Afturelding - 01.11.1939, Qupperneq 6
AFTUBELDINS
Biblíuskólinn í Reykjavík.
Vegna margra örðug-
leika, er samfara voru
striðinu, var horfið frá
því ráði, að biblíuskól-
inn yrði lengur en viku
í þetta skipti, og þessu
var lýigt yfir í »Aftur-
elding« — sept.—okt.
En þótt tíminn væri
styttur þetta, fengum
við að sjá flest af þeim
systkinum koma til
Reykjavíkur, sem höfðu
hugsað sér það. Aðkom-
in systkini utan af landi
og' Vestmannaeyjum,
voru nær 20. Þetta er ao
vísu ekki stór hópur, en
það var þó til mikillar
gleði og blessunar að
njóta þessa samveru-
tíma. Uppbygging Orðs-
ins og' fögnuöur Andans
var »ilmur daganna«, og við fundum það, sem
brúðurin í Ljóðalj. hafði áður fundið, að nafn Jesú
er hinum endurleystu eins og' úthelt olía. Viö fund-
um það öll, að yndislegan ilm lagði af smyrslum
hans —- fyrsta sem síðasta daginn.
Þegar dagarnir sjö voru liðnir, fannst okkur
sem við værum komin upp á hæðirnar, sem -Jesaja
spámaður talar um: »Augu þín skulu sjá konung-
inn í ljóma sínum, þau skulu horfa á víðáttumikio
land« (Jes. 33, 17.). - Hvílíkt víðáttuland eigum
við ekki í endurlausnarverki Krists! - Við gátum
ekki slitið hópinn strax á þessum yndislegu hæð-
um, svo við gerðum sjö daga vikuna að tólf daga
viku. En einnig- að kvöldi tólfta dagsins var breidd-
in, lengdin, hæðin og dýptin í Kristi lítt numin og
ótæmd, hallelúja!
Með sönnu er hægt að segja, að verulegur árang-
ur sást eftir þennan tíma. Þrjár ungar konur tóku
skírn og' gengu inn í söfnuðinn. Fráfallnir endur-
lifnuðu og komu aftur til safnaðarins. Auk þess
var beðið með nokkrum sálum öðrum, sem vænta
má að haldi áfram til meiri vaxtar og þroska í sam-
félaginu við hann, sem kallaði þær.
Bræðurnir höfðu samræðufundi innbyrðis, þar
66
Þátttakend'wr Biblmskólans.
sem þeir ræddu hinar ýmsu greinar starfsins. Var
það mikið gleöiefni fy.rir eldri bræðurna, sem fáir
einir hafa boi'ið hita og þunga starfsins undanfar-
in ár, að sjá |iann áhuga og skilning, sem yngri
bræðurnir hafa, á útbreiðslu Guðsríkis. Þeir sýna
það, að þeir eru fæddir af hreyfingunni og' loga
af glóð kostgæfninnar að vinna sálir fyrir Drott-
in. sinn og Frelsara. Þeir eru um leið synir þjóð-
ar sinnar, sem þekkja kringumstæður og þjóð-
hætti betur en útlendingarnir. 1 þessum ungu
bræðrum sjáum við þá men.n, sem Drottinn er að
hertygja fyrir framtíðarstarfið á Islandi.
I sambandi við hina vaxandi möguleika til þess
að ganga inn um þær opnu dyr, sem Guð hefir
opnað hér og þar fyrir starfinu, var um þaðrætt, að
heppilegt væri að söfnuðurnir, hver fyrir sig,
hjálpuðu ísienzku trúboðunum eftir því, sem efni
leyfa. Á þann hátt gæti það orðið mögulegt fyrir
hvern söfnuð að styrkja eitthvert vitni Drottins,
sem starfaði hjá söfnuðinum, annað hvort á staðn-
um eða ef söfnuðurinn vildi senda einhvern út um
landið með fagnaðarerindið. Þetta skyldi þó aðeins
miðast við þau vitni, sem hefðu ekki styrk annars-
staðar frá — eða svo lítinn, að ekki væri nægilegt.