Afturelding - 01.06.1947, Side 5

Afturelding - 01.06.1947, Side 5
AFTUREL0ING ■voru því mótfallin. Þau liöfðu ætlað lienni virðingar- stöðu og liátt takmark í heimsins augum, og þau sögðu við liana: ,^Ef þú ferð að vera trúuð, eyðilegg- ur þú allar framtíðarhorfur þínar, sem við liöfum ráðgert þér til handa“. Svo tældu foreldrarnir dóttur sína inn á braut heimsins aftur. Hugsið ykkur: Fað- ir og móðir h jálpast að því, að glata sál barnsins síns. Þegar leið að afmælisdegi hennar, höfðu þau «ins viðhafnarmikinn undirbúning og þeim var mögu- legt. Þau keyptu liin skrautlegustu föt og allskonar gimsteina lianda henni, og ginntu hana út í glaum ■og glaðværð. Skömmu eftir afmælishátíðina veiktist stúlkan, og bráðlega stóð liún andspænis dauðanum. Hún kallaði á þjóustustúlkuna og sagði: „Sækiu kjól- inn, sem ég var í á afmælisdaginn rninn og hreiddu liann þarna á stólinn. Sæktu líka allt gullstássið, sem ég fékk og legöu það á borðið. Segðu svo pabha og mömmu að koma inn“. Þegar foreldrar hennar konni inn, sagði hún: „Sjáið þið, þarna er verð sálar minn- ar“. — Síðan andaðist liún án Guðs og án vonar. Vinir! Sá tími kemur er við munuin sjá hlutina ■eins og þeir eru í raun og sannleika. Ég liefi þekkt •fjölda fólks, sem yfirgaf heiminn til að ávinna Krist. Ég liefi hekkt menn og konur, sem fórnuðu miklu. Ég þekkti mann, sem fórnaði átján iniljónum króna til að ávinna Krist. En ég liefi aldrei þekkt neinn, -sem liefir séð eftir því, að gefast Kristi. Gef þú þig einnig Kristi algjörlega á vald, og þú anunt ahirei iðrast þess, livorki um tíma né eilífð. Og eins og Móse lióf upp höggorminn á ey&imörk- inni, þannig á Manns-sonurinn «ð ver&a upphafinn, Jil þess að hver, sem trúir hafi í samfélaginu vi& hann >eilíft líf. Því aö svo elskatii Gu8 heiminn, að hann gaf Son sinn eingetinn, til þess að liver, sem á lianri trúir, glatist ekki, heldur liafi eilíft líf. Því ekki sendi Guö Soninn í heirninn, til þess að lianri skyldi da’ma heiminn, heldur til þess að heimurinn skyldi frels- •ast fyrir hann. Jóh. 3: 14, 15, 16, 17. Þaö orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í lieiminn til að frelsa synduga rnenn, og er ég þeirra fremslur. 1. Tím. 1: 15. . .Því að Manns-sonurinn er kominn til að leita að Jiinu týnda og frelsa það. Lúk. 19: 11). Hlýdnin gefur ólýsanlega blessun Aldin Guðs á Orðsins grein eru Ijúffeng, sæt og lirein, trúarsporin taktu bein, hallelúja! Lengra gakk í landið inn, lengra segir Frelsarinn, allan taktu arfhlut þinn, hallelúja! Ó, hve þetta vers hljómaði í liuga mér í fyrsta sinn, er ég kom á samkomu hjá Hvítasunnumönnum. Þegar sálrnur þessi var sunginn, sérstaklega þetta vers, fannst mér hver lína tala til mín. Hafði ég ekki tekið trúarsporin bein, og tekið út allan arf- hlut minn? Þurfti ég að ganga lengra inn í landið? Ég, sem var búin að vera í kristilegu félagi um þrjú ár. Var það virkilega Frelsarinn, sem talaði til mín? Hvað vantaði mig? Ég trúði á Droltin og inér fannst stundum ég eiga frelsið, en aðrar stundir kom svo efinn. Ég átti oft erfiðar stundir, en ég sótti vel samkomur og mér þótti mjög vænt um félagið mitt. En eitthvað vantaði mig alltaf. Svo var það einn sunnudag síðastliðið suniar að tilkynnt var í útvarpinu, að Hvítasunnumenn hefðu útvarpstíma þennan dag eftir liádegisútvarpið. Hvítasuhnumenn! Jú, ég hafði lieyrt talað eitt- hvað um þá, en það var ekkert til að verða lirifin af. En forvitnin rak mig samt til að hlusta. Já, þann- ig getur Drottinn komið vilja sínuin fram stundum. Dýrð sé Guði! Gátu þetta verið Hvítasunnumenn? Jú, það var svo, og ég varð að fara á samkomu til þeirra næst á eftir. Við fórum þrjú, systir mín, sem var hjá mér, og maðurinn minn. Þegar samkoman var úti, hljóm- aði versiö, sem vitnisburður minn byrjar á, stöðugt í hjarta mínu. En livað var það þá, sem mig vantaði? Á samkomunni liafði ég tekið eflir mynd, sem var á einuni veggnum í salnum. Hún var af Jóliannesi, jiar sem liann er að skíra Jesú í ánni Jórdan. Ég hugsaði með mér: Nú, þeir skíra niðurdýfingarskírn. IJá get ég aldrei felt mig við Hvítasunnusöfnuðinn. Ég hafði svo oft lieyrt prédikað, að það ætli að skíra börnin, og það var mér nóg. En Drottinn var nú tekinn við að ineira leyti en ég vissi sjálf. Og aflur langaði mig að fara á samkomu á sama stað, og við systurnar fórum. Þá fékk ég tækifæri til að kynnast nokkrum systkinum í söfnuðinum. Við töl- uðum saman um skírnina, meðal annars, og ég mót- 37

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.