Afturelding - 01.11.1938, Qupperneq 6

Afturelding - 01.11.1938, Qupperneq 6
4FTURELDING, Trúadramótid á Akureyri Það var með mikilli eftirvæntingu, að við lögð- um af stað til Akureyrar. Við urðum heldur ekki fyrir vonbrigðum. Ferðin gekk mjög vel. Við stönzuðum fyrst á Isafirði heilan dag, sem við notuðum til að koma blöðum og bókum út. Isfirö- ingar eru alltaf .svo kurteisir, að það er mesta skemmtún að koma til fólksins þar. Seinni part dagsins komu nokkrir vinir saman til bænar, og var það undursamleg stund. Einnig heimsóttum við Siglufjörð og hittum okkar kæru vini þar. Að kveldi dags hinn 9. nóv. komum við til Ak- ureyrar í svarta myrkri, því rafmagnsstöðin hafði bilað. Urðu Akureyringar og aðkomumenn að láta sér nægja kertaljós nokkurn tíma kveldsins. En svo þegar rafmagnsljósið komi, þá, urðu þessi 20 kerti, sem við reyndum að lýsa samkomusalinn með, lítils virði samanborið við hin skæru rafljós, Maður hefir þar glöggt dæmi., hvernig það er í trúarlífi margra rnanna, Mörgum, finnst, að hann hafi nóg ljós, en svo þegar ljós Heilags Anda varp- ar birtu yfir trúarlífið og sálarástand mannsins, þá kemur margt fram í ljósbirtuna, sem maður hafði ekki hugmynd um áður. Eitthvað af þessu fengum við ,að reyna á biblíu- lestrartímunum og samræðufundunum. Guðs Andi varpaði skærri birtu yfir ýmislegt, sem hingað til hafði verið hulið. Það, sem við sói'staklega tókum til umræðu var: Söfnuður Guðs. Var mjög fróðlegt að hlusta á hina ýmsu ræðumenn, semi höfðu margt að bera á borð í þessu efni. Þá var ta.lað um trúboðana og störf þeirra, og fengum við úr orði Drottins margar leio- beiningar og upphvatningar þar að lútandi. Trú- boðsstarfið fer stöðugt’ vaxandi, og enn fleiri starfsmenn bætast við í hópinn. Guð gefi öllum náð til að starfa trúlega allt til enda, svo að marg- ir menn mættu vinnast fyrir ríki Guðs. Ramseiius hafði síðustu dagana nokkra fróðlega fyrirlestra um hið spámannlega orð og áreiðanleik þess. Drottinn starfaði fyrir sinn Heilaga Anda, og Orðið þrengdi sér djúpt niður í hjörtu allra. Einn daginn var farið inn á Kristneshæli. Tóku sjúklingarnir vel á móti okkur. Samkoman var mjög indæi, og trúum við, að vinir okkar á hæl- inu hafi haft mikla blessun af henni. Einn dag- inn í vikunni þar á eftir var farið til Dalvíkur. Kl. 11 f. h. fór fram skírnarathöfn í sundlaug uppi í dalnum þar, og þrír ungir nýfrelsaðir menn stigu 66 þetta mikilsverða ,spor í hlýðni við Guðs orð. Það leyndi sér heldur ekki, hve mikla gleði og trúar- styrk þeir öðluðust við það. »Þannig ber okkur aö fullnægja öllu réttlæti«. Matt. 3, 15. Dagarnir á Akureyri voru hinir ánægjulegustu, og sa:m(vera syst’kinanna yndisleg, enda höfðu vin- irnir á Akureyri gert allt, semi hugsast gat, t'l þess að veita aðkomumönnum gistingu og annað. Erum við vinum okkur mjög þakklát fyrir það allt, sér- staklega þeim Sigrnund Jakobsen og Nils Ramse- lius, sem stóðu fyrir móttökunum. Við erum þess fullvissir, að Guð muni launa söfnuðunum á Ak- ureyri með ríkulegri blessun. Sálir leituðu Drott- ins á síðustu samkomunni. Er það von okkar, að Guð muni framvegis frelsa marga, sem vilja ganga Guðs veg. Það væri margt að skrifa um mótið og allt, sem þar kom fram, en vegna rúmleysis í blaðinu, er ekki hægt að skrifa meira nú. Með þessum línum viljum við aðeins senda kveðju til allra þeirra, sem við höfðum, þá gleði, að hitta á Akureyri. Svo eru samræðurnar og fyr- irlestrarnir geymdir í hjörtum okkar, sem sóttum mótið, og munu vissulega koma okkur að góðum notum í okkar daglega. lífi og starfi. Orðsending til lesendanna Þegar nú þetta ár er að líða undir lok, viljum við senda beztu þakkir til allra vinai, sem á einn eða annan hátt hafa stuðlað að því, að blaðið hefir getað komið út og breiðst svo víða út. um landið, Blaðið hefir fengið um 400 nýja áskrifendur á þessu ári. Við höfum enn ekki náð markmiði okk- ar fyrir árið, en erum Guði þakklátir fyrir þá, sem hafa bæzt viö hingað til. Öskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs í Jesú nafni. Baruablaðið Nýlega er farið að gefa út Barnablaö. Það eru vinirnir á Akureyri sem hafa ráðist í það. Ritstjór- ar eru Nils Ramselius og Sigmund Jakobsen. Viö höfum lesið fyrsta blaðið og getum með sanni sagt, að það er mjög' fróðlegt og' ,skemmtilegt. Erum viö viss um, að börnin, já jafnvel fullorðnir hafi gam- an af að lesa það. Kaupið það sem fyrst. Það kost- ar 15 aura eintakið eða 75 aura fyrir árið. Af- greiðsla er í Þingholtsstræti 4, Akureyri. — Út- sala í 'Reykjavík er á, Hverfisgötu 44. E. E.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.