Afturelding - 01.01.1938, Side 8
AFTURELDING.
IMMANUEL MINOS
Ferðasaga svertingjaclrengs.
Eftir Gunneríus Tollefsen.
Formáli.
A ferðum okl;ar hjónanna ásamt Immanúel litla hefi
ég oft verið beðinn að gefa upplýsinga.r um drenginn
ckkar. Þetta hefi ég gert með ánægju. En í gegnum við-
tnl við fólk hefi ég sannfærst um, að marga fleiri, en
ég hafði hugmynd uni, langar til að heyra eitthvað um
hann.
Til j.essara mörgu er nú bók skrifuð, og er það ósk
mln og von, að sérstaklega æskulýðurinn og sunnudaga-
skólarnir I landinu fái áhuga fyrir þessari frásögu um
drenginn frá frumskógum Afríku.
Osló í janúar 1934.
lliii'undiirinii.
Síðan ég kyntist Immanúel Minos og fósturforeldrum
lians, á ferð minni I Noregi 1936, hefi ég haft hug á að
kynna íslensku börnunum þennan frábæra dreng, sem ef-
laust er yngsti prédikarinn á Norðurlöndum. Prátt fyrir
það, að hann er kominn alla leið frá svartmyrkri heiö-
indómsins í Afríku, og þrátt íyrir það að hönd hans er
dökk »af ljósi sólar«, er sál hans björt og hrein og tær
og leitast við að endurspegla mynd Frelsarans, sem Imm-
anúel litli elskar og tilbiður. Um það vitnar lika þessi
a.'fintýralega saga hans, sem birtist hér lauslega þýdd
úr norsku. —
Pað hefir komið til mála, að Immanúel heimsækti Is-
land næsta sumar, og verður hann þá vonandi búinn að
cignast marga vini meðal lesanda »Aftureldingai’«, sem
f.igna komu hans.
Kristíu SæmuiHls.
Um fjögur fyrstu ár Immanúels, áður en hann
kom til okkar, er í raun og veru ekki mikið að
segja. Luvungi-þorpið, þar sem hann fæddist 11.
júní 1935, var um það leyti að verða til. Það er
aö segja að belgisku stjórnarvöldin í landinu höföu
ákveðið að nýji bílvegurinn milli Tanganika og
Kivuvatnanna skyldi ekki liggja gegnum hið gamla
Luvungi. Þorpið átti að leggjast í eyði, þrátt fyrir
cll múrsteinahúsin, sem ríkið áður hafði byggt, þar.
Þorpið lá nefnilega of langt úr alfaravegi, og er
hinar iífshættulegu »Kimbutu«flugur höfðu kom-
ist inn í húsin, ákváðu menn að yfirgefa þorpið.
Faðir Immanúels, sem var grískur kaupmaður
IMMANÚEL
MINOS
og giftur innlendri konu, vax meðal hinna fyrstu,
er byggðu hið nýja Luvungi. Hann lagði stund á
smáverzlun, ásamt nokkrum arabiskum kaupmönn-
um, er verzluðu við landsmenn. Þarna fæddist nú
Immanúel, og þarna, eyddi hann sínum fyrstu ár-
um ásamt börnum Arabanna.
Eins og von er til, man Immanúel ekki mikið eft-
ír sér frá þessum árum. Einstaka hlutir hafa þó
fest sig í minni hans. Þannig minnist hann þess, að
hann oft var veikur, sennilega af malaria. Luvungi
er allt annað en heilnæmur staður, þaö liggur
hér um bil beint undir miðjarðarlínunni. Hita-
veikin hefir sjálfsagt hindrað framför drengsins,
það var því veikbyggð jurt, sem okkur var fengin
til varðveizlu. Hann hafði auðvitað lil'að á sama
fæði og hinir innfæddu Afríku-búar og þaö er nti
svona og svona.
Þegar ég sá hann fyrst, var hann lítill og feimnis
legur.Hann var í einum náttfötum, skólaus og húfu-
laus. Þarna stóð hann í búð föður síns og horföi
á okkur spurnaraugum. Ég gleymi því aldrei. Vió
h.iónin vorum á leið til Oviru, sænsku trúboðsstöðv-
rainnar. Þegar við komum til Luvungi, hittum. við
föður Immanúels, og hann bauð okkur heim til
sín. Meðan við vorum að tala saman, spurði hann
okkur, hvort við vildum taka drenginn hans. Þessu
gátum við auðvitað ekki svarað svona allt í einu,
en konan mín bað um að fá að sjá hann. Dreng-
urinn kom eins og hann var, óhreinn og svartur,
í náttfötunum sínum. Þótt undarlega megi virð-
ast, leist, konunni minni strax vel á hann. Skæru
gáfulegu augun hans ljómuðu í langri fjarlægð og
báru vott um óvanalega rmikla hæfileika og þá
má ekki gleyma dökka hrokkna hárinu hans.
8