Afturelding - 01.01.1938, Blaðsíða 10
AFTURELDINC
Endurminningar
frá Stokkhólmi 1937
Sumarið 1937 varum við um tíma í Stokkhólmi
og- nutum t*'6ös hjá trúuðum vinum okkar. Fyrst
vorum við írestir safnaðarins í suðurhluta borgar-
innar og bjuRgum þá á gistihúsi, sem var eign trú-
systkina. Ásamt okkur bjuggu þar um þessar
Ericson og fjölskylda.
mundir sjö svertingjar frá Ameríku, sem voru að
ferðast um Svíþjóð og halda söngsamkomur. Þeir
sungu nefnilega 5-raddað, og var yndislegt að heyra
til þeirra. Sumir þeirra voru börn hinna svörtu
þræla, sem uppi voru í Ameríku, áður en frelsis-
Orðsending til lesendanna.
Þar eö við vitum, að margir hafa úhuga fyrir útbreiðslu
blaðsins, þá viljum við gefa slíkum mönnum kost á að
fvrir litla, upphæð gefa vinum sínum og kunningjum góða
gjöf, sem kemur til þeirra. heilt ár. Ef þið sendið kr. 5,00
og nöfn fimm manna, sem þið vilji.ö gefa, blaðið, þá send-
um við það beint til þeirra í hvert skifti sem það kemur út.
Ef þið viljið gefa fleirum, þá bætist við kr. 1.00 fyrir
hvern. Þetta er þó aðeins þegar um nýja áskrif-
endur er að ræða og ekki færri en fimm.
y>Lappicátor«. Kofar Lappanna í Norðar- Svíþjóð.
stríðið hófst. Þesisir menn höfðu frelsast frá lífi
í synd og e.ymd og ferðuðust nú víða um og sungu
og vitnuðu um náð þá, sem Drottinn hefði auðsýnt
þeimi. Við töluðum oft við þá, og litla stúlkan okk-
ar, Inger, hafði oft gaman af, er þeir voru að reyna
að tala við hana og gefa henni gcðgati. En hún
skildi auðvitað ekki enskuna, sem þeir töluðu.
Sunnudag einn, er við vorum í Stokkhólmi, sungu
þeir á útisamkomu í Haga skemtigarðinum. Þar
voru mörg þúsund manna samankomin til að njóta
gúða veðursins og koma um leið á kristilega. s,am-
komu. Margir höfðu mat meðferðis og voru svo
þarna kyrrir k milli samkomanna. Við gátum ekki
verið þar nema fyrripart dagsins, því við áttum
að tala á öðrum stað um kvöldið. Héldum þá fyrir-
lestur um Island, og var því vel tekið. Svíar hafa
hin síðustu ár fengið rneiri löngun til aó fylgjast
með því, sem gerist á Lslandi. 1 Stokkhólmi búa
nokkuð margir Islendingar, meðal annara ein kona,
sem túlkaði fyrir mig, er ég kom fyrst hingaö til
Islands. Hún var þá í Vestmannaeyjum hjá þýska
konsúlnum, sem var mjög vinveittur starfi okkar
og tók málstað hvítasunnuhreyfingarinnar, þegar
ýmsir menn þar reyndu að hindra Guðs verk. Hún
hefir mikinn á.huga fyrir starfinu á Islandi og bið-
ur til Drottins, fyrir því.
Seinna skiftið vorum við gestir Filadelfiusafn-
aðarins og bjuggum þá á hvíldarheimili þeirra íyi-
ir trúboða,. Þegar við vorum þar, voru þar líka hjón
frá Spáni, og höfðu þau fengið leyfi stjórnarinn-
ar á Spáni til að fara til Svíþjóðar ag síðan til
Mexiko sem trúboðar. Það var mjög hryggilegt aö
heyra þau tala um þjáningar og erfiðleika, sem
Spánverjar eiga við að stríða. Það eru þrenging-
artímar, sem eru að fara í hönd á ýmsum stöðum,
og munu halda áfram, þar til Kristur kemur og
tekur við völdum.
Það var dýrmætt að fá að vera með á hinum
miklu samkomum, sem haldnar voru í Filadelfiu.
10