Afturelding - 01.06.1954, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.06.1954, Blaðsíða 5
AFTURELDINf' LEWI PETHRUS: Samrýmist það Quðs orði ? Á hinum síðari árum hefur mikið verið rætt um það, á hvern hátt Heilagur andi eigi að opinberast. Frá vissum Hliðum hefur það verið dæmt hart, að Andinn starfar sýnilega og í heyranda hljóði. En hvað eigum við þá að segja um viðburði hvítasunnu- dagsins ? Ef við staðhæfum, að það sé órétt, að úthelling Andans komi fram bæði sýnilega og heyranlega, þá fyrirdæmum við sjálft hvítasunnuundrið, það undur, sem skapaði hinn kristna söfnuð í heiminum. Þá er uppruni hins kristna safnaðar rangur og óhreinn. Afleiðing þess vrði þá eðli- lega sú, að við yrðum að varpa kristninni fyrir borð. En hvaða sannkristinn maður dirfist að halda slíku f ram ? En ef við ekki þorum að fullyrða, að hið „aðdynjandi sterkviðri4' hvítasunnudagsins, eldtungurnar og tnngutal þeirra eilt hundrað og tuttugu séu andleg svik, hvernig dirfumst við þá að segja, að þessi fyrirha-ri séu röng. þeg- ar þau koma fyrir á okkar dögum? Ef við eigum ekki aðrar reynslur en þær, sem Biblían talar um, þá látum okkur lofa Guð með öruggum huga — fyrir það, að hann af einskærri náð lætur Anda sinn starfa á meðal okkar. En til eru andaskírðir vinir, sem fara of langt til hinn- ar hliðarinnar. Á því sviði hafa menn farið þangað, að álíta sig ekki hafa neina blessun af samkomu, ef áhrifa Andans gætir ekki í háum tónum. Þessar sálir vilja alltaf heyra „gný af himni.“ Og ef þær ekki fá að heyra það, álíta þær, að Andinn hafi ekki fengið tækifæri til að starfa. Þessi skoðun kemur jafn mikið í bág við Biblíuna og hin fyrri. Þegar til lengdar lætur getur hún orðið mjög örlagarík fyrir starf Heilags anda. Hinn biblíulegi heilbrigði og lifandi trúarvegur liggur Biitt á milli þessara öfga. Þeir, sem halda því fram, að hinn Heilagi andi eigi alltaf að birtast í „blíðum vind- hlæ“, hafa Guðs orð á móti sér, því á hvítasunnudaginn kom hann í „gný af himni, eins og aðdynjandi sterkviðr- is. (Post. 2,2). Og þeir, sem segja, að hann eigi alltaf að koma eins og „aðdynjanda sterkviðris,11 hafa einnig Orð- Lowi Pothrus. ið á móti sér, því að þegar hann opinberaðist Elía, stend- ur það skýrum stöfum: „En Drottinn var ekki í slormin- um. „í það skipti kom liann í blíðum vindhlæ.“ Hvað hefur þetta að segja okkur? Það segir, að Guð bindst ekki af neinu sérstöku formi, heldur kemur á þann hátt, sem honum þóknast hverju sinni. Það er því skynsamlegast fyrir okkur, að reyna ekki að selja Guði nein lög, heldur lofum honurn að starfa meðal okkar og í okkur eins og honum sjálfum þóknast. Þegar við sjáum nú fyrirbæri á hinu andlega sviði. ættum við að gera eins og la:risveinarnir gerðu á hvíta- sunnudaginn. Þegar þeir heyrðu þetta undursamlega mál á framandi tungum, og sérstaklega, þegar þetta undur opinberaðist á þeim sjálfum, tóku þeir fram spódóms- bækurnar. Postulinn Pétur fann lýsinguna á fyrirbærinu í þeim hluta, sem í okkar Bibh'um er, 2. kap. í Jóel spá- manni. Þegar nokkur hluti þeirra, sem sáu og heyrðu hvernig Andinn opinheraðist, urðu undrandi, spottuðu aðrir. Þá reis Pétur upp og benti á, að það fyrirbæri, sem vakti slíkt uppþot, var í samhljóðan við heilagt spádóms- orð Guðs, hvers uppruna allir rétttrúnaðar Gvðingar við- urkenndu. Til að leiða á réttan veg hina sannleiksleitandi, og stinga upp í spottarana, sagði hann: „Þetta er það, sem sagt er fyrir Jóel spámanni“. (Sænsk þýðing). Hversu öruggt er það ekki fyrir okkur, þegar okkar andlegu reynslur koma heim við Guðs oið! Þá mega svo margir, sem vilja, gera gys. Við eigum samt þann örugg- leika, sem býður öllum árásum mótstöðumannanna byrg- inn, af því, að reynslnr okkar byggjast á hinu óumbreyt- anlega Orði. Þú, sem ekki skilur starf Heilags anda, eins og það 37

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.