Afturelding - 01.11.1939, Blaðsíða 8
A F T UBELDINIr,
Bretakonungur og barnid.
Bretakonu.ngur kom eitt sinn, með konungleg-ri
Tjðhöfn á vissan stað. Þegar hann hafði sezt í við-
hafnarsæti, kom lítið barn og skreið upp á hnc
hans, enda meinaði konungurinn barninu ekki að
gera þetta.. Strax og barnið var búið að koma sér
vel fyrir á hné konungsins, lítur það í augu hans
©g spyr: »Hefir þú gaman að gátum?« »Já«, svar-
aði konungur. Þá hélt barnið áfram: »Get,ur þú
sagt mér, hvað það er, sem er hvítara en snjór?«
Konungur hugsaði sig um nokkra stund, en sagði
svo, að hann gæti ekki vitað um neitt, sem væri
hvítara en snjor. »Þá skal ég segja þér það«, sagði
barnið: »Mannssálin, sem er orðin hrein í 'blóði
Krists, fyrir trúna á hann, er hvítari en snjór í
augum GuðSi«. Þess er ekki getið, hvað konungi hafi
®rðið við.
Guðs fingur á alvarlegri tíð!
Heródes konungur, sem vildi fyrirkoma lífi
Krists strax við fæðingu, hefir orðið táknræn mynd
þess, hve konungar og mektarmenn þjóðanna yfir-
leitt hafa verið seinheppnir gæfusmiðir í því að
votta Kristi viðeigandi hollustu. Þegar Sísak heims-
andans hefir rænt, þá gullskjöldum trúarinnar, hef-
hinn, ástríki Faðir þeirra á himnum hefir komið
þeim tiL hjálpar, og við það hefir trú þeirra orð-
ið sterkari.
Sú, ,sem þýðir þessa litlu sögu, getur sjálf sagt
frá atviki, sem er mjög avipað þessu. Það var á
aðfangadag jóla milli kl. 4 og 5 e. h., að ég var
að fara niður í bæ. Þar stendur þá kona við jóla-
pott hersins. Hún spyr, hvort ég vildi ekki leggja
eitthvað í jólapottinn. »Jú, ég' á hér 10 aura, það
skal ég gefa«.
Það var al.lt, sem til var í eigu minni, og jólirx
voru að fara í hönd, og heima voru tvö fóstur-
börn, sem ég sá fyrir. Ég var að skila af mér þvotti,
og ætlaði að kaupa mat íyrir peningana til jól-
anna, en konan. hafði ekki peninga fyrir hendi,
svo ég gat ekki fengið neitt, og leit ekki út fyrir,
að ég hefði neitt til jólanna. En Guð, sem sér og
veit allt, vissi einnig um þarfir mínar. Og' er ég
kom heim. þá var þar þegar kominn. matur á borð.
Og seinna um kvöldið kom maður og gaf mér 50
kr. til nauðsynlegrar þarfar.
J. B.
ir þeim farið eins og Rehabeam konungi Salómóns-
syni — þeir hafa gert sér mismunandi vel fægðar
eftirlíkingar úr eiri (I. Kon. 14, 25—28). Hvers-
konar menntun og siðfágun, er kemur ekki sem
bein afleiðing af lífrænu sambandi mannsins við
Krist, sem Frelsara sinn, er slíkur eir, sem brestur
hið sanna gullgildi. Af eirmálmi þessarar lífvana
siðmenningar hafa konungar og ráðamenn þjóð-
anna slegið sér og þegnum sínum hlífðarskjöldu, og
borið þá sem gull væri.
1 4. Mós. 20, er sagt frá því, að Móse hafi beðiö
konunginn í Edóm að leyfa Israelsmönnum að fa.ra
konungsgöturnar um Edóm-land. Þetta. bannaði
Edómkonungur honum, og kom á móti þeim með
sverðseggjar, »... miklu liði og sterkri hendi?«
Móse er fyrirmynd Krists. Edóm konungur, sem
var afkomandi Esaú — frumgetins sonar Isaks,
er fyrirmynd þeirra konunga, sem eru fallnir frá
trúnni. Eins og Móse óskaði þess að mega fara eft-
ir konungsgötunum um Edómland, svo hefir Krist-
ur óskað þess. aítur og aftur að mega fara eftir
konungsgötunum um þetta sama land — þ. e. land
hinnar dauðu trúar. Móse bað um þetta, vegna
þess, að sú leið var styttri og greiðfærari. Hugsum
okkur, hvað það hefði verið styttra og greiðfær-
ara fyrir Guð, ef konungarnir hefðu opnað veginn
fyrir hann, og hann hefði getað sent vitnisburðinn
um frelsið gegnum konungana til þegna. ríkisins.
En þeir hafa; lokað konungsgötunum íyrir Guði,
eins og Edómkonungur, og sagan geymir 'blóð
sverðseggjanna á spjöldum sínum í flest skipti, er
Kristur hefir gert shka tilraun.
1 næsta kapitula er sagt frá því, að Móse hafi
þurft að fara í kringum Edómland, til þess að
leiða sái'þyrstan lýðinn til hinna svellandi brunna.
(4. Mós. 21, 16—18). Með öðrum orðum — hann.
þurfti að fara krókaleiðina. Þannig er með Guð,
hann hefir þurft að fara krókaleiðirnar með hina
þyrstu, til brunna. hins lifandi vatns,, af því að
konungsgöturnar voru lokaðar. Eitt slíkt dæmi og
einkar glöggt hofum við í II. Kon. 5. 1 gegnum þau
mörgu málaviðskipti, sem Sýrlendihgar höfðu haft
við Israels konung, hafði Naaman hershöfðingi
aldrei fengið vitnisburðinn um hjálpræði Drott-
ins. En Guð sá neyð hans og þorsta og varð þvi
að fara, krókaleiðina — af því að konungsgatan
var lokuð. Hann varð því að leyfa það, að eitt aí:
börnum fyrirheitisins yrði gert að ófrjálsri ambátt
í Sýrlandi, til, þess að Naaman, fyndi leiðina til
hins vellandi brunns hjálpræðisins.
6S