Afturelding - 01.07.1943, Síða 10
46
AFTURELDING
Með þeasum línum vil ég vitna um afturhvarf mitt
eða endurfæðingu.
Þótt ég ungur væri, var ég eins og glataði eonur-
inn, horfinn langt burtu frá föðurhÚBum og þurfti
því að hverfa heim aftur.
Þegar ég var barn, tóku móðir mín og amma
sinnaskiftum og endurfæddust til lifandi vonar og
trúar á Jeeúm Krist. Þá strax sá móðir mín ábyrgð
hvíla á sér, og bar okkur systkinin, eem ellefu er-
um og nú þegar átta endurfædd, til Guðs í bænum
sínum.
Fyrir bænir, sem beðnar voru fyrir mér, og það
sem ég heyrði af Guðs orði, sannfærðist ég fljótlega
um synd, réttlæti og dóm, eins og Guðs orð bendir
til að muni eiga sér Btað, þar sem Andi Guðs verkar.
En þótt ég sannfærður væri, virti ég náð Guðs að
vettugi og þverskallaðist við boði hans, þar sem hann
býður öllum að koma til sín, jafnt glæpamannin-
um sem hinum siðferðisprúða manni.
Allir, sem þyrstir eru, mega koma og drekka af
lind lífsvatnsins og allir, sem þreyttir eru, geta feng-
ið livíld hjá Kristi, því hans ok er indælt og byrði
hans er létt. Þótt ég forsmáði svo boð hans, reyndist
erfitt fyrir mig, eins og Sál, að spyrna á móti brodd-
unum, því sannfæring mín var, eins og prédikarinn
segir, eins og fastreknir naglar.
I sinni miklu mildi og kærleika knúði Kristur á
hjartað mitt og sagði: Son minn, gef mér hjartað
þitt, þinn innri mann, svo þaðan komi ei lengur
hugsanir ranglætis og syndar, sem stjóma lífi þínu,
heldur verðir þú ný sköpun í mér, sem hugsar og
framkvæmir guðlega hluti.
Guði sé lof, nú get ég sagt: „Ég veit á hvem ég
trúi, ég veit að Lausnarinn minn lifir“.
Því þegar þorsti minn var sem mestur og þegar
byrði mín var sem þyngst, fól ég mig í hans hönd,
sem framkvæmir allt eftir ráðsályktun vilja síns
og Guð vill ekki dauða syndarans, heldur að hann
snúi sér og lifi. Því að svo elskaði Guð heiminn, að
hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver sem á
hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“.
T. G.
Beizkt og sætt.
Þymumstráður og þungur var síðasti áfanginn af
vegi Meistarans. Hann var svo þungur og þymum
dreifður, að marga af lærisveinum hans brast þrek
til að fylgja honum. 1 eyðimörkinni hafði múgur-
inn safnast að honum, því að mennirair hugsuðu sér
að taka hann með valdi og gera bann að konungi.
En í Getsemane var hann einn.
Það kostaði meira að líða með Kristi, heldur en
að njóta blessunarinnar af uppfræðslu hans. Það kost-
aði meira að deyja með honum, heldur en að syngja
í Hósannakómum um dýrð lians og heiður. Þannig
var það, er hann gekk hér um á jörð, og þannig er
það i dag. Menn elska gjafir hans, en ekki veginn,
sem hann gengur. Menn vilja eiga hlut í blessunum
hans, en helzt af öllu engan hlut í krossi hans.
Fjöldi manna er fús til að viðurkenna nafn Jesú,
en aðeins fáeinir ganga veg sjálfsafneitunarinnar.
Menn vilja horfa á sól dýrðarinnar frá Tabor-hæð-
um, en vera undanskildir því að vera eina stund á
kné með Jesú í Getsemane.
Menn vilja lifa með honum, án þess að þurfa að
deyja með honum. Menn vilja rikja með honum, en
ekki líða með honum. Menn hræðast Getsemane og
Golgata.
Hér liöfum við skýringuna á því, hvers vegna þús-
undir manna, sem játa Krist, festa vagnhjólin sín svo,
að þeim verður ekki bjargað. Það er vegna þess að
byrjunin var röng. Leyfðu þér aldrei að dreyma um
það, að þú fáir að njóta ljúfleika krossins, fyr en þú
hefir smakkað sársauka hans. Frelsisgleðin verður
því aðeins hrein og sönn í sama mæli, sem þú sam-
myndast píslum Krists. Þegar vilji Guðs verður lög-
mál þitt,mun ekki standa á því, að friður haus fylli
hjarta þitt. En að leita friðar Guðs og fyllingar hans
íbúandi kraftar á öðrum vegi, er með öllu árangurs-
laust.
Frank Mangs.
Opð og athainir.
Flas gerir ekki flýtir, segir gamalt máltæki.
Það er ekki aðalatriðið, að koma einhverju af stað,
heldur hitt, að rétt sé af stað farið. Hérna skjátl-
ast mönnunum svo oft. Þeim finnst þeir jhafa
bvo annríkt, að þeir hafi engan tíma til yfirveg-
unar.
Sá, sem ekki hyggur að, áður en hann jhleyp;-
ur, hrasar oft í sltrefi á skeiðinu. Og sá, sem ekki
tekur sér tíma til að yfirvega orð sín og athafn-
ir, fær margoft tilefni til að ergja sig.
Yfirvegaðu orð þín, áður en þú lætur þau frá
þér fara. Orð, sem á annað borð eru komin út
af vörum okkar, getum við ekki afturkallað. Við
getum iðrast þeirra. Við getum grátbeðið þess, að
þeim sé gleymt, en stöðvað þau eða afturkallað
— það getum við ekki. Þau fara frá hjarta til
hjarta og bera ávöxt, *vondan eða góðan, eftir
því sem efni stóðu til. Og dag einn koma þau,
ef til vill, að okkar eigin hjörtum og stinga þau
eins og spjótsoddur.
Yfirvegaðu athafnir þínar, áður en þú hrindir