Afturelding - 01.03.1938, Side 7
AFTURELDING
Hinn
eldgamli
kross.
I<ag: Segertoner nr. 417.
Upp á afskekktri hæð
stendur eldgamall kross,
sönn ímynd af háði og smán.
ó, ég elska þann kross,
sem mín einustu hnoss,
því inn við hann fann ég mitt lán.
Kór:
Ég vil elska hinn eldgamla kross,
1 hans krafti ég sigurmn vinn.
Ég vil heiðrai þann heilaga kross
hér, unz eilífðarkransins er minn.
ó, hinn eldgamli kross
var sem annarlegt lag,
er örviltan dró mig til sin!
ó, þú Kristur, minn Guð,
sem þú kvaldist þann dag,
er krossinn þú barst vegna, mln!
Við hinn eldgamla, kross,
við hans blóðstökkta: baðm
mér birtist Guðs íórnandi ást.
ó, þú eilífi Guð,
með þinn útbreidda faðm,
þar einkunn þíns kærleika, sást!
Vegna’ þíns eidgamla kross
mun ég' æfilangt sæll,
þola atyrði, píslir og smán.
Ég er konungsins barn,
ekki keisarans, þræl.l.
Og krossinn er hrós mitt og lán.
ásíi). Elríksson þýddl.
HINN ÞYRNIKRÝNDI KONUNGUR VOR
Mark. 15, 1.—39. Lestu kailann í biblíunni.
1 þessum versum kemur í ljós, hve ákafir menn
geta orðið, er þeir berjast fyrir málefni, sem þeim
finnst vera rétt. Æðstu presitarnir með öldungun-
um og fræðimönnunum hugsuðu ekki mjkið um
svefn þessa nótt, því þeir höfðu ákveðið að fara
burt með Jesúm og framselja hann Pílatusi. Og
þó voru þetta landar Jesú, hans eigin þjóð, sem
vildi ekki láta Jesúm ganga lengur á meðal þeirra
og gera góðverk. Af hverju? Af þvi að þá vantaði
sjálfa þann kraft, sem hann .hafði. Þegar þeir því
ekki gátu fengið sínu framgengt, fóru þeir að bera
sín eigin verk saman við verk Jesú, og í stað þess
að leita Drottins í auðmýkt og viðurkenna vanmátt
sinn, þá vaknar öfundin hjá þeim, sem fer svo
langt með þá, að þeir dæma Jesúm til krossfest-
ingar. En sjáið hve undrafögur og dýrmæt, mynd
af kærieika Krists kem,ur þar fram. Hver eítir
annan kemur fram og ber ljúgvitni á móti Jesú.
En Hann svaraði alls ekki framar. Þó hafði Hann
ekkert illt aðhafst, og svik voru ekki fundin í Hans
munni. Hví mótmælir Hann þá ekki? Hví ver Hann
sig ekki? Hví notar Hann ekki mátt sinn til þess
aö hreinsa sig af þessum sakargiftum? Það er ai
pví, að Hann kemur þar fi am til að taka á sig sekt
mannanna. Hann þegir því eins og lambið, sem leitt.
er til slátrunar. »Það voru vorar þjáningar, sem
Hann bar, og vor harmkvæli, sem Hann á sig
lagði«.
Það eru sérstaklega tvær spurningar, sem Píla-
tus kom með, sem ég vil taka fram. Iivorn viljið
Ix-r að ég gefi yður lausan, Krist eða Barrabas?
Og hvað á ég að gera? Fólkið fékk að svai-a fyrir
sig og Pílatus fyrir sig, þótt hann spyrði um það.
Sama er að segja um okkur. Enginn getur svarao
fyrir annan. Og það er ekki aðeins að velja á milli
Krists og Barrabasar. Það nær dýpra. Það er að
velja á milli Hans, sem gekk um kring, græddi
sjúka og prédikaði Guðs orð, og' morðingjans og
ræningjars, sem hér stendur sem ímynd sálna-
óvinarins, sem er kominn til að stela, slátra og eyða.
(Jóh. 10.). Þeir kusu Ba,rrabas lausan og þar með
líka lausn sinnar eigin eymdar og neyðar. Gyðing-
arnir hafa allt til þessa tíma fengið að líða bæði
andlega og líkamlega, af því að þeir báðu um
Barrabas, en útskúfuðu Kristi,
»Og þeir færa Hann í purpuraskikkju og flétta
þyrnikórónu og setja á Hann. Og þeir tóku að heilsa
19