Afturelding - 01.03.1938, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.03.1938, Blaðsíða 3
-AFTURELDING Undir Guðs vernd. Sönn saga. Það var vorkvöld. Rökkrið smaug í gegnum lága gluggann á loftherberginu á þriðju hæð, þar sem Sonja og Stig áttu heima. Sonja var 8 ára en Stig 5 ára. Nú skulum við biðjia. kveldbænina okkar, og svo förum; við að hátta og sofa; mamjna kemur ekki heim fyrr en seint í kvöld, sagði. Sonja. Þau voru búin að borða kvöldmatinn, sem mamma hafði skamfað þeim um miðdagsleytið, þá hafði hún kom- ið heim stutta stund. Hlið við hlið krupu þau við rúmið, og Sonja bað hátt. Hún bað um fyrirgefn- ingu synda sinna fyrir sakir Jesú, og að Guo verndaði sig og Stig og mömmu á komandi nóttu. Og svo bætti hún við: »Kæri Herra, blessaðu mömmu og gefðu henni heilsu og krofta, svo að hún geti unnið inn fyrir húsaleigunni, því annars fáum við ekki að vera hérna lieng.ur. Þu. sem ert svo góður og máttugur og getur ailt, ger þú þetta vegna Jasú! Amen!« Þau settust nú í. legubekkinn og sungu sameig- mlega: »Enginn þarf að óttast. síður en Guðs barna skarinn fríður«. »Nú tek ég lykilinn úr skránni og læt hann und- ir mottuna í foirstofunni, eins og mamma sagði«. Sonja stóð upp og gekk að dyrunum. Dyrnar fram að forstofunni höfðu staðið upp ,á gátt.. Án þess að systkinin tækju eftir, hafði svartskeggjaður, ó- Joekktur maður heyrt og séð allt. Þögull eins og andi læddist hann fljótlega út gegnum ytri dyrnar, þeg- ar Sonja. nálgaðist. Þar úti á. framloftinu í dimm- unni, faldi hann sig bak við stóran skáp, meðaa Sonja læsti og lét lykilinn á sinn ákveðna stað. Eft- ir litla stund sváfu bæði systkinin örugg- undir Guðs verndai'vængjum. Móðirin stóð í, þvottahúsi í hinum enda borgar- ijinar og vann af kappi, til þess að korna ekki allt of seint heim. Vesalings mamma, hún hafði átt erf- iða daga, síðan maðurinn hennar dó. Upp á sío- kastið hafði hún haft sérstaklega miklar áhyggjur, stjórnmálum. Hvað ég hér er búinn að segja er sú sannfæring, sem ég hefi fengið af þeim boðskap, sem1 þessi dagur flytur okkur, og af þeirri reynslu, ■sem ég hefi fengið í lífi rnínu. Eg flyt ykkur þenna vitnisburð, en þó ekki sökum þes|s að ég á nokkurn hátt vilji verða mikill í augum manna. liún hafði verið veik urn tíma og ekki getað unnið, svo hún átti nú aðeins fáar krónur, sem hún hafði geymt til húsaleigunnar, og nú átti hún að borga hana eftir fáa daga. Húseigandinn var mjög strangur maður, svo hún bjóst ekki við öðru en að verða rekin út á götuna með litlu börnin sín. Það höfðu verið m.argii- dirnmir dagar. Og hún haföi oítar en einu sinni sagt með guðsmanniinum: »Þetta er huggun mín í eymd minni, að orð þitt lætur mig lífi halda«. 1 kvöld var hún óvenjulega óróleg, hún var næsturn angistarfull, var hún ef til vil að verða veik, eða voru börnin hennar í einhverri hættu? Iíún varð a.ð fara afsíðis og úthella hjartans neyð sinni fyrir Drottni. Henni létti um hjartað, það var eins og einhver hvíslaði í eyra hennar: »öttastur ekki, því ég er hjá J)ér. Vík ekki af, J)ví ég er þinn Guð! Ég hjálpa þér, ég held þér uppi með hægri hendi réttlætis míns«. Með endurnýjuðum kröftum fór hún aftur að vinna. og söng hægt: Guð, sem sinn son mér gaf«. Klukkan var að verda 9, I>egar mamma kom heim — I>reytt. en ánægð. Sonja og Stig sváfu vært. Þau vöknuðu ekki, þó að hún kveikti rafmagnsljósið. Hvað var þettia? Bréfmiöi, sem lá á borðinu. Mamma tók hann. Hún ýmist svitnaði eða skalf, þegar liún leit yfir innihaldið. Hún settist, á legubekkinn og las á ný: »Sá, sem skrifar l>essar línur, er vesalings ræfill. Stundum vinn ég, en stundum lifi ég á, því, sem mér hepnast að stela. Nú um tíma .hefi ég unnið og grætt.dálít- ið. En í dag datt. mér í hug að byrja að stela aftur: Það fer að líða að því, að fólk þarf að fara að borga húsaleiguna, svo það hefir geymda peninga hér og þar í heimahúsum. Eg hugsaði. mér að byrja, hjá yður. En óséður varð ég heyrnarvottur að kvöld- bæn barna yðar. Þau báðu Guð að gefa móður sinni heilsu og kraf ta, s,va að hún gæti unnið fyrir húsa- leigunni. Þegar börnin voru sofnuð, opnaði ég dyrn- ar með lyklinum, semi hafði verið lagður undir dyramottuna, Eg gekk inn og kveikti ljósið. Eg rannsakaði »kommóðuskúffurnar«. Þar voru aðeins nokkrar krónur, og ég lét þær liggja óhreyfðar. — Það var ómögulegt að gjöra nokkuð illt af sér, J)egar maður hafði hlustað á barnslegu og trúarör- uggu bænirnar barna yðar og ég sá, hvar þau sváfu svo vært, með mynd af verndarenglinum fyrir of- an rúmið sitt. Enn þá, meira hrifin var ég af mynd- inni, sem hékk yfir legubekknum. Myndinni af hin- um góða hirði. Eg brast í grát, J>egar ég leit hana. Mamma mín átti samskonar mynd. Mamma, ó, mamma! Æ, ef hún hefði lifað, þá væri ég ef til 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.