Afturelding - 01.01.1950, Qupperneq 5
A F T U R E L D I N G
Jk
un áct
inn í nimininn
Eitt sinn hafði ég vakningarviku í borginni Wang
Kia Kwan Dswang í Kína. Tilheyrendahópurinn var að
mestu leyti kínverskar alþýðukonur. Nokkrar þeirra voru
endurfæddar. En flestar heyrðu þá fagnaðarerindið í
fyrsta skipti. Þannig var það með frú Jang, sem ef til
vill var látlausari en flestar hinna. Hún var innrituð sem
nemandi hjá okkur. Það var ekki vegna þess, að hún hefði
áhuga fyrir sannindum Biblíunnar, heldur af þeirri á-
stæðu, að maður hennar var frelsaður. Áður hafði hann
tilheyrt Konfúsíusarkenningunni, en nú óskaði hann eftir
að eiginkonan lærði grundvallaratriði kristindómsins. Hún
hafði tvö börn sín með sér og þau tóku mest af tíma
hennar og kröftum. Það voru rúmlega 20 manns í henn-
ar deild. Þess vegna hafði ég ekki mikla möguleika 01
að ná 01 hvers einstaklings. Það leit því ekki út fyrir að
árangurinn yrði mikill af skólagöngu Iiennar.
Starfsaðferð mín er fyrst og fremst bæn. Og ég treysti
því fullkomlega, að Guðs Heilagi Andi mundi efna fyrir-
heitið í Jóh. 14, 13—14: „Og livað sem þér biðjið um
í mínu nafni, j)að mun ég gjöra, til þess að Faðirinn
verði vegsamlegur í Syninum. Ef J)ér biðjið einhvers í
mínu nafni, mun ég gjöra það.“
í lok vakningarvikunnar var Guð gerður dýrðlegur við
endurfæðingu frú Jang. Því að eflir að hafa notið fjög-
urra daga byrjunarkennslu, sneri hún aftur til heimilis
síns, sem ný sköpun í Kristi!
Skömmu síðar veikdst hún af berklum og þjáðist hræði-
lega í heilt ár. Líkamlegu þjáningarnar voru aðeins nokk-
ur hluti af neyð hennar. Fjölskylda hennar var þess full-
viss, að breyting hafði orðið í lífi konunnar. En fólkið
hennar vildi ekki taka á móti vitnisburði hennar. Einkum
var það reitt úl af því, að hún skyldi leysa fjötrana af
fótum sínum. Það lcit út í augum þeirra, sem stór synd,
að lítilsvirða svo gamla siðvenju. Það píndi liana á ýms-
an hátt. Neitaði henni t. d. um vatn, Jregar hún var svo
sjúk, að hún megnaði ekki að standa upp. Skyldmenni
hennar sögðu henni, að hún skyldi verða lögð í gröfina
með nakta fætur. Venjan var sú, að hver heiðvirð, kín-
versk kona liafði aðeins andlit og hendur nakið í gröfinni..
Gegnum allar sorgir og ]>rengingar, liélt frú Jang hinni
hreinu trúarstaðfestu sinni. En mikil sorg og vonbrigði
voru það fyrir liana, að fólkið hennar vildi ekki veita
móttöku boðskap lífsins, sem fyllti sál hennar friði og
öryggi.
Hinn hræðilegi sjúkdómur var um |)að bil að sigra
lífsþrótt hennar, er ég kom til hennar. Forstöðumaður
safnaðarins, sem ég prédikaði í, lýsti þjáningum hennar
fyrir mér. — Hið eina, sem hún biður um sér til handa
er, að hún fái að sjá yður aftur.
Ég J)arf víst ekki að geta J)ess, að ég fór til hennar
samstundis. Mér var veitt móttaka og boðin velkomin
með svo algjörri undirgefni, að mér virtist að ég hefði
ekki fyrr skilið livað sannur kærleikur var.
Nokkrir dagar liðu. Það var greinilegt, að það var
Guðs vjlji að taka hana heim til sín. Við, sem elskuðum
liana, hættum að biðja um, að hún fengi heilbrigði, en
báðum aðeins um, að Guð vildi gefa henni friðsæla brott-
för og lyfta af henni þeirri þungu sorgarbvrði, sem lá
eins og farg á henni, vegna þess, að aðstandendur hennar
vildu ekki móttaka vitnisburðinn um Jesúm.
Loks rann upp síðasti beimsóknartíminn, eftir því, sem
ég sjálf áleit.
Við fáum ekki að sjá systur okkar meir á þessari jörð,
sagði ég við söfnuðinn.
— Hún er mjög nærri heimför sinni. Sennilega lifir
hún ekki nóttina af!
Snemma næsta morgun, kallaði faðir hennar á mig.
Er dóttir þín nú gengin inn til hvíldarinnar í návist
Frelsarans? spurði ég.
Hann brosti.
— Nei, nei, sagði hann.
— Drottinn hefur gert mikið undur, óviðjafnanlegt
kraftaverk. Hún er komin til lífsins á ný.
Síðan skýrði hann frá því, að frú Jang liefði dáið kl.
3, daginn áður. Eins og kínversk siðvenja er, hafði fjöl-
skyldan samstundis búið hana til greftrunar. Um sólar-
lag, heyrði fólk hennar hávaða frá líkstofunni. Því koin í
hug, að ef til vildi, væri það eitthvert barn, grísir eða
kjúklingar, sem hefðu komizt þangað inn.
En J>egar dyrnar voru opnaðar, gat fólkið tæplega
trúað sínum eigin augum. Frú Jang sat upprétt á líkfjöl-
unum. Hún hafði lyft af sér líkblæjunum og klæðzt aft-
ur þeim fötum, sem hún var í áður en hún dó.
Ég hafði ekki frætt þessar konur um Opinberunarbók-
ina. Og frú Jang hafði aldrei heyrt neitt um dýrð himins-
5