Afturelding - 01.11.1939, Síða 11
A 1' T U lí U L 1) I N (/
Jólin míii í Torneárdalnum.
Torneárdalurinn er ein af hinum skemmtileg-
ustu byggðum í Norður-Svíþjóð. Meðfram fljótinu,
seni myndar landamæri Finnlands, búa meira en
30,000 Svíar, en er þó finnska móðurmál þeirra.
Dalurinn er nokkuð þéttbýll með mörgum stórum
kirkjusóknum. Stærstar þeirra eru Efri-Torneá
og Pajala. I Pajala bjó á sínum tíma presturinn
og eyðimerkurspámaðurinn Lars, Levi Lestadius,
vei þekktur kirkjunnar maður í Svíþjóð, Noregi og
Finnlandi. Húslestrarbækur hans eru enn lesnar
á hverjum sunnudegi þarna norður frá. Á dögum
Lestadiusar var Pajala stærri. En seinna hefir
þessari kirkjusókn verið skift í þrennt, Tárendö
og Junosuando. Ef haldið er áfram meöfram fljót-
in,u 6 sænskar mílur frá Pajala, þá er komið til
kirkjustaðarins Junosuando. Þar búa um 400 íbú-
ar, og tala þeir aðallega finnsku. Nokkrir af hin-
um yngri kunna eitthvað í sænsku. Þar er messað
tvisvaj- á mánuði, og þá á finnsku. Svo eru lx>rp
hingað og þangað á hinu víðáttumikla landflæmi
þarna, og þangað er farið í visitasíuferðir á vet-
urna. Þá er ekið á sleðum yfir mýrlendi og vötn
og gegnum skóga. Sleðinn er það stór, að hægt er
að leggjast þar til svefns, ef menn vilja. Þegai
presturinn kemur til þorpsins, er venjulega hald-
in guðsþjónusta á einhverjum bóndabæ eða í skóla-
húsinu, og allir fara að heiman, til að hlusta á
Guðs orð. Slíkar ferðir eru skemmtilegar. Maður
getur þá hitt einn eða annan mann með lifandi
trú á Drottin.
Til þessarar kirkjusóknar var ég sendur, nývígð-
ur til prests, þó gat ég ekki talað finnsku. En eng-
inn finnskumælandi prestur var í framboði. Ein-
asta orðið, sem ég kunni í finnsku, var »páivá«,
sem þýðir »góðan daginn«. Svo fáfróður, sem ungi.
presturinn var.í finnsku, svo fáfróður var hann,
að því er snerti lifandi trú á Krist.
Einhver hefir sagt: »Guð býr í eyðimörki.nni«,
Það er mikill sannleikur. Þegar hver maður þagn-
ar,. þá talar Guð. Það var í eyðimörkinni, sem Guð
talaði við Jóhannes skírara, Það var úr eyðimörk-
inni, sem Jesús kom til Galileu í krafti Andans
og prédikaði, svo að fólkið undraðist boðskap hans,
Það var sennilega í Damaskuseyðimörkinni, sem
Guð talaði viö Pál og birti honum leyndardóm frið-
þægingarinnar. I þessari þöglu og kyrrlátu sókn
fékk Guð það tækifæri að tala við mig, sem hann
gat, ekki fengið í hávaða og ys skólanna. Það er
endurminning frá. prestsárum mínum, sem ég
gleymi aldrei. Það var við messuna á jóladags-
morguninn í Junosuando 1930.
Guð hafði um það leyti farið að sýna mér tóm-
leikann í hinum almenna kristindómi, þrátt fyrir
fágaðan ytri búning. Ég hafði fengið andstyggð á
skemmtunum meö guðhræðslublæ. Hversu mikla
lifandi löngun eftir Jesú og trú á hann var að
finna í öllu þessu hátíðarhaldi? Það er ei,ns og' kald-
hæðni örlaganna,, að einmitt jólin, sem við höld-
um heilög til minningar um fæðingu Krists í fá-
tækt og niðurlægingu, skuli vera hátíð til að full-
nægja skemmtanafýsn holdsins í stórum stíl. Þá er
borðað, drukkið og dansað, sem aldrei fyrr. Menn
hafa tekið upp siðvenju eldgamla heiðindómsins
hér á Norðurlöndum og sett hátíð Frelsarans, þa.nn
dag, er við höldum hátíðlegan til minningar um
fæðingu Frelsarans, í samband við þá heiðnu venju.
Svo er þessi hátíð sveipuö skikkju guðhræðslunn-
ar. En fyrir hinn, sanna, Jesúm er enn ekkert rúm.
Nú voru þá jólin komin. Það var venja að halda
hátíðarmessuna á sænsku. Þá kemur margt fólk
sama.n úr allri sókninni. Um hvað á ég að tala?
Á ég að hrófla við fölskum friði þeirra eða á ég
fara að venju fyrirrennara minna og koma með
fallegt orðagjálfur um Maríu og barnið í jötunni,
jólakerti og klukknahringar? En þá kom orð frá
71