Afturelding - 01.06.1954, Blaðsíða 11
AFTURELDING
Áður krypplingur, nú kröftugur lækningaprédikari.
Lorne Fox heitir trúboffi einn í Araeríku. Hann er frá
Killom, Alberta, Kanada. Þegar hann var lítill drengur,
var hann ekki aðeins krypplingur, heldur hafði hann
auk þess marga fleiri sjúkdóma, sem læknar sögðu að
væru ólæknandi. En þá var það á samkomu einni hjá dr.
Price að hann varð alheilbrigður á einu augabragði. Fox
hafði fengið tónlistargáfuna í vöggugjöf. Þessi gáfa var
afburðamikil hjá honum. Fimm ára gamall setti hann
heimsmet, er hann lék stykki eftir Beethoven á píanó.
Eftir það tóku veikindin hann. Hendur hans krepptust
líka, sem aðrir hlutar líkamans. — F.n þá kom krafta-
verkið.
Faðir hans var prédikari. Og Fox varð það einnig,
en þó eiginlega á móti sínum eigin vilja, því að hann
taldi sér trú um það, að hann væri of málstirður. Það
var svo einu sinni, að bræðurnir í söfnuðinum þvinguðu
hann til þess að tala á samkomu í forföllum annars
nianns. Þá var hraulin mörkuð. Síðan kom dagurinn ,er
hann fór að biðja fyrir sjúkum. Var það þá jafnan, að
hinir sjúku féllu í gólfið um leið og hann lagði hendur
sínar yfir þá. Margir læknuðust alltaf.
Nú hófst ofsókn og mótstaða gegn Fox, jafnvel frá
hans eigin trúbræðrum, Hvítasunnumönnum. Hann bað
því Guð að stöðva það, að hinir sjúku féllu í gólfið, þeg-
ar hann bæði fyrir þeim. Hann fékk jiað, en um leið tók
fyrir lækningamáttinn og brátt kom þar, að sjúkir hættu
að læknast fyrir bænir hans. Þannig liðu nokkur ár. Þá
mætti Guð honum að nýju. Sömu einkennin komu nú
aftur í Ijós, að fólkið féll í gólfið um leið og hann lagði
hendur yfir það og bað fyrir því til lækninga.
Þetta var fyrir þremur árum.
Þegar Fox bað fyrir sjúkum hné næstum hver einasti
maður niður í gólfið undir krafti Guðs Anda, eins og
fólk hefði orðið fyrir rafstraumi. Eftir tíu til tuttugu
mínútur reis fólkið upp aftur, einn og einn, án þess að
nokkur hvetti þá eða hjálpaði þeim. Jafnan stóðu tveir
bræður fyrir aftan þann, sem beðið var fyrir, svo að
hann félli í arma þeirra. Áklæði var ávallt látið yfir
konur, sem féllu í gólfið.
Fox hefur frá fleiri og merkilegri sýnum og opinber-
unum að segja, sem Guð hefur sýnt honum, bæði um
himininn og víti, en við höfum heyrt frá nokkrum öðrum
trúboðum.
Lorne Fox segir svo frá: „Eg minnist þess mjög vel,
þegar Drottinn Jesús kom inn í herbergið til mín, eitt
sinn, síðari hluta dags. Lfm leið og hann sté inn í her-
bergið sagði hann: ,Þú manns-son! Nú eða aldrei! Hvað
velur þú?‘ í mörg ár hafði ég farið miðlunarveginn,
vildi ekki hneyksla neina. Vegna þess hafði ég beðið
Guð, að hann tæki fyrir það, að hinir sjúku féllu í
gólfið. Ég fékk það, sem ég bað um, en um leið tók fyrir
lækningakraftinn.“
Kvöldið áður en Jesús birtist honum í herbergi hans,
hafði hann haft samkomu í mjög stóru samkomuhúsi í
borg einni í Kanada. En á samkomu jiessa hafði ekki
komið nema um 250 manns. Enginn vitnaði heldur um
það, að hann hefði læknazt! IJans nýja starfsaðferð hafði
ekki fengið viðurkenningu hjá Guði!
„Mér leið þannig,“ sagði Fox, „eins og minn innri
maður væri orðinn fársjúkur. Sál mín var í baráttu. Ég
her sjálfur alla ábyrgð á því, að ég sveik leiðbeiningu
Drottins á þessum tíma. Ég sagði við Jesúm. að ég rnegn-
aði ekki meir, kraftur minn væri þrotinn Ég sagði hon-
um að ég hefði ekki þrek til að sjá biðröð sjúkra manna
fyrir framan mig lengur.
Ég veit nákvæmlega á hvaða augnabliki Jesús kom inn
í herbergið mitt. Ég veit á livaða mínútu hann kom að
rúminu til mín. Um leið færði ég mig lítið eitt til hliðar,
til að gefa honum rúm við hlið mína. Ég veit og mau
stundina, þegar hann rétti hönd sína út og lagði hana
yfir hönd mína og sagði: .Sonur minn! Nú eða aldrei!
Hvað velur þú?‘
Meðan ég beið jiarna hikandi í nærveru hans, hélt hann
áfram að tala við mig. Hann sagði við mig, að hann
mundi úthella Anda sínum í stórurn stíl og sálir mundu
hjargast Jmsundum saman. Það mundi verða múgvakning
fyrir orð fagnaðarerindisins og gegnum hreinsandi kraft
blóðs hans. Það mundu jafnhliða verða tímar tákna,
undra og kraftaverka. Það mundi verða síðasta úthelling
Andans í heiminum til þess að frelsa synduga mcnn, og
til að undirbúa Guðs fólk til að mæta Jesú í skýjunum!
Ég lokaði augum mínum og Guð gaf mér sýn:
Eins langt og ég sá, leit ég fólk liggja fallið á jörðinni
undir krafti Guðs Anda. Ég spurði: ,Drottinn, hvað þýðir
J>etta?‘ .Sonur minn, þessir eru þeir, sem þú átt eftir að
leggja hendur þínar yfir með bæn um lækningu og lausn
frá Satans valdi og ánauð. Það eru einnig jieir, sem þú
átt eftir að leggja hendur þínar yfir til Jiess að þeir fái
43