Afturelding - 01.11.1939, Blaðsíða 14
A I- : ( K i i :> . v •
»Ég helt,, að hann. væri allsstaðar«.
»Já, það er aö vísu rétt, en ég á við heim Guðs,
eg' hann er ekki inni i húsinu. Sérðu trén mín?
Ég’ get séð Goliat frá þessum glugga, hann sýr,-
ist vera svo grimmur í kvöld, hann heíir rnisst
öll blöðin sín, og ég get næstum heyrt, hvernig
hann talar við sjálfan. sig. Sérðu þessi mjóu tré,
sem eins og fela sig hvert hjá öðru? Ég kalla þau
Davíðog Jónatan; þau eru einmitt að kyssast núna.,
eins og þeir gerðu. Manstu ekki eftir sögunni í
biblíunni? Og þarna er beykitréö mitt, þar sem
ég sit, þegar ég þykist vera hinn týndi sonur. Pað
er of dimmt. til að geta séð öll hin trén. Ég hefi
nöfn, á næstum öllum trjánum. Mér þykir voða.
gaman að ganga um meðal þeirra. Svo sé ég stjörn-
urnar, sem eru að koma fram. Veiztu, hvað ég
held um bær? Þær eru augun englanna, og þeii
depla þeim hver móti öðrum. Á þetta horfi ég,
þangað vil mig fer að syfja. Ég horfi líka á fugl-
ana, þegar þeir fara að sofa. Þeir depla augun-
um vingjarnlega til mín, og ég geri það .sarna á
móti. En auk þess sé ég margt annað«.
»Jæja, en farðu nú upp á herbergið þitt, þú ert
búin. að vera hér nógu lengi«.
Millí stökk fús niður úr gluggakistunni. Síðar.
tók hún í hönd frænda síns, þegar hún var að
fara, og sagði: »Það er aðeins eitt, sem mig lang-
ar til að sýna þér, frændi, ég get séð langt út á
þjóðveginn. Áður en myrkrið kemur, er ég' aö horfa
eftir því, hvort, ég sjái ekki Tómas koma. Hann
er týndi sonurinn þeirra Maxwellshjóna, eins og
þú veizt. Ég mundi verða afskaplega glöð, ef ég
fangi að sjá hann koma niðurlútan og í rifnum
fatagörmum. líann. kemur sennilega einhvern dag-
inn. Guð mun leiða hann heim aftur, og ef ég'
verð fyrst til: að sjá hann, þá mun ég undir eins
hlaupa og seg'ja Maxwell frá því. Og þá mun hann
hlaupa á móti honum. Verður það ekki gaman«.
Augu hennar ljómuðu af gleði og eftirvæntingu
um leið og hún ieit á frænda sinn til að sjá, hvort
hann samgleddist henni ekki. Hann, klapþ’áði á
höfuð hennar og gekk frá henni, án þess að segja
nokkurt orð.
Nokkrum dögum seinna hitti hann. hana aftur
á sama stað. Hann var að fara. í veizlu. Hún stóð
í gluggann og veifaði með vasaklútnum. Augna-
ráð hennar var svo alvarleg't og' kinnarnar rjóðar.
»Hvað gerir þú?« spurði hann, þegar liann fór
ríiður stigann. Millí sneri sér við, og sagði:
»Ég veifaði tii Guðs í kveðjuskyni, frændi. Mér
fannst ég ,sjá hann horfa niöur til mín frá himn-
i,num. Herra Edvarð fór og sagði um leið við sjálf-
an sig: - Ég held, að þetta barn, lifi í návist Guðs
frá morgni til kvölds«.
FIMMTI KAPITULI.
Einn af hinum týndu.
»Frændi, við fóstra ætlum að fara út aö verzla,
á ég að kaupa eitthvað handa ])ér? Við förum
á vagninum með Iíarry«.
Millí iðaði af gleði, á meðan hún talaöi. Þetta
var bjartur, en kaldur morgun. Herra Edvarð va.r
einmitt búinn, aö sna'óa morgunverð og' var á leiö
til herbergis píns með blaðabunka undir hendinni.
Hann nam staða.r og horfði á litlu stúlkuna í loö-
skinnskápunni, sem var mjög hrifin yfir að fá að
fara til borgarinnar. Hugur hans hvarflaði aftur
í tímann, þegar hann var lít-ill drengur og þótti
me,st gaman að fa.ra til kaupstaðarins.
»Já«, svaraði hann, á meðan hann leitaði að pen-
ingum í vasanum, »þú mátt kaupa, þerripappír og'
stálpenna handa mér í ritfangaverzluninni. Ég' skal
skrifa, hvaða tegund ég vil fá, og' hér eru pen-
ingar. Þú mátt eiga. það, sem afgangs verður«.
Hann rétti henni tíukrónaseðil, sem hún tók á móti
með ánæg'ju. »Ég hefi aldrei átt svo stóran pen-
ing f.yrr. Nú er ég rík«.
Þær komu ekki aftur frá borg'inni fyrr en um
nónbilið. Edvarö lávarður mætti þeim úti í trjá-