Afturelding - 01.07.1943, Síða 7
AFTURELDING
43
hættan og hjá levítanum, að verða þátttakendur
í þjónustu, sem gerð er að vísu í nafni Guðs, en
er afbökun af hinni réttu guðsdýrkun.
Brotning brauösins.
Á það var bent hér að framan, að í frum-
kristninni liefði samfélag Guðs barna, á lxverj-
um stað, verið eins og lieimili í þjóðfélaginu,
og að skírnin liafi verið eins og sýnilegar dyr,
sem liver einstaklingur varð að ganga gegnum,
til að komast inn til fjölskyldunnar. Innan þess-
ara dyra var brotning brauðsins, sem andleg fjöl-
skyldumáltíð, um leið og hún var minningarmál-
tíð um pínu og dauða Drottins Jesú Krists. Kvöld-
máltíðin var upphaflega innsett af Kristi, að-
eins með skírðum mönnum, þ. e. lærisveinunum.
í vakningunni sem hófst á hvítasunnudag er ekk-
ert talað um brotningu brauðsins fyrr en eftir
það, að búið var að skíra þá, .sem veitt liöfðu
Orðinu viðtöku. (Post, 2, 41—42). Hvar, sem
minnst er á brotningu brauðsins í Nýjatestament-
inu, er livergi gefin liin minnsta smuga fyrir þá
hugsun, að aðrir hafi verið þar þátttakendur,
en þeir sem skírðir voru. Eðli málsins leggst á
sömu sveif. Brotning brauðsins er hlutdeild í
minningu um dauða Drottins. Skilyrðið fyrir
hlutdeild í táknunum er að hafa dáið sjálfum sér
en lifa Kristi. Hin opinbera viðurkenning á þessu,
var einmitt skírnin. Sá var talinn — og er tal-
inn — neyta kvöldmáltíðar Drottins á óverðug-
an hátt, sem leyndi einhverju í lijarta sínu, er
Drottinn með dauða sínum, var búinn að leysa
liann frá. Undir það fellur ekki aðeins gróf synd,
en líka hverskonar tregða við Guðs fyrirskip-
uðu ákvæði, sem leynzt getur innra með mann-
inum.
Þótt Hvítasunnumenn leyfi ekki trúuðu fólki,
sem er óskírt, að vera við brotningu brauðsins
hjá sér, er það ekki sama og dómur þeirra á trú-
alífi hinna óskírðu. Langt frá því. Þeir eru að-
eins að gæta síns eigin víngarðs, en ekki að skima
eftir því, hvernig aðrir gæta sinna víngarða, til
þess að dæma það (Ljóðal. 1, 6). Hvítasunnu-
menn hafa ástundað það, að gera Orð Guðs að
lögum sínmn. Fyrir þetta hafa þeir verið reiðu-
búnir að taka á sig liverskonar erfiðleika, óvild
og aðkast annarra. Þar eð þeir geta ekki JTundið
eitt einasta dæmi þess í Nýja Testamentinu, sem
leiðir hinn minnsta grun að öðru, en að endur-
fæðing og skírn hafi ávallt gengið á undan þátt-
töku í brotningu brauðsins, þá þykir þeim jafn
sjálfsagt, að barn Guðsríkis breyti samkvæmt
því sem íslenzkur þegn eftir lögum íslenzka rík-
isins. Þó er þeim vel ljóst, að það er ekki fyrst
og fremst undir forminu komið, hvort einn eða
annar er verðugur. Kvöldmáltíðin er meira en*
það, að brjóta brauðið og bergja af bikarnum.
Hún er dýptirnar í ráðsályktun Guðs, en þó tun
leið gárinn á yfirborði djúpsins. Nýendurfædd-
ur og óskírður maður getur skynjað þýðingu
hennar og haft rétt lijarta gagnvart Guði til þess
að neyta hennar, á sama tíma, sem öldungurinn,
skírður fyrir tugiun ára, skilur ekki dýptirnar
í þeim heilögu táknum. Samt sem áður brýtur
það ekki niður nauðsyn þess, að taka tillit til nið-
urröðunar Guðs Orðs, heldur en óska einstakra
manna. Svo er og það, að ein undantekning fæð-
ir allt af af sér margar. Óskírt Guðs barn, sem
veit að söfnuður gerir það aðeins af hollustu
við Guðs Orð, að leyfa því ekki þátttöku, af því
að það hefir ekki opinberað trú sína í skírninni,
fyrtist livorki né hneykslast af því. Ef það gerir
það, þá er það aðeins sönnun þess, að það hefir
ekki rétt lijarta gagnvart Guði. Hinn aftur á
móti, sem hefir rétt hjarta, en er liindraður af
framangreindum ástæðiun, liann kemst aðeins
lengra áleiðis með því, heldur en ef liann liefði
fengið að vera með, athugasemdalaust. Það verð-
ur á þann liátt, að sá sem hefir rétt hjarta, hann
er dáinn sjálfum sér, er orðinn liljóður og kyrr
fyrir augliti Guðs. Hann mun því hugleiða mál-
ið með kyrrlátri yfirvegun frammi fyrir Drottni,
en einmitt þannig fær Andi Guðs opna leið til
að sannfæra hjarta hans um nauðsyn biblíulegr-
ar skírnar.
Fráfall safnaðanna hefir ávallt byrjað á því,
að vegurinn hefir verið gerður breiðari en liann
er í Guðs Orði. Menn hafa viljað setja dyrustafi
sína hjá dyrustöfum Guðs, eins og Guð segir fyr-
ir munn Esekíels spámanns (Esek. 43, 8). Það
gera þeir með því, að setja sinn vilja jafnliátt
Guðs vilja. Viðvíkjandi kvöldmáltíðinni ætti
Guðs börnum að vera því eðlilegra að hafa ugg
og ótta, sem það er deginum ljósara, hvað kirkj-