Afturelding - 01.01.1950, Page 6

Afturelding - 01.01.1950, Page 6
AFTURELDING ins eins og þessi bók skýrir frá henni. Hún hafði hlustað á Guðs orð í nokkra daga. En lieyrið nú hvernig hún segir sína eigin sögu: „Ég minnist þess, að ég sá ástvini mína standa umhverf- is mig. Þá kom Drottinn okkar og Frelsari inn í herbergið. Hann tók í hönd mína og sagði: Komdu með mér! Skömmu síðar vorum við komin að hinu himneska perluhliði. Englar luku upp, og við gengum inn. Ég sá mjög fallegar byggingar og litauðugar. Ég gekk við hlið Jesú um gullnar götur. Ó, hversu glöð var ég ekki, ung- frú Waughan, að þér skylduð hafa bent mér á að hætta að reyra fætur mína. Ég mundi hafa blygðast mín fyrir að ganga með reyrða fætur við hlið Frelsara míns! Við héldum áfram. Ég sá þúsundir af englum, sem stóðu í hring og spiluðu himneska lofsöngva. Þar sá ég og hásæti dýrðarinnar. Og i því sat Guð Faðir. Þegar ég sá hann varð ég hrædd. Ég þorði tæpast að Iíta upp. — Þú ert komin, sagði hann. — Já, Drottinn, svaraði ég. — Þú verður að hverfa aftur sluttan tíma, en þú munt koma aftur til mín j). 12. næsta mánaðar. — Og nú er ég hér, ungfrú Waughan. En nú skuluð þið taka á móti vitnisburði mínum. Því að ég hef gengið um hinar gullnu götur og séð Föðurinn. Nú verðið þið að trúa mér. Trúðu svo nágrannar hennar og skyldmenni vitnis- burðinum ? Fólk streymdi að úr öllum áttum til að lieyra hana segja frá þessum óviðjafnanlega atburði. Hún gat vitnað sem sjónarvottur og þeir gátu ekki vefengt orð hennar, því að Guðs kraftur var yfir henni. Fleiri hundruð manns sneru sér til lifandi trúar á Jesúm Krist. Síðan jætta skeði hefur verið létt að boða fagnaðar- erindið á þessum slóðum. Tíminn leið til hins 12. næsta mánaðar. Þegar sá dag- ur rann upp, leitaðist fjölskyldan við að sannfæra hana um, að jætta væri byggt á misskilningi. En eftirvænting hjarta hennar lét ekki afvegaleiðast. — Síðari hluta dagsins bað hún móður sína um lík- klæðin. Henni voru fengin þau, en ekki mótmælalaust. Um sólarlag klæddist hún rólega líkklæðunum, meðan fjölskyldan sat og mataðist í næstu stofu. Hún lagðist útaf og sál hennar gekk aftur til Guðs í unaðslegum friði. Drottinn Jesús Kristur sagði, þegar hann var að ganga heim í dýrð Föður síns: „Faðir, ég hef gjört þig dýr- legan á jörðinni, með því að fullkomna það verk, sem þú fékkst mér að vinna.“ Ó, hamingjusama sál, sem getur sagt þetta á burtfarar- stund sinni úr heimi þessum. („Pentecastal Evangel“). „Eg vil - ég verð - ég skal“. Lestu þessa grein með vakandi athygli. Hún fjallar um þýðingarmesta atriði lífsins, og hefur mikla jrýðingu, bæði fyrir tíma og eilífð. Orð Guðs segir svo: „Og eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja, en eftir það er dómurinn“. (Hebr. 9.27). Þess vegna er það fullkomlega nauðsynlegt að fá syndafyrirgefningu, svo að maður hreppi hvorki dóm né glötun. Heyrðu hvað Biblían segir meira'um þetta: „Sannlega, sannlega segi ég yður; sá sem heyrir mitt orð og trúir J>eiin. sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur hefur hann stigið yfir frá dauðanum til lífsins.“ (Jóh. 5, 24). Kæri lesari, hver sem þú ert, og livaða stöðu, sem þú enn skipar í j)jóðfélaginu, þá jmrfnast þú frelsis fyrir sál þína. Hvort sem J)ú ert ráðherra, sýslumaður, læknir eða húsmóðir, daglaunamaður, bóndi, eða stundar enn aðra atvinnu, þú þarfnast frelsis. Sértu ríkur eða fátæk- ur, leikur eða lærður, heill eða vanheill, imgur eða gam- all, í stuttu máli, hver sem þú enn ert, þá þarfnast þú og allir aðrir frelsis. Ef til vill ert þú líka sannfærður um þetta. Ungur, ófrelsaður maður, var hvattur til að leita frelsis fyrir sál sína. Unga manninum var fullkomlega ljós al- vara lífsins og svaraði: „Ég vil frelsast. Ég verS að frels- ast, og ég skal frelsast, en ekki nú. — Ég ætla að bíða með það, þar til ég kem aftur úr sumarfríinu mínu.“ Dag nokkurn í sumarfríinu, fékk hann ákafa löngun til að synda og fleygði sér í vatnið. En um leið fékk liann krampa og kom ekki lifandi upp úr vatninu aftur. Því miður er það alltof algengt, að margir breyta á sama hátt og þessi ungi maður. Þeir sjá nauðsyn þess að leita frelsis og segja: „Ég vil, ég verð, og ég skal frels- ast, en ekki nú, og þessi frestur hefur undir flestum kringumstæðum hinar alvarlegustu afleiðingar. Eftir því þarf meira til en trúna og tœkifœriS að öðlast frels- ið, þar kemur til greina vilji, — vilji, sem grípur hið yfirstandandi og fram rétta tækifæri. Guð getur ekki leitl okkur lengra en við sjálf viljum. Okkar eigin vilji getur hindrað Guð í að frelsa okkur, og okkar eigin vilji getur verið hindrun fyrir Guð í að varðveita okkur. Hlusta á orð Guðs: „/ dag, ef j >ú heyrir lians raust, J)á forherð ekki hjarta þitt“. Kæri lesari, notaðu tækifærið, sem þér býðst nú! Trúðu á Jesúm og bið um fyrirgefningu og frelsi, þá öðlast J)ú frið og öryggi frá j>essu augnabliki, bæði um tíma og eilífð. Guð blessi þig, og gefi þér náð lil að höndla nú! Öivind Kristiansen. 6

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.