Afturelding - 01.01.1938, Page 6

Afturelding - 01.01.1938, Page 6
AFTURELDING. seídi' bók þessa eina af allra beztu, ef ekki þá beztu bók, sem, Lidman hafi skrifað. — 1 bókinni leiðir skáldið fram tvær konur — »de tva frökn- arna« —, ásarnt mörsíu fleira irúuðu fólki. Rauðu þræðirnir fléttast einkumi um þessar tvær konur, ,sem báðar tala tung'um, og svo palladóma annara um þær og þeirra líka. — Lidman hefir verið mjög rómaður fyrir snjallar mannlýsingar í .rit vei'kum sínum, en í bók þessari virðist hann ná há- tindi ritsnilldarinnar. — Bókin, sem sagt, fjötrar lesarann fastan við sig, þar til niðurlags punktur- inn rennur fyrir sjónhimnu augans, og- leynir eng- ann því, hvar trúarhyggð skáldsins hefir fundið dýpstan samruna. Skömmu síðar gengur Sven Lidman inn í Hvíta- sunnusöfnuðinn í Stokkhólmi og gerðist, ritstjóri »Evangelii Hárold«, sem þá var lítiö blað hreyfing- arinnar og gefió út í nokkrum þúsundum eintaka. iNú hefir þa.ö verið stækkað upp í 20 síöur í stærra broti en Afturelding og kemur út vikulega í 40 þúsund eintökum, og Lidmian er stöðugt ritstjóri þess og prédikari við söfnuóinn, sem er á sjötta þúsund meðlima. Hygg að gömlu kvaðarkonunni, er getið var um í upphafi þessarar greinar, þar sem, hún gengur götu eftir götu, örþreyt,t og háöldruð, en sannfærö u;n það, að henni beri aó vinna verk þess, sem sendi hana, meðan dagur er, því það kemur nótt þá enginn getur unnið. 1 augum okkar er hún sem íarvegur lindarinnar, er leitar eftir hinni minnstu smugu í harðan leirinn, til þess að þrengja sér þar inn til að vökva og miLda jaröveginn, fyrir fræió, sem fellur úr hendinni, sem sáir. Þegar dagar og nætur hafa liðið, hefir iðgræn hvönn vaxið upp af fræinu, sem féll í sólbrenndan leirinn — og nú speglar hún sólarljósið í daggartárum sínum. — Þaö er, himininn hlær í augum hins endurleysta. Kvaðarkonan hafói sáð, annar var kallaður til þess að vökva, en Guð gaf vöxtinn í því að hann andaði á leirinn — og minntist trúrrar þjónustu. Sérðu gömlu konuna? Villtu fara og gera slíkt hið sama? Þá er Afturelding heppilegasta blaöið til þess að taka í hendina. Viltu útbreiða Aftur- elding? (Heimildirnar að þessari grein eru teknar eftir merk- um manni, kunnugum því, er skýrt er frá hér). ,• Á. E. Sagan Hugrakki drengurinn frá Kamerún er komin út sérprentuð. — Verð 75 aurar í kápu. Úr einu bréfi. Kæra systir, Þórbjörg! Elsku systir í Jesú! Frió- ur Guðs ,sé meö þér og þínum. Það gladdi m,ig* ósegjanlega mikið bréfið þitt og inndæla blaðið, sem þú sendir okkur. Eg vissi ekki, að þaó væri til, annars hefði ég verið búin að eignast það. En það er dásamlegt, hvernig Drottinn leiðir sín börn saman, þó að þau séu í svo milkilli fjarlægð, sem við erum. Eg var nýbúin að sjá í blaði að heiman, að það væri til Hvítasunnusöfnuður í Vestmanna- ej'jum, en hverjir í honum voru, vissi ég ekki. Ég ei svo glöó og Guði þakklát, að ha,nn hefir vakio upp fólk, til þesis að fl,vt,ja Islendingum heima hinri sídasta boðskap; að Jesús sé að koma affur til aó sækja sitt frelsaða fólk, og að menn verði að iðr- ast af hjarta allra sinna synda, og aó Kristur er reiðubúinn að taka okkur í sátt við sdg og þvo okk- ur í sínu heilaga blóði. Þetta er það, sem hann hef- ir gert fyrir mig. Hvernig getur maður komið oixi- um að því þakklæti, sem maður hlýtur að bera til Drottjns fyrir hans dýrðleg-u náð, að vekja mann af syndasvefninum og leiða mann til Jesú, þar sem rnaður fæ<r fullvissu um fyrirgefningu allra sinna synda og gleði og frið hjartans. Ég er svo glöð, ejsku .systir. Ö, að ég gæti horfið heim og vitnað um minn blessaða Frelsara, hvað hann hefir gert fyrir mig! Nú getur þú séð, að Drottinn hefir stjórnað þér með að senda mér blöðin. Ég ætla nú aö panta nokkur blöð til að láta, senda fólki hér, ef það mætti verða til þess að vekja, einhverja mannssál upp af syndasvefninum. Ég vona, að vinirnir biðji svo heitt fyrir þessu, að það verði Guði t;il dýrðar. Hér eru Hvítasunnusöfnuðir, en fáir Islendingar vilja taka á móti þeirra boðskap. Ég hefi alltaf verið í lútherskum söfnuði, þar til fyrir rúmu ári síöan,. að ég gekk úr honum, því ég gat ekki verið þar lengur. Af ti'lviljun fór ég á samkomu með ís- Jenzkri konu, sem tilheyrir Postulatrúarsöinuði. Hún var mikið veik og ætjaöi að biója söfnuðinn að biðja fyrir sér. Hún var oft búin að segja mér, að hún væri endurfædd, en ég skildi þaó ekki, en var alltaf óánægð með mitt trúarlíf. Ég þráði að finna Jesú, svo ég fór með henni. Hún læknaðist líkamlega, en ég andlega. Lof sé Guói! Þegar ég var kropin niður og farin að biðja Jesú að taka mig í sátt við sig, þá Jeið eins og ljós yfir m,ig, mér fannst eins og Frelsari minn stæði þar; og ég varð al.’t önnur og ný manneskja. Síðan hefi ég verið- 6

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.