Afturelding - 01.06.1954, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.06.1954, Blaðsíða 13
AFTURELDING Laxaras verðnr að deyja. Gegirum allar altlir — allt frá dögum Abels og lil Ojbu- berunar Jóhannesar — hefur hin fannhvíta sál, orð’ið að ganga inn í Guðsríki gegnuni djúpar þjáningar. Þetta þjáninganna liai’ hefur ekki klofnað án lijarlaskeratidi andvarpa. Inn til víðáttunnar í Guði hefur leiðin legið gegnum þröngar dyr og eftir mjóum vegi. Trúarhetjurnar iiðluðust ekki frægðina á yndisfögrum dalagrundum. Nei, þeir fóstruðust á eyðimörkinni. Þar l’engu þeir fóst- ur sitt Móse og Jóhannes skírari. Jakobssliginn var reist- ur í auðninni, og yfir Patmos opnaðist eilífðin. Lazarus verður að deyja. Þeir, sem leiðast af anda Lots, reisa tjöld sín réll hjá Sódómu. En börn Abrahams ná sínu ha:sta vængtaki gegnum reynslur Abrahams. María markar staðinn fyrir hina sönnu tilbeiðslu. Slaður sá liggur miklu hærra en Sódóma. Fórnarþjónustan lyftir okkur hærra heldur en kröfur Lots. Hæsti tindur fjallsins svarar lil dalsins dýpstu lægðar. Lazarus verður að deyja. Okkur getur virzt gairðyrkjumaðurinn miskunnarlaus, þegar hann sniðlar vínviðinn. Hann sker burlu skemmd- ar greinar og fleygir þeim. Hann veit, að ef þessar grein- ur fengju að halda lífi, va:ri sjálft tréð í liaUtu. Hann fórnar jafnvel gróskumikilli grein, ef hún er ekki góð, lil að varðveita tréð. Gleymdu ]>ví ekki, kæra Guðs barn, sem líður og þjá- ist, að hjarta Krists er fullt af meðaumkun með þér. Þessa leið velur bann þér lil þess að geta fóstrað þig, sem l>ezt fyrir himininn. Því að þann, sem Guð elskar, agar hann. Vegna þoku sorgarinnar getum við ekki séð hihn góða. ósýnilega vin. Augu okkar eru haldin. En nærvera hans vermir hjörtu okkar, og þegar hann brýlur brauðið fyr- ir okkur, roðnum við af feimni og förum hjá okkur. Ó. ef ég gæti þurkað tárin af þér, kæra Guðs barn, sem græl- ur! En ég stend sjálfur með társtokkna kinn á límans strönd. Lazarus verður að deyja. Gröfin vökvast af tárum. í þessum þjáningadal er betra að gráta en hlæja. En hversvegna grætur þú? Kær- leikurinn er heitastur, þegar hann grætur María, hin 'kyrrláta barnssál, gagntók hjarta Jesú með tárum sín- um. María grét og „Jesús grét.‘: Ó, elskaði vinur, grátlu bara út. í þessum andlega snauða heimi hel’ ég aldrei séð betra fegurðarmeðal fyrir bina sólbrenndu Súlamít en beita tárastrauma. Ekkert gerir ásýnd hennar jafn bjarta og hreina og daglegt tárabað. Dauf augu verða skýr. þegar þau döggvast tárum. Harpa Davíðs náði hreinustu og dýpstu tónunum, þegar hjarta lians kramdist inest. Seg mér, þú dýrðlega frelsaða sál, hefur þú aldrei hugsað um það, að bústaður hins Heilaga er sundurkraminn og auðmjúkur andi? Jes. 57. Lazarus verður að deyja. Margir menn, er sigrað hai’a, mundu hafa látið eítir sig enn dýpri áhrif, ef þeir befðu grátið tárum Jesú og iþekkt sorgir Páls. „Syngur hún vel?" spurði söngkennari mann, sem var að biðja hann, að taka unga stúlku í söngnám. „Yndis- lega,4’ svaraði maðurinn, „en ef rödd hennar á að verða fullkomin, þarf fyrst að kremja hjarta hennar.“ Sá, sem aldrei hefur kramizt af neinni sorg, nær aldrei til næmustu strengjanna í mannlífinu. Það sem snjórinn í rnaí er fyrir útsprungið vorið, það er óvænt sorg fyrir barn Guðs. Sorgin gerir trúarlífið ennþá ávaxtaríkara. Allt, sem kremur bjarta mitt, er sem ný plæging undir nýja sán- ingu. Drottiun sáir aldrei hveili meðal þyrna. Lazarus verður að deyja. Sá, sem ætlar sér að kenna fugli að syngja, verður fyrsl að renna niður öllum gluggatjöldum og íjarlægja öll ut- anaðkomandi áhrif, svo að fuglinn heyri ekkert nema rödd söngkennarans. Drottinn vill fjarlægja allt. sem vill dreifa albygli okkar. Hann lokkar hina elskuðu út í eyðimörkina, til þess að eyra hennar heyri ekki hið minnsta hljóð af þessari veröld. Hós. 2, 14^-15. Tíminn stillir okkur upj) öndverl valinu. Kristindóm- urinn stendur fyrir Pontíusi Pílatusi. Hver vill devja til að sanna það, að Jesús er ujirisan og lífið? Lazarus verður að deyja. Hér afhjújiast gildi kristindómsins. Sá, sem trúað bef- ur því, að hann gæti flutt fjöll, getur ekki einu sinni lyft moldvörpuhrúgunni. Tímarnir eru svo alvarlegir og ógn- þrungnir, að nú er sorfið til stáls með það, hver maöur- inn er í raun og veru. Hjúpurinn brennur. Maðurinn kemur í Ijós eins og hann er. Ógnun ísabellu afhjúpaði 45

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.