Afturelding - 01.07.1943, Síða 12

Afturelding - 01.07.1943, Síða 12
48 sem erfiðið og þunga eru hlaðnir og Ég mun veita yð- ur hvíld“. Guð blessi ykkur kæru vinir á Kristneshæli. tJTISAMKOMA Á TORGINU Á AKUREYRI. Eft- ir biblíulestrana kl. 4 fór venjulega hljómsveitin og nokkrir aðrir niður á torgið til þess að halda sam- komu. Margt fólk, sem fór þar fram hjá, nam stað- ar til að hlusta á sönginn og vitnisburðina. Enda voru þar margir til að segja frá, hvað Guð hafði af náð sinni gert fyrir þá. Söngurinn og hljóðfæraslátt- urinn hreif líka hjörtu margra. Það er gott að geta sáð sæði Guðs allsstaðar í þeirri von, að ávöxturinn komi í Ijós á hinum mikla degi. Það var gott að sjá, hve prúðir og eftirtektarsamir Akureyringamir vom. TUTTUGU VERKAMENN. 1 lok biblíulestrar, sem Sigmund Jakobsen hélt, sagði hann, að því sem mörg- um gat virzt, af innblásinni hugsun: Biðjum Drott- inn um tuttugu íslenzka verkamenn, andans fyllta og brennandi. Þetta fékk þegar djúpan liljómgmnn í hjörtum áheyrendanna. Efalítið fóru allir heim aft- ur af mótinu með þetta bænarefni í hjörtum sínum. En eitt er að athuga, eins og bróðir Ólafur trúboði Olafsson sagði á samkomu í Zíon, næstu helgi eft- ir að hvítasunnumótinu lauk: Þegar þú biður Guð um það, að senda verkamenn til uppskeru sinnar, gæt þá að, að hann sé ekki einmitt að tala til þín, um það að fara út sem verkamaður á akurinn mikla. Bið ekki þessarar bænar, fyr en þú ert sjálfur reiðu- búinn að fara, ef Drottinn kallar þig, sagði bróðir Ólafur. — Svíkjumst ekki um í þjónustu bænarinn- ar. Biðjum um 20 verkamenn, unz þeir ganga allir um þvert og endilangt Island í Drottins erindum, því að enn er ekki kominn eins fjölmennur hópur og systir Guðbjörg Guðjónsdóttir sá í sýninni, að gekk inn um hinar opnu dyr. AFTURELDING SJÓMAÐURINN, SEM FRELSAÐIST MITT ÚT í ATLANZHAFINU. Þetta, sem ég nú skrifa, er það, sem ég sjálfur hefi reynt í miðju Atlanzhafi fyrir stuttu. Ég er ungur sjómaður, nýlega kominn í höfn, eftir að litla skipið okkar hafði orðið fyrir sprengingu. En ég ætla ekki að segja svo mikið um sprenginguna sjálfa og félaga niína, sem urðu eftir þar úti. Það, sem mig langar til að segja frá, er, hvernig Guð hjálp- aði mér, þegar ég í örvæntingu minni hrópaði til hans á neyð- arstundinni. Sprengingin átti sér stað snemma um morguninn. Ég var í brúnni og hafði verið á vakt, síðan kl. 8 um kvöldið áður. Fyrsta sprengingin hæfði framstafn skipsins, svo járn- og spýtnabrotum rigndi um allt framdekkið og brúna og huldi mig að miklu leyti. Ég var mikið mciddur bæði í andlitinu og á líkamanum. Það tók langan tíma, áður en ég gat losn- að. Ég get enn ekki skilið, hvernig ég gat komizt út að skips- hliðinni og kastað mér í sjóinn. Það er allt eins og í þoku fyrir mér. Mér fannst allur líkaminn brotinn og í sárum. En í sjóinn komst ég samt. Ég sá ekkert meira af skipinu, er ég kom upp á yfirborðið aftur. Ég reyndi að synda, en gat það ekki, því ég var stirður í öllum líkamanum. Þá var það allt í einu, að ein hugsun gagntók mig, að nú varð ég að deyja, og ég var ekki reiðubúinn. Mikil hræðsla við dauðann greip mig. Ég fór að hugsa um það, að ég væri ekki frelsaður maður, heldur mikill syndari, sem aldrei hefði hugsað um Guð. Ég hafði aldrci fyrr leitað hjálpar Drottins, en nú bað ég til Guðs og hrópaði af hjartans angist um frelsi og hjálp. Ég veit ekki, hvernig það gerðist, en allt í einu var allur stirðleikinn horfinn og ég var farinn að synda. Ég vissi ekki í hvaða átt ég synti, en eftir litla stund, þá heyrði ég einhvem kalla til min, og þá sá ég fleka rétt hjá mér. Á honum voru 7 af félögum mínum. Eftir tvo tíma vorum við svo teknir um borð í annað skip. Enginn getur imyndað sér, hvernig ég leit út. Allir voru undr- andi yfir, að ég skyldi komast lífs af. Hver hafði bjargað mér? Hver gaf mér kraft til að synda, og hver var það, sem stjórnaði mér í rétta átt, svo að ég rakst á flekann? Það var liinn Alvaldi Guð, sem hafði heyrt bænahróp hins iðrandi syndara, sem lá þjáður og hjálparvana mitt úti í At- lanzhafinu. Ég mun aldrei gleyma því, sem ég fékk að reyna þessa nótt. Guð heyrði bæn mína og frelsaði mig, bæði andlega og likamlega. Látum okkur þess vegna biðja hann um kraft til að lifa sigrandi lífi og ganga þann veg, sem Guð í kær- leika sinum hefir sýnt okkur. Það er vegurinn til frelsis i Kristi Jesú. Og látum það ekki dragast, þangað til það verð- ur of seint. Það var nærri því orðið of seint fyrir mig. (Úr Nordisk Tidend). Sjómaður. Öðlist ég ekki beinlínis þaS, sem ég bi3 um, þá gefur GuS mér annað, sem er miklu betra. Lúther. /

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.