Afturelding - 01.11.1938, Page 2
AFTURELDING.
Siúlkan og greskarið
Þetta voru cnnur jólin hennar Maríu litlu.
Mamma hennar dó og fór heimi til Jesú, þegar
hún fæddist. Ég hafði ákveðið að gefa henni ú-
gleymanleg jól, sumpart til þess að gleðja hana,
en sumpart til þess að sefa hryggð míns eigin
hjarta. Nokkrum vikum fyrir jól, fór ég að spara
saman aura af mínu litla kaupi, dálítiö hér og
dálítið þar, til þess að geta keypt fallegar gjaíir
handa henni til lólanna. Næstum allur aðfanga-
dagurinn fór í að kaupa jólatré og skraut, brúðu
og ýms leikföng fyrir börn-.
Seint um kvöldið, áður en ég fór að hátta, var
tréð skreytt og sett á sinn stað. Undir trénu hafði
ég raðað brúðunni, leikfóngunum og sælgætinu.
Ég var mjög hamingjusamur þetta kvöld, er ég
hugsaði til gleöi litlu telpunnar mdnnar næsta
morgun, og um það, að mamma hennar, sem nú
var hjá Jesú, mundi vera ánægð með þessa ráð-
stöfup mína.
Við vöknuðum bæoi snemma næsta morgun og
gengum saman til dagstofunnar. Ég lét hana gægj-
asít um dyragættina inn í stofuna. kforgunsólin
var einmitt þá farin að lýsa inn gegnum glugg-
ana og varpaði. geislum sínum. á tréð. Mér fannst
ég hefði aldrei ssð svo fagra sjón. Jólatrés-
skrautið glitraði með ótal litbrigðum> í sólarbirt-
unni. Litla stúlkan haíði aldrei séð neitt þessu
líkt áður. Hún horfði agndofa á allt og þorði varla
að ganga nær. Loksins, þegar ég var búinn að tala
kjark í hana, þá fekk hún nóga djörfung til þess
að snerta hina undursamlegu hluti, sem láu þarna
á gólfinu. Þetta var mjög dýrleg gleðistund fyrir
okkur bæði.
Seinna um daginn sendu meðlimir þessi safn-
aóar, sem ég veitti forstöðu, til okkar stóra körfu
fyllta: með ýmsum matvælum. Á botninum lá stórt
greskar. — Stór ávöxtur á stærð við fótbolta. —
Og hvort sem þið trúið mór eða ekki, þegar barn-
ið sá þetta stóra greskar, þá gleymdi hún undir
eins trénu og dýrð þess ásamt öllum þessum hlut-
um, sem ég af fórnfærandi kærleika hafði lagt
svo mikið á mig til þess að geta gefið henni.
Frá þeirri stundu var ekkert annað en greskar-
ið, sem veitti henni gleði. Hún velti því gegnum
herbergin með miklum fagnaðarlátum. Hún set-t-
ist á það, hún sló það og reið á því. Hún fór með
það í rúmið á kvóldin, cg jafnvel í kirkju haíði
hún það meðferðis. Hvenær, sem ekið var með hana
út, í barnavagni, mátti hún til með að hafa það
með sér, á meöan lét hún brúðuna, alveg afskipta-
lausa, Hún var ekki ánægð með neitt annað en
greskerið.
Er ég athugaði dóttur mína og dálæti hennar
á greskarinu,, en að hún um leið fyrirleit gjafir
mínar, þá talaði Guð til míns hrygga hjarta á
þessa leið: »Sonur minn, hún hagar sér einmitt
einsi og inín eigin börn. Ég hefi gefið heiminum
hina beztu jólagjöf — minn einkason. En eins oe:
barnið þitt fyrirleit gjafir þínar, þá fyrirlíta þeir
Hann cg leika sér í staðinn með »greskör« sín.
Þegar ég var að hugsa um þessa áminningu
Guðs, þá var eins og ég sæi fyrir mér mennina
með s.ínum mörgu áhugamálum. Einn eyðir öll-
um tíma sínum við verzlun, konan hugsar ein-
göngu um heimilið, ungi maðurinn hugsar um
framtíðina og unga stúlkan um að ná sér í góða
stöðu í lífinu. En hin óumræðilega gjöf Guðs er
fyrirlitin.
VisBiulega er greskar góður hlutur á sínum stað
— vel matreitt. En ef það er ekki notað réttilega,
heldur fyrir leikfang, þá enciar það með einhverrí
heimsku. Þannig verður einnig með þá. hluti, sem
við tökum í staöinn fyrir beztu gjöfina: Jesúm
Krist. Allar gjafir Guðs eru góðar, en eiga að
koma í öðru lagi. Kristur á að vera fyrstur í lífi
okkar.
Að lokum var dóttir mín búin að sitja einu sinni
of oft á greskarir.u. Það var orðið mjúkt af elli og
af mikium leik. 1 þetta skipti brotnaði greskarið
undir henni, og þarna sat hún nú fljótandi í tár-
um mitt í hinu rotna greskari, óhrein og óhugg-
andi af harmi. Endir þessa, leiks, varð, að gres-
karið lenti í skólpíötunni og stúlkan var þvegin í
baðkerinu. Þannig verður það einnig með þser
gjafir, sem við tökum fram yíir kærleiksgjöf Guðs.
Þær líða allar undir lok, er við höfum notið þeirra
stutta stund. En Kristur verður okkur dýrmætari
fyrir hvert ár, sein liður.
R. H. Moon í Pentecostal Evangel.
E. E. íslenzkaði.
62