Afturelding - 01.01.1938, Side 12
AFTURELDIiNG.
Elgadýr.
mig- ekki. Kálfarnir voru hér um bil hálfsmánaðar
gamlir, en þeir stukku í kringum móðurina og sugu
hana á milli þess, sem þeir hlupu út að ströndinni
og fóru út í vatnið til að synda, en móðirin var
þar á gangi í ró og næði og var að bíta gras. Mjög
óskaði ég þá, að ég hefði haft myndavél með mér,
því þaö var mjög fagurt að sjá þetta. Par var hinn
n i'kli kyrrláti skógur og hiö spegilslétta stöðuvatn
og svo þetta yndisfagra fjölskyldulíf villidýranna
á þessum fagra sumardegi. Þar eö þið ekki feng-
uð að sjá þau, vil ég lofa ykkur að sjá eitt elgs-
dýr úr dýragarðinum.
Svo skulum við fara og skoða fuglana. Þeir eru
í umfangsmiklum búrum. Stórt skógarsvæði meó
trjám og öllu saman er girt bæði um kring og að
ofan með vírneti. Par eru allskonar sænskir fugl-
ar, hver syngjandi með sínu nefi. Sumir hátt uppi
í trjánum, sumir niðri á jörðinni, ,sumir á eggj-
um í hreióruti sínum og sumir syndandi á vatn
inu. En fugla hafið þið séð, svo við skulum heldur
fara að skoða apana. Pað er afar- skemmtilegt, skal
ég segja ykkur. Þeir eru inni í stóru húsi í mórg-
um herbergjum með mörgum búrum í hverju her-
bergi. Þeir stökkva til og frá og klifra upp og nið-
ur eftir vírnetinu eða í reipum, sem hanga niður
úr þakinu. Þeir eru alltaf að sníkja góðgæti hjá
fólkinu, sem kemur til að sjá þá. Peir fá hnetur
og brjóstsykur, banana og því um líkt. Stundum
ei' I>eim gefið þetta í bögglum, og þá eru þeir að
flýta sér að slíta sundur bögglana og ná í það,
sem er í þeim. Stundum eru þeir plataðir og gefn-
ir tómir pakkar. En þá verða þeir svo reiðir, að
maðurinn verður að gæta sín, því þeir þekkja hann
vel, og svo kasta þeir bögglinum beint framan í
manninn. Á þessum stað eru líka allskonar páfa-
Bjamdfjr.
gaukar og aðrir fuglar, margir ljómandi fallegir.
Hér eru líka skjaldbökur og krókódílar, slöngur
og m. fl.
En nú býst ég við að þið séuð farin að þreytast,
svo við skulum fara að hugsa um að íara héðan.
En fyrst verðið þið að fá ykkur dálítinn reiðtúr
á fílnum, sem er hérna. Það kastar aðeins 10 aura
ao ríða spölkorn. Þið eruð þá 6—8 krakkar í einu,
4 hvoru megin á baki fílsins í stórum sætum. Svo
fer fíllinn af stað með ykkur og þið eruð auðvitað
mjög hrifin af að fá að ríða. En ekki fara þeir
hart, svo ég kysi heldur að ríða. á fallegu, sterku
og léttfættu íslenzku hestunum.
Já, nú erum við þá búin að vera á þessum stað
í meira en 5 klukkutíma. — Hefir ekki Guð skapaö
margt fallegt handa okkur mönnunum? Við verö-
um því að vera honum þakklát fyrir allt saman.
Einnig hér á Islandi er fallegt og got.t, að búa, svo
þið skuiuð lofa Skaparann fyrir það. Og svo megiö
þið ekki gleyma mestu gjöfinni, sem Guð hefir
gefið okkur, og- við höfum nýlega haldið hátíð til
minningar um. Þessi gjöf er Jesús Kristur, Frels-
ari heimsins, ,sem kom hingað tdl þess að frelsa
synduga menn. Hann er nú farinn burt, til að búa
okkur stað á himni. Þar verður allt miklu fallegra,
já miklu fallegra en hið fegursta á jörðinni.
Elsku börnin mín. Áður en ég enda, þá viJ. ég
hvetja ykkui- til að fara, og hlusta á Guöis orð og
fara í sunnudagaskóla, ef þið eigið kost á því. Og
minnist þess, að Jesús elskar ykkur og langar til
að þið elskið hann aftur á móti.
IJm kvöldið vorum við á samkoanu. Þar voru
rnörg börn, sem elskuðu Jesú, og senda kveðju sína
t,il íslenzku barnanna.
E. E.
12