Afturelding - 01.07.1943, Síða 9
AFTURELDING
45
rjóSri er sýnilega hafði verið áfangastaður margra
fyrirrennara okkar. Þar söfnuðust allir saman, böð-
uðu sig í 8Ólarhitanum, og lofuðu Guð fyrir dýrð þessa
fagra 8umardags. Þar næst var tekið til snæðingB,
og kom fram margt hnossætið, og var lítt fengist um
liver veitti, lieldur skift á milli, eftir þörfum hvers
eins. Að endaðri máltíð var öllum úrgangi safnað
saman, og fært Fnjóská til flutnings á hennar hrað-
fara flutningstækjum. Síðan var skoðað 6Íg um, og
myndavélar uppteknar, og sennilega hafa margar ver-
ið uppstillingarnar þennan dag í Vaglaskógi. En h'fs-
tíminn líður og dagstundin með. Fararstjóri minnti
á, að hílarnir væru tímabundnir, og var því lialdið
af stað í áttina til þeirra. Mér var gengið lítið eitt
frá samferðafólki mínu, ég var snortinn af allri þess-
ari fegurð og unaði, ég teigaði að mér skógarilminn
eins og ég ætlaði að safna honum í forðabúr, til ókom-
inna tíma. Ég staðnæmclist hjá háu og tignarlegu tré,
stofninn var teinréttur, og blaðkrónan bar hátt við
loft, það var þéttsett greinum og blómhnappar marg-
ir á hverri grein, ilmsterk skógarangan lagði frá þessu
tignarlega tré, er líktist ímynd fegurðar, en var raun-
veruleiki. Ég lofaði Drottinn fyrir allar dásemdir
hans, fyrir alla náð hans og blessun, er hann véitir
öllum þeim, sem vilja taka á móti honum í auðmýkt
í trú og kærleika. Ég 6tóð í lotningu frammi fyrir
þessu dásemdarverki lians. Minntist ég orða Frels-
arans, er hann segir í Orði sínu: Ég er vínviðurinn,
þér eruð greinarnar, hver sú grein sem ekki ber ávöxt,
skal afhöggvast og í eld kastast. Mér var litið á næstu
tré, og ekki færri en þrjú tré stóðu þar hjá og bar
ekkert þeirra blöð, greinar þeirra skrælnaðar og ber-
ar, ekki cinn frjóangi. Ég vissi, hvað beið þeirra: upp
að höggvast. Þar nærri var stór bálki af niður-
höggnum trjám, sem aðeins var eftir að fullkomna
verkið, að flytja heim og kasta í eldinn, svo bókstaf-
lega fullkomnaðist orðið. Ég hað Drottinn: Gef mér
náð til að vera ævarandi grein á vínviðarstofni þín-
um, er ávallt mætti bera ávöxt og ilm og angan trú-
arinnar í þinni sauðahjörð.
Ég hrökk upp. Það kom undarlegur þytur og trén
hristust og skulfu. Ég leit í kringum mig, allt virt-
ist vera á lifandi hreyfingu í skóginum. En þetta
var aðeins vindblær, skógarþytur. Ég hraðaði för
minni og náði fólkinu út við skógarlxliðið, þar hafði
það staðnæmst og voru sungnir nokkrir lofgerðar-
söngvar og fluttir nokkrir vitnisburðir. tJti við bíl-
ana biðu bílstjórarnir okkar, kyrrlátir og kurteisir,
en sýnilega farnir að óróast eftir okkui. Var nú geng-
ið út úr Vaglaskógi með ylríkum minningum.
Nú var farið að raða í bílana fólkinu, en þá kom
babb í bátinn, það vantaði þá eina systirina; voru
nokkrar umræður, hvað valdið gæti, en óðar stukku
sjálfboðaliðar að leita að hinni týndu. Eftir stutta
stund komu þeir aftur, og systirin með, glöð og létt
í lund, og veifaði glaðlega til okkar, segjandi a'.lt
í lagi. Mér datt í hug, að skógarfegurðin liefði heill-
að hana lengra inn í skóginn, og söngur skógarþrast-
arins með tilstyrk ylgeisla vermandi sólar, svínft
hana og haldið henni full-lengi í ilmsætum armi su-
um, enda var það víst svo. En nú var hún heimt, og þá
var allt í lagi.
Var nú haldið af stað og var mér ljóst, að l.ér
byrjuðum við heimför okkar, þetta væri fjarlægasti
staðurinn frá heimilum okkar. Það ómaði innst í
huga mér: lieim, heim, ó ljúfa heim! enginn mar n-
legur máttur getur staðist gegn kraftinum þeim.
Þegar við komum upp á heiðarbrún austanverla
hvarf Fnjóskadalur með allri sinni skógarfegurð sjón-
um okkar, en minningarnar geymast. Á vesturbrín
Vaðlaheiðar, blasti við okkur hinn tignarlegi Eyji-
fjörður í sumarljóma og geisladýrð. Úti á miðjuin
firði hyrgir Hrísey útsýni útfjarðarins, og lokar að
mestu firðinum.
Miklar byggingar og mannvirki eru beggja megin
fjarðar, svo sem Hjalteyri, Dagverðareyri, Krossanes,
Svalbarðseyri o. f 1., sem eru síldarstöðvar og vinnslu-
stöðvar sjávarútvegsins, er hér sjálfsagt björgulegt
um að litast um hásíldveiðitímann, þá vel gengur,
og allt er í fullum gangi. Sveitirnar blómlegar upp
frá sjávarþorpunum, og innst við fjörðinn fagra stend-
ur höfuðstaður Norðurlands, Akureyri. Áfram brun-
uðu bílarnir, og ávallt ómaði söngurinn og enduðu
síðustu tónarnir er bílarnir renndu inn á bílatorg
Akureyrar, og þar með var skógarförin á enda.
Jónas GuSmundsson.
Ég er endurfæddur-
Sæluríkustu orð, sein maður getur sagt, séu þau
sögð í fullvissu og einlægni, finnst mér vera hin þrjú
eftirgreindu orð: „Ég er endurfœddur“.
En að sama skapi eru þau hin alvarlegustu fyrir
þann mann, sem bætir einu „ó“i við og segir, ég er
óendurfæddur. \
Sælu og alvöru þessara orða finnum við í þriðja
kapítula Jóhannesar guðspjalls.
Kristur er þar að tala við mann, sem sjálfur var
kennari í guðfræði og átti þess vegna að hafa þekk-
ingu á guðlegum hlutum.
En Kristur segir samt við hann: „Yður ber að
endurfæðast“, og einnig: „Enginn getur séð Guðs
ríki, nema hann endurfæðist“.
í fyrra bréfi sínu lofar Pétur postuli Guð fyrir
hans miklu náð og miskun, að liann hefir endurfætt
oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá
dauðum.
Þannig eiga, og gera, allir sem tileinkað hafa sér
persónulega friðþæginguna, sem felst í fórnardauða
Jesú Krists og upprisu hans.