Afturelding - 01.01.1938, Side 5
.AFTLRELDING
AÐEINS EITT BILAO
Lestu grein pessa með athygli.
Kvöld eitt gengur háöldruð kvaðarkona, örþreytt
lieim frá vinnu sinni í Stokkhólmi. Þegar hún
kemur á hlið váð afgreiðslu »Evangelii Hároíd« —
þaö er blað Hvítasunnuhreyfingarinnar í Svíþjóð
— , hugsar hún með ,sér: »Skyldi það vera til nokk
urs, að ég taki með mér nokkur blöð til þess að
reyna að selja á leiðinni heim.«. Henni fannst þreyt-
an svíða í hverri taug líkama síns. En s.vo var
liitt, — hún nafði lofað Frelsara sínum ])ví, að
nota hvert tækifæri til þess að koma vitnisburð
inum um hanr, til vegvilltra sálna. Það var nóg —
teningnum va.r varpað. Hún gengur inn á afgreiðsl-
una og biður um. nokkur blöð og hverfur síöan út.
Aldurinn var hinn sami, slitnu fötin einnig hin
sömu, þegar hún kom út með blöðin í hendinni. en
augun ljómuðu af innra starfandi lífi -- hún var
komin í þjónustu Meistarans mesta. — »Má ég
i)iðja yður að gera svo vel og kaupa E. H.?« spuröi
hún einn og annan, sem hún mætti. Flestir sinntu
því alls engu, og litu naumast við. Það voru hátíð
leg tilsvör, ef sagt var: »Nei, þökk fyrir«. Fleiri
op; fleiri götur, fleiri neitanir — fleiri ómaksspor
og vonbrigði. — Þarna sér hún fram undan sér
í fólksstraumnum háan og tígulegan mann, sem
margir líta með virðingu til. Þessum manni er
ekki til neins að bjóða blaðið, hugsar hún með sér.
Þó er eins og eitthvað lokki athygli hennar að
manni þessum,. Hann kemur nær og nær. Hún
lítur niður á slitnu hversdagsfötdn sín: »Nei, það
ei'u víst nógir til að bjóðá blaðið, þó ég lofi honum
að ganga hjá«. »En hvað er þetta annars,?« varð
henni stirax að hugsa. »Ber mér að hræðast nokk-
urn mann, ég, sem er í þjónustu Drottins?« —
»Gott, kvöld, herra, má ég bjóða yður eitt. eintak
af E. H.?« »Hvaða blað er það?« Hún skýrir frá
því, og kemur um leið vitnisburði að um Frelsara
sinn. llpp úr því hófst. hrífandi. samital, ,svo bæði
gleymdu stéttamismuninum. Ökunni maðurinn var
nógu skarpskygn til ]>ess að sjá, að þarna mætti
hann meira, en aðeins varajátningu. Að síðustu
kaupir hann blaðið, og hvort gengur sína leið —
heim.
Þegar gamla konan kemur heim til sín, segir
hún við sjálfa sig, um leið og hún leggur blöðin
fra ,sér: »Aðeins eitt blað selt, þetta hefir ekki
borgað sig«. Maðurinn komi einnig heim til sín
þetta sama kvöld. Strax og hann er kominn inn
á skrifstofu sína, sezt hann niður í hægindastól
og dregur blaðið upp úr vasa sínum og fer aö lesa
það. Furðulegt! Hann mætir þarna svo að segja
sama sannfærandi, brennandi vitnisburðinum,
sem hjá konunni. Blaðið les hann frá fyrstu síðu
til síðustu. Orðin smugu sem beittar örfar inn að
innstu hjartarótum hans, og virtust taka allan frió
og ró frá honum. Hvort sem hann ætlaði aó setja
sig niður við skriftir eða lestur næstu daga, gat
hann á engan hátt bundið hugsunina við það.
Hann var upptekinn af einu umhugsunarefni: Kon
unni og blaðinu, blaðinu og konunni. Hann vegur
vitnisburð gömlu konunnar ásamt lesmáli blaðs-
ins, hvaö eftir annað á vogarskálum ískaldrar
gagnrýni og leggur á móti bókmenntaþakkingu
sína. En því oftar, sem hann gerir það, því léttari
veiður vogarskálin hans. Eftir margra daga stríö
við sjálfan sig, hringir han,n í síma til ritstjóra
blaðsins, er hann hafði séð að var Lewi Pethrus,
og óskar eftir sam.tali: við hann, ef hann vilji gera
svo vel og koma heim til sín. — Pethrus kemur
og þeir tala sarnan í fleiri klukkustundir. Að lok-
um krjúpa þeir báðir og biðja til Krists, •— og
þar írelsast hinn víðkunni, sænski rithöfundur,
Sven Lidman.
Næsta ár — og lengur, er Sven Lidman maður-
inn, sem stendur við veginn og virðir fyrir sér meö
hverjum hann skuli ganga. Hann óar við þvi ad
ganga inn í söfnuð Hvítasunnumanna, því að ein-
mitt þá stóð styrinn sem hæst þar í landi um
hreyfinguna. Að vísu sá hann og kannaðist við
frelsið og gleðina, ,sem einkenndi þetta, fólk frarn
yfir margflesta aðra tr.úaða. Af þessu hreifst
nann og fannst þá, ínörgum. sinnum, sem hann
væ.ri bein af þeirra beinum. En þá var það bók-
menntaheiður hans. — Hann var í veði, áleit hann,
ef hann gengi inn í eldinn til Hvítasunnumanna.
Á sama tíma gekk hann á samkomur til annara
frjálsra safnaða, sá og heyrði, gagnrýndi og vóg.
En eftir því sem hann hlustaöi oftar á aðra
'öfnuöi, var því líkt, sem seguhnögnuð áhrif
drægju hann aftur að því, sem hann var að flýja.
Um stund hverfur Sven Lidman á bak við tjald-
ið, svo að segja, en það er ekki lengi. Áður en nokk-
urn varir, er ný bók komin á bókamarkaðinn eftir
hann, sem. heitir: »Huset med de gamla fröknarna«.
í'leiri ritdómendur skrifa um bókina, þar á meðal
Fredrik Böök, prófessor í bókmenntum, og' einn
með allra skörpustu ritdómendum Svia. Hann
5