra uilarsöiu Sambandsins mjer í hag, er algjörlega ósatt. Eða getur hr. Guðbrandur sannað það, að jeg hafi verið að bjóða hærra verð fyrir ull, heldur en jeg mintist á að samb. hefði selt fyrir? Og verð það er jeg nefndi að Samb. hefði selt sina ull fyrir sem sje 4,60 finn jeg ekki annað en komi furðanlpga vel heim við ullarverð Kaupfjelags Hailgeirs- eyjar, þar sem jeg tók það skýrt fram að hjer væri átt við dansk- ar krónur, en ekki islenskar, ella væri þetta enginn sala. En sem kunnugt er var dönsk króna á þeim tíma ekki mikið hærri en islensk. Og hvernig svo sem ullarverðið litur út á reikning- um Kaupfjelags Hallsgeirseyjar, þá er mjer fullkunnugt um að það seldi einmitt hr. Aage Ber- leme, fyrir kr. 4,50—4,50 pr. kg. — Og vill nú ekki hr. Guðbr. Magnússon skreppa til Reykja- vikur og útvega sjer annað betra viðeigandi vottorð hjá hr. framkv.stj. Jóni Árnasyni, um það hve marga ullarsekki S. í. S. sje i alt og eitt búið að selja hr. Berléme. Við það ætti að koma í ijós hve mikið jeg hefi sagt ósatt. En sögumaður virðist hafa gleymt því sem eiginlega var mergur málsins, i áðurnefndu samtali nefnil., að það væri hr. Aage Berlemi, er keypt hefði umrædda ull af S. I. S„ því það hneyxlaði bæði mig og marga aðra að sambandið skyldi vilja eiga nokkur viðskifti við þann mann, eftir því, semTim- inn, málgagn samvinnufjelag- anna hafði áður orðum um hann farið. Og vil jeg því spyja hr. hrepp- stjórann hvers vegna hann hafi felt það úr frásögn minni er var aðalatriðið. Kanske hann hafi haldið að hann hafi fengið svartan blett á tunguna efhann nefndi Berléme. Eða kanske það bafi orðið að samkomulagi milli hans og Guðbrandar að sleppa þessu úr frásögn minni. Guðbrandur gerir fjelagsmönn- um K. H. L. þær getsakir að þeir muni hlaupa frá fjelaginu ef þeir heyri eitthvað um vöru- verð, hjer eða þar. Finst hon- um þetta ekki dálítið móðgandi, ef um heilbrigða samvinnu væri að ræða. Hann hefir orðið hrædd- ur um að einhverjir Landeyj- ingar myndu fara með ull sína til min, en það hefir honum sennilega verið illa við að kæmi fyrir, því að eins og þar stend- ur: »Hann gat engan á himni vitað heiðri tignaðan, nema sig«, og sýnir hin ómerkilega aðvör- un hans best hve bágt maður- inn hefir átt. En þrátt fyrir alia þessa varfærni, bættust mjer nýir viðskiftamenn, og það úr nánu nágrenni Guðbrandar,jafn- vel þó að jeg gæti ekki boðið hærra verð fyrir ull á síðasta ári heldur en K. H. L. þykist gera. En jeg hef getað skaffað við- skiitamönnum mínum flestar vörur með að mun lægra verði heldur en K. H. L., að þó ó- gleymdu því, að jeg fjekk mín- ar vörur um Vestmanneyjar, og svo fluttar þaðan með vjelbat- um upp að söndum, og vita þeir best er til þekkja hvern aukinn kostnað slíkur flutning- ur hefir í för með sjer, en K. H. L. fjekk sínar vörur beina leið frá útlöndum, með eim- skipi hjer upp að söndunum; og hefðu því verið miklar líkur til að fél. hefði getað boðið betra verð en jeg, og skal nán- ar vikið að verðlagi fél. síðar ef Guðbr. óskar þess. Rjett til- gáta er það hjá Guðbr. að jeg muni vita, að allmikill kostnað- ur dragist frá heildsöluveiði ull- arinnar, við að koma henni í hendur erlends kaupanda. Slíkt dettur mjer ekki í hug að efast um. Að minsta kosti hefir sú regla verið gildandi um þær vörur er K. H. L. hefir haft til sölumeðferðar. Mætti þar til nefna gærur þær er fél. fyrir nokkrum-»árum bauð félagsm. að annast sölu á, og lofaði upp- haflega kr. 3,00 fyrir hvert kg., en borgaöi svo út 2—3 árum slðar með kr. 0,30 pr. kg. Verður naumast annað sagt, en þarna hafi allmikill frádrátt- ur orðið frá því verði, er upp- haflega var lofað. Mætti nefna fleiri dæmi af líku tagi. Og eitt er enn sem síst ætti að koma mjer til að rengja það, að hr. Guðbr. þurfi ekki eitlhvað til hlutanna, sem sje að ábýlisjörð hans Hallgeirs- eyjarhjáleiga, er hið nýstofnaða K. H. L. keypti vorið 1920, jörð og hús fyrir kr. 14000.00, þá i góðu standi, þvi frá henni lór mesti hirðu og myndarmað- ur, en nú fyrir síðustu áramót er sagt að fyrnefndur hreppsstj. Austur Landeyja, og annar end- urskoðandi K. H. L. hafi metið fyrn. jörð með húsum á ca: 7000.00 krónur, og eru þess fá dæmi að jarðir sem ekki hafa orðið fyrir neinum skemdum af náttúruvöldum, geti komist í slika niðuilægingu á svo skömm- um tíma. Og hvers virði skyldi hún veiða eftir næstu 5 ár? Sagt er nú að fjelagsmenn sjeu heldur farnir að fá að kenna á þessum mismun, en vonandi er að þetta sje hinsta kveðjan frá fjel. til þeirra er sögðu sig úr því fyrir 2 árum. Betur að svo væri. Nóg er kom- ið. Annars virðist mjer af kynn- ingu minni við formann og framkvæmdarstj. K. H. L. sem samvinnuþroski geti tæplega á lægra stigi verið, en hjá þessum mönnum, þar sem sá fyrnefndi hefir gert fyllstu lilraun til að eyðileggja fyrir mjer ailmikið verðmæti á erfiðum árstíma, en hinn síðarnefndi á óvenjulega óheiðarlegan hátt reynt að spilla mannorði mínu. Virðist slík framkoma sprott- in af óvenjulegum fautaskap og hvötum sem helst ættu ekki að stjórna orðum eða athöfnum manna. Dalseli 2. febr. 1925. Auðunn Ingvarsson. Bannlag'abrot. Templar sið- asti birtir skrá um bannlagabrot í Reykjavíkur lögsagnarumdæmi s. 1. ar 1924. Samkvæmt henni hafa 33 menn verið dæmdir í seklir eða fangelsi, þar af 5 tvisvar sinnum og 1 fjórum sinnum. Lægstu sektirnar eru 200 kr. en hæsta 2000 kr. og 30 daga fangelsi. E r i n d i flutt að Skarði, á skemti- samkomu þar, 29. des. 1923, af síra Ó/eigi Vigfússgni, Fellsmúla. Framh. Tvær eru aðalstefnurnar í til- verunni, lífsstefna og hel- eða vítisstefna, og eru líka að nátt- úrulögum til orðnar og stjórnast af þeim. Líklega skapast þær, hvor fyrir sig, af efnasamsetning og sam- böndum likamanna; en útstreymi og innstreymi frá alheimssálinni, Guði, getur haft áhrif á þær og svo getur líka hver önnur vera haft einnig áhrif á aðra með útstreymi og innstreymi af lífs- magni sínu, og það bæði í ná- lægð og órafjærlægð. Helgi er góður maður, sem finnur og skilur þýðingu kærleiks og sam- úðar, hugarblýju og velvildar, og þráir þetta eðlilega sjálfur frá annara hálfu, en er líka sjálfur auðugur að velvild og hollum hug til annara og lík- lega als, sem lifir. Fyrir því leggur hann einnig rikasta áherslu á velvild og samúð, svo að þaðan nægi geisla lýsandi og vermandi lífgeislum og far- sælandi lífsinnleiðsla frá einum til annars, til þess að líf og líðan nálgist og fylgi stefnu og velferðarlögum lífsins, en fjar- lægist helstefnuna og vitis- þjáningarnar. Rað er samræmi og samstilling í hinu góða, eða í lífsstefnuna, farsældarstefnuna, sem alt veitur á, og um viður- kenning og fylgd sannleikans í hverju efni sem er. Nýall, eða Helgi Pjeturss, er ósammála »spiritisma« um »anda framlið- inna«, og guðspeki um »endur- ho!dgun«. Pessir »andar« sem spiritistar og fleiri þykjast verða varir við og komast í samband við, sjeu bara blátt áfram nátt- úrlegir menn á eða frá öðrum hnöttum í himingeimnum; en »endurholdgun« eigi sjer engan stað hjer á jörð. Fíest svo köll- uð »andleg fyrirbrigði«, sjeu framkomin eða framleidd fyrir »magnan« vilja og kraftar við- komandi tilrauna-manna, og lagi sig eftir vilja og trú, hugs- unum og vonum þeirra. Mikla trú og aðdáun hefir Helgi á flestum vitringum og heimspek- ingum flestra alda og landa, svo og ýmsum trúarbragðahöf- undum, og notar vel orð og á- lyktanir þeirra, til stuðnings, samsetningar og uppbyggingar heims og lífsfræðikerfis sins, og einnig ransóknir, uppgötvanir-og sannanir annara vísindamanna i flestum greinum. Og mikil er trú hans loks, og glæsileg hug- mynd um ístenska kynstofninn, svo mikil að hann telur, að það- an og ekki annarsstaðar frá, sje að vænta hjálpræðis, sannleik- ans og lífsins fyrir þessa jörð vora og íbúa hennar, sem á að felast i og fást með heims og lífsfræði hans sjálfs, og í viður- urkenning hennar. Og er þá svo að skilja, að hann telji sjálfan sig sendan og kjörinn höfund þessa hjálpræðis. Kenni nokkursstaðar öfga og oflælis bjá Helga, sem annars er bæði auðmjúkur og hógvær, þá finst mjer það vera bjer; og i annan stað nær alt af og al- staðar þar, er um trúarhöfund- inn okkar, Jesúm Krist, eða um orð og verk hans, verður að ræða. Það er bæði bersýnilegt og tilfinnanlegt og að sama skapi undarlegt, að Helgi sneiðir hjá honum, svo sem frekast er auð- ið, og þá sjaldan hann eins og neyðist til að vitna til Krists, eða nefnir hann, þá gerir hann það með fálæti og kulda, og með næsta litilli viðurkenningu. Leynir það sjer ekki, að Helgi rnetur Krist miklu minna en fjölda annara miklu, miklu ó- merkari höfunda; og nýlega hef jeg lesið eftir Helga illþolanlegan samanburð á Kristi og grískum spekingi einum, sem hann telur meiri speking en Krist. Á þessu hef jeg alt af verið meira en hissa, og finst mjer það yera sta rsta og fráleitasta firran, eða fyrirmununin .hjá Helga. En við komum seinna að því. En magnað og máttugt er lífið á stjörnunum. Því að mennirnir þar geta, með vitundar og vi ja- áhrifum sínum, náð hingað til vor, jafnvel frá hinum fjarlæg- ustu stjörnum, haft áhrif á okk- ur, og gert vart við sig, við ýms tækifæri; og sjerstaklega vilja og geta þeir notað, til sam- bands við okkur, svefnástand okkar og látið okkur dreyma; og eins manneskjur hjer í mið- ilsdái, og þá talað fyrir þeirra munn og jafnvel birst okkur í sýnilegri og þreifanlegri mynd. Eu hjer finst mjer Helga verða það sama á, sem hann telur spiritistum verða. Hann heldur því fram, að spiritistar fái, í gegnum sína miðla, raddir og sýnir, sem tjái sig vera anda úr andaheimi, ekki af því, að svo sje í raun og veru, heldur af því, að spiritistarnir sjálfir trúi, og búist við fyrirfram, að þetta sje þannig. En hann at- hugar ekki, að alveg sama mætti hugsa og segja um vitranir og miðilsbirtingar hans sjálfs, að þær segist vera stjörnubúar eða frá stjörnumönnum, af því að hann sjálfur, og meðhjáiparar hans, eru fyrirfram trúaðir á og sannfærðir um, að svo sje. Það má alveg eins ætla, að fyr- irfram sannfæring Helga og hans manna hafi áhrif á opinberanir hans og þeirra, og lagi þær og breyti eftir sjer, eins og fyrir- fram trú spiritista. Og ef þessu er haldið fram, að andavitranir spiritista og stjörnubirtingar, raddir og sýnir Helga Pjeturss hagi sjer og lagi sig eftir trú og tilætlun hvorra fyrir sig, þá fer að verða eitthvað óverulegt, ó- sennilegt og varhugavert við þær í mínum augum, og lægi nærri að halda, að alt þetta, eða mest af því, geti verið heilaspuni eða ímyndunaraflsvefnaður þeirra sjálfra. Annars er það alls ekki ný hugsun eða einstæð ímyndun hjá Helga, að himinhnettirnir, stjörnurnar, kunni að vera mönn- um, eða mannlegum verum bygðar, og ekki heldur það, að við faum, eða kunnum að fá, vist einhversstaðar á einhverri stjörnunni úti í geimnum, þegar vistaskifti okkar verða hjer sein- ast í dauða. Jeg hef frá barn- æsku sjéð og beyrt og vitað margar manneskjur meðal al- mennings — alþýðufólk — bugsa ♦oooooooooooooooooooooo* § VÖKÐ U H kemur út O álaú'gardögum O Ritstj ó rinn: § Kristján Albertson Túngötu 18. §0 Hittist í síma 551 frá kl. 1'/,—27» daglega. O Afgreiðslan: § § Laufásveg 25. — Opin 0 Ö 5—7 siðdegis. Sími 1432. O O Ve r ð: 8 kr. árg. § § Gjalddagi í. júlí. 9 o o ♦OOOOOOOOOOOOOQOOOOOOOO* og segja sem svo, einkum þegar það horfði á og hugsaði um hinar fögru, skínandi og ótelj- andi »hersveitir himnanna«, him- intunglamergðina miklu, stjarna- skarann fríða, um heiðskíra há- vetrarnótt eins og nú: »Undar- legt og nær ótrúlegt er það, ef allur þessi »himneski« hnatta- grúi, er auður og tómur og dauð- ur, og engum lifandi verum bygður, en jörðin okkar litla ein mönnum bygð. Og ætli það geti nú ekki verið, að þessi eða þessi fagra og indæla stjarna nppi í himnahæðum sje eitt af hýbýlunum mörgu í húsi himna- föðursins, sem Frelsarinn, Jesús, talar um«. — Á þessa leið hef jeg, og víst margur annar, hejrrt fólk hugsa og segja; og sjálfur hef jeg oft kent svipaðra hugs- ana eða hugmynda. Stjörnulifs- fræði Helga Pjeturss er því síst fráleit nje frátælandi að þessu leyti, með því og að mönnum alment fellur og lætur betur, að hugsa sjer sjerstaka ákveðna dvalarstaði fyrir alla, og okkur sjálfa eftir dauðann, heldur en alveg óákveðna og óákveðanlega. En á þetta legg jeg alls engan dóm! Jeg get líka hugsað mjer samastað okkar, hvers fyrir sig, eftir dauðann, alveg óákveðinn, og hvar sem vera skal milli himins og jarðar, hvar sem vera skal í hinu víða rúmi geymsins, líkt og spiritistar og fl. En þá þurfum við að vera ofurlítið andlegri en Helgi Pjet- urss vill vera láta. — Skal svo útrætt um það, enda nú komið líklega leiðinlega langt mál um óalþýðlegt og eifitt við- fangsefni. Rjett og sjálfsagt er þó að geta þess, að sjálfar telur Helgi Pjeturss beims og lifs- fræðikerfi sitt alls ekki trúar- bragðakenning eða neitt þess háttar, heldur hrein og bein náttúruvísindi, og vill ekki held- ur, að aðrir skoði kenning hans sem trúarkenning, heldur að eins sem raunveruleg vísindi. En þó vill hann, og leggur þunga áherslu á, að þessari kenning hans sje trúað, og verö- ur honum þar bæði mólsögn og misgáningur. Því vita má hann, sem aðrir, að ef almenn- ingur á að aðhyllast þessar kenningar hans, og fara eftir þeim, þá hlýtur það að gerast fyrir trú, en ekki skoðun eða reynslu. Því að vísindaleg ran- sókn og reynsla í þessum efnum er óhugsanleg og ómöguleg öll- um almenningi. Og þá verður hjer ekki heldur um annað að gera en trú eða trúarbrögð fyrir fjöldann. Branting, foringi sænskra jafnaðarmanna og fyrv. forsæt- isráðherra, er nýlátinn.

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.