Afturelding - 01.07.1943, Blaðsíða 8
44
AFTURELDING
rn hefir verið seinheppin í því, að gera dyrnar
inn að henni svo víðar, að allir geta þar kom-
ið, án nokkurs tillits til þess, hvort menn eru
endurfæddir, hvað þá meira. Það er, ef til vill,
liumpart vegna síendurtekinnar misbeitingar á
þessum lielgu lilutum, sem mörgum, er taka þetta
mál alvarlega, finnst það sama og að fara út á
gatnamótin með brotningh brauðsins, ef hinir
frjálsu söfnuðir leyfðu óskírðum að vera þar
með. Það skal þó tekið skýrt fram, að það er
ekki vegna hinna hreinlífu, óskírðu Guðs barna,
heldur vegna hinna mörgu kærulausu, sem á
eftir kæmu og enginn gæti ráðið við.
Aftur á móti virðist það ekki leiða neina hættu
að söfnuðunum, þótt Guðs börnum, sem skírn
hafa tekið, og standa annarsstaðar, sé leyfð þátt-
taka í brotningu brauðsins innan hvítasunnusafn-
aðanna. Ástæðan fyrir því, að bróðir eða systir
hefir ekki sama ljós og við getur einungis verið
sú, að þau liafa verið þar, sem öllu Guðs Orði
hefir ekki verið haldið fram í kenningunni. Vant-
andi upplýsing getur ekki útilokað neinn frá
brotningu brauðsins, þegar hjartað er rétt gagn-
vart Guði og viðkomandi hefir viðurkennt trú
sína opinberlega með skírninni. Annað mál er
það, þegar menn, sem annars eru skírðir, hafa
mikinn mótanda á hvítasunnustarfinu, eða það
eru menn, sem fara með ranga kenningu. (Róm.
16, 17; II. Jóh. 10—11). Það er auðvitað úti-
lokað að þeir geti verið þátttakendur, enda er
ótrúlegt að þeir sækist eftir því.
Framh.
LEIÐRÉTTING.
í framhaldagrcin minni „Frá sumarfcrðalagi“, i síðasta blaði,
segir, að Ásinundur Eiriksson hafi verið farkennari, þegar
hann hóf Irúboðsstarf í sveit sinni. Einhver hafði 6agt mér
þctta og byggði ég á því sein réttu. Nú hefir Ásmundur vak-
ið athygli niína á því, að þetta sé ekki rétt, heldur liafi hann
verið starfsmaður lijá Sainvinnufélagi Fljótamanna. Þykir mér
lciðinlegt að þarna hafa blandast mál, en það stafar, ef til
vill, af því að veturinn áður var Ásinundur við kennslu. Um
leið og þetta leiðréttist bið ég afsökunar á missöguinni.
I sömu grein, á hls. 33, í fyrra dálki, hefir orðið meinleg
prentvilla. Þar stendur: „Guðlaugur Frímann“, en á að vera:
Guðlaug Frímann.
Krístín Scemunds.
SKÖGARFÖRIN.
Einn þáttur sumarmóteins, er Hvítasunnusöfnnð-
irnir héldu á Akureyri dagana frá 19.—27. júní 8 1.
var för okkar í Vaglaskóg. Laugardaginn hinn 26.,
er klukkuna vantaði 15 mínútur í eitt Bafnaðist fólk-
ið, er ætlaði í skógarförina, gainan á Bílatorginu á Ak-
ureyri. Veður var hið bezta, glaða sólskin og blíð-
veður. Allir voru glaðir, og eftir stutta stund var
búið að fylla 3 fólksbíla, 18—22 manna bíla, eða í
kringum 60 manns. Létt var yfir öllum að vanda, en
nú átti maður í vændum að ejá íslenzkan ekóg, eem
margt af okkur höfðum aldrei séð, aðeins heyrt óm-
inn af, í gegnum frásögn þeirra, er séð höfðu ekóg-
arfegurðina.
Af stað héldu bílarnir hægt og hátíðlega suður í
gegnum bæinn, en er út úr honum kom, hertu þeir
á ferðinni; því ekki veitti af að nota tímann vel, því
að bílarnir voru leigðir fyrir ákveðið gjald yfir
ákveðna tímalengd. Frá bílunum ómaði söngurinn
og aftur söngur, lofsöngur um Konung konunganna,
sem hefir veitt okkur svo dýrðlega blessun, og þenn-
an dag gefið unaðslegt veður í þessa fyrirhuguðu för.
Áfram héldum við yfir Eyjafjörðinn og út með firð-
inum að austan, sem leið liggur og upp á Vaðlaheið-
arbrún. Þar blaeti við sjónum okkar, eyðiflákar, heiða-
lönd. Lítill gróður var kominn þar, enda mjög fátt
af búpeningi byggðarmanna komið á sumarstöðvar
háfjallafrelsis. Þar sem beygjur voru á veginum, var
veifað til næsta bíls, og evo koll af kolli, var auð-
séð að ósýnileg keðja tengdi saman þessi nútíma
farartæki, eða öllu heldur þær manneálir, er þau
fluttu. Loks blasti við sjónnm okkar Fnjóskadalur og
Ljósavatnsskarð. Er að Fnjóská kom, valt hún fram
í foráttu vorleysinganna, því af miklu var að taka,
og flytja hinn brædda snjó ag færa liann sjávardís-
inni eyfirzku. Á Fnjóská var brú, steinbogi, mikið
mannvirki. Á bakka árinnar að austan stöðvuðust bíl-
arnir. Vaglaskógur blasti við, í sinni tign og sumar-
dýrð, þótt hann væri ekki búinn að ná fullu blóm-
skrúði sumarfegurðar sinnar. Allir þustu út, úr bíl-
unum og fararstjóri, Ásmundur Eiríksson, gekk með
fylktu liði hvítasunnumanna og kvenna inn yfir vé-
bönd skógarins. Voru viðtökur skógarins hinar há-
tíðlegustu, þar allt ljómaði í geisladýrð miðsumars-
sólar, er hellti ylgeislum sínum yfir þessa velboðnu
gesti, og söngur skógarþrastarins ómaði hátt yfir höfð-
um gestanna, sem fagnaðaróður yfir komu hinnar
stærstu fylkingar hvítasunnuflokks, er nokkru sinni
hafði stigið inn fyrir mcrkjalínu þessa fagra friðhelga
staðar.
Dreifðist flokkurinn nokkuð út um skóginn, því
margt var að skoða og mikið er um dýrðir hér, en
aðalflokkurinn hélt áfram langt inn í skógarþykkn-
ið, eftir götuslóða, en loks var staðnæmst í skógar-