Rödd fólksins - Reykjavík - 01.03.1952, Síða 3

Rödd fólksins - Reykjavík - 01.03.1952, Síða 3
l.'blað RÖDD FÓLKSINS, laugardaginn 1. marz 1952. 3 Framh. af 2. slðu. ríkið hefur á sínum vegum, þá verð- ur mörgum á að álykta sem svo, að nú sé mælirinn fullur. Af þessu hlýt- ur og að verða dregin sú ályktun, að síðustu 10 árin hafi ríkisvaldið ekki haft neinn sérstakan áhuga fyrir því, að vinna á móti áhrifum dýrtíðar- innar. Miklu fremur hefur ríkisvald- ið bæði beint og óbeint gjört allt til að auka dýrtíðina og gera erfiðleik- ana sem þungbærasta. Manni kem- ur ósjálfrátt í hug sagan um kerling- una, sem átti hænuna, er verpti einu gull-eggi á dag. A hverjum morgni sótti kerlingin gull-eggið sitt til hæn- unnar og undi vel hag sínum, því efnahagur hennar blómgaðist með ári hverju og allt gekk að óskum. En dag nokkurn kom kerlingunni í hug, að þetta væri í rauninni allt of seinfeng- inn gróði, og hitt væri miklum mun liyggilegra, að ná valdi yfir upptök- um auðsins. Og ráðið var það, að slátra hænunni og kryfja hana, því þar hlytu eggin að vera. Og það gerði hún. En eftir það þurfti hún ekki að hafa fyrir því að sækja gull-eggið út í hænsnakofann. Þetta er vitanlega dæmisaga, og það Ijót dæmisaga. En má ekki nokkuð af henni læra? Hafa ekki íslenzk stjórnarvöld farið ná- kvæmlega eins að gagnvart atvinnu- vegum þjóðarinnar á síðustu 10 árum að minnsta kosti? Er ekki hætt við, að þeim fari að fækka úr þessu gull- eggjunum, sem sótt verða til at- vinnuveganna? Er ekki atvinnuveg- unum að blæða til ólífis? Þannig spyr maður mann, og svörin eru flest á eina lund. Allt er að fara í kaldakol. Og verst er þó, að ekki sézt nokkur glæta framundan, því ennþá virðist allt síga á ógæfuhlið. Ég’ hef hér að framan greint frá því, hvernig valdhafarnir hafa snúizt við og mætt öllum þessum mótgangi síðustu ára. Atvinnurekendur til lands og sjávar hafa yfirleitt viljað, að dýrtíðin væri skorin niður, en það eru þær aðgerðir, sem á máli hag- fræðinganna eru nefndar „verðhjöðn- un“. En þessu hafa valdhafarnir ekki viljað sinna, heldur valið niður- greiðsluleiðina, svo sem áður er sagt, og hefur það átt að. heita tilraun til að bjarga atvinnuvegunum. En það eru og hafa aldrei verið nein bjarg- ráð í þeim ráðstöfunum. Það eru neyðarúrræði. Og ef ekki á illa að fara, þá verður að leysa vandann, áð- ur en það er um seinan. Hér að framan hef ég einnig drepið á, hvernig launþegar hafa snúizt við vandanum á þessum örlagaríku tím- um. í hvert skipti, sem ríkisvaldið hefur þyngt baggana og aukið dýr- tíðina, hafa launþegar svarað með auknum kaupkröfum, sem venjulega liafa náð fram að ganga, og hefur þetta raunar verið allt eðlilegt, eins og í pottinn hefur verið búið. Satt að segja er það aðdáanlegt að lesa um það í blöðunum, hversu launþegar hafa verið ánægðir og sælir með alla þessa ,,sigra“ sína í kaupgjaldsmál- um, svo að jafnvel hinir smávægileg- ustu „sigrar“ hafa gefið tilefni til þess, að sunginn hefur verið lofsöngurinn um „mátt samtakanna“ o. s. frv. Ég skal vera manna síðastur til þess að gera lítið úr mætti samtakanna, því mér er vel ljóst, hversu miklu þau geta komið til leiðar. En hitt er mér líka Ijóst, að mætti samtakanna má beita á ýmsa vegu. Og það er hægt að beita þessum mætti til ills og tjóns, bæði fyrir sjálfan sig og þjóð- arheildina. En skyldi engum launþega nokkru sinni hafa komið í hug sú spurning, þegar hann hefur, vegna vaxandi dýr- tíðar, krafist kauphækkunar, hvort þetta væri aðeins eina rétta leiðin til að bæta kjörin, eða hvort til væri önnur leið, sem reynzt gæti eins ár- angursrík fyrir sjálfan hann og þjóð- félagið? Ég hygg, að þess hafi aldrei orðið vart. Hinsvegar hefði það þó átt að liggja Ijóst fyrir hverjum manni, að um leið og kaupið er hækk- að, þá leiðir það af sér vaxandi dýr- tíð og verðrýrnun peninganna. Hver kauphækkun hefur því étizt upp jafn- óðum, og kjarabæturnar reynzt blekk- ing ein. Og dýrtíðin hefur gert meira en að gleypa hverja kauphækkun, er fengizt hefur á þessu tímabili. Hafi launþeginn átt einhverjar inneignir, þegar verðbólgan skall á, þá hefur dýrtíðin nú þegar étið upp mestan part þeirrar inneignar, svo að margur launþeginn hefur beinlínis beðið stór- tjón við hverja kauphækkun, sem knúð hefur verið fram. Ég fæ því ekki betur séð, en að öll þessi kaupskrúfu- pólitík, sem rekin hefur verið með of- urkappi á undanförnum árum, hafi reynzt hrein svikamylla, þó að laun- þegum hafi verið talin trú um, að þetta hafi átt að vera kjarabætur þeim til handa. — Þegar allt þetta er haft í huga, er engum láandi, þó að litið sé með tortryggni á alla þróun þessara mála. ' Ég fæ ekki betur séð, en til sé önn- ur leið, sem heppilegra hefði verið að fara í þessum kaupgjaldsmálum é undanförnum árum, það er að miða kröfurnar við kaupmátt launanna en ekki krónu-upphæðina. Það er kaup- máttur krónunnar, sem mestu máli skiptir fyrir launþegann, en ekki krónufjöldinn. Ef samtök launþega hefðu síðustu árin hrópað: „Stæiri krónur. Verðmeiri krónur“, en ekki einungis: „Hærra kaup og fleiri krón- ur“, hefði öll þróun þessara mála orðið önnur en raun ber vitni um. Samtök launþeganna eru orðin það voldug í þessu landi, að það verður ekki um- flúið að gera til þeirra miklar kröfur. Þess vegna er ábyrgð þeirra orðin þung og mikilvæg. En ég fæ ekki séð, að þau hafi haldið eins vel á spilun- um og þurft hefði. Það hefði verið giftudrýgra, bæði fyrir launþegana og þjóðfélagið í heild, að kröfurnar hefðu verið miðaðar við það verðmæti, sem fæst fyrir kaupið á hverjum tíma, en ekki krónutöluna. Krónutalan skipt- ir minnstu máli fyrir launþegann, heldur hitt, hvað hann fær fyrir kaup- ið sitt á liverjum tíma. Nú kynni einhver að halda því fram, að slíka kaupkröfupólitík sé ekki hægt að reka, vegna þess, að at- vinnurekendur hafi ekki á valdi sínu að ákveða kaupmátt krónunnar. Þetta er blekking. Stærsti atvinnu- rekandi þessa landds er einmitt ríkið sjálft, og hefur þetta því algjörlega á valdi sínu. Aðrir atvinnurekendur eru á síðari árum orðnir svo háðir rík- isvaldinu, vegna þrenginga atvinnu- veganna og sí-aukinna afskipta þess af málurn þeirra, að þeir eiga einkis annars úrkosta en að sætta sig við hvaðeina, er ríkisvaldinu þóknast að lögbjóða. Þetta ætti að liggja svo ljóst fyrir, að ekki er ástæða til að fara um það fleiri orðum. En þá skal vikið að öðru í sam- bandi við dýrtíðina, sem ekki verður gengið framhjá, þegar rætt er um þessi mál. — Þess hefur áður vcrið getið, að hvarvetna þar sem minnzt er á dýrtíðina, hvort heldur er í ræðu eða riti, þá er hún án undantekning- ar talin þjóðarböl eða þjóðfélagslegt vandamál. Þegar hinsvegar er rætt um það, að lækna þurfi þessa þjóðfé- lagsmeinsemd, þá er talað um, að það verði ekki gert nema með óskaplegum „fórnum“. „Allir verða að fórna ein- hverju“ og allir vei'ða að sýna þegn- skap og þjóðhollustu. Það er sann- færing mín, að allt þetta „fórnar“- Hleypt úr hlaði Framh. af 1. siðu. — og stefnt að því að koma á jafn- vægi í fjárhags- og atvinnumálum þjóðarinnar.“ Tillaga þessi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og mun kjaftæði hafi gert okkur meiri bölv- un en nokkurn grunar. Þjóðinni er nefnilega alls ekki ljúft að þurfa að færa miklar fórnir eða sleppa nokkru af þeim verðmætum, er hún hefur komist yfir. Og þessvegna hefur hún verið svo afskiptalaus um viðunandi lausn þessara mála, enda orðin vön- ust því að kasta ollum vanda á herð- ar valdhafanna, síðan ríkisvaldið fór að seilast inn á athafnasvið, svo að segja, hvers einasta manns í landinu. En nú er það sannast mála, að allt þetta „fórnar“-tal er hrein og bein markleysa og þvættingur. Það liggur líka alveg í augum uppi, að það get- ur ckki farið saman, að dýrtíðin sé „þjóðarböl" og að þjóðin þurfi að fórna miklu til að losna við þetta böl. Þetta gæti aðeins staðist, ef sögnin „að fórna“ hefði fengið nýja merkingu í málinu. Og það er auðvitað ekkert nýtt fyrirbrigði, að reynt sé að breyta merkingu orða í málinu. En það verð- ur ekki viðurkennt sem brýn nauð- syn, enda venjulega gert í illum til- gangi. — Hér hefur bersýnilega tek- ist að nokkru að villa þjóðinni sýn. Nei, sannleikurinn er sá, að hér þarf engu að „fórna“. Það væri al- þjóð í hag, ef dýrtíðin væri tafarlaust skorin niður, og meira en það. Það er blátt áfram lífsnauðsyn fyrir þjóðina og má ekkert dragast. Sumir tala um gengislækkun í þessu sambandi og telja hana geta bætt úr ástandinu. En gengislækkun er æfinlega skottu- lækning af verstu tegund og ekki þess virði, að um hana sé rætt. Það er undarlegt, að það skuli ekki liggja í augum uppi, svo að hverjum manni sé það full-ljóst, að verðfelling pen- inganna getur aldrei verið til bóta, enda munu þess hvergi finnast dæmi úti uni heim, að þessi skottulækning liafi komið að gagni. Það, sem þarf að gera, er að hækka verðgildi pening- anna og auka trúna á þá, en ekki að lækka gildi og kaupmátt þeirra meira en orðið er. — Það skal að visu fús- lega viðurkennt, að nokkrir einstakl- ingar geta verið þannig settir, að svo virðist í fljótu bragði, sem þeir mundu tapa nokkru, ef dýrtíðin væxá skorin niður. En þetta mundi aðeins vara um stundarsakir. Strax og viðskipta- jafnvægi er komið á aftur eftir verð- hjöðnunina, þá mundi koma í ljós, að allir — bókstaflega öll þjóðin — mundi hafa hag af því, að dýrtíðar- draugurinn væri kveðinn niður. Og það á að gera strax. Ég hef hér að framan rakið nokkuð orsakir dýrtíðarinnar og afleiðingar. Þá hef ég bent á það, að það er að- eins ein fær leið út úr þessu myrk- viði. En í stuttu ei'indi er ekki tæki- færi til að rekja þetta nánár. Það mun ég hinsvegar gera síðar. Ég ætla mér að sýna og sanna með fullum rökum, að lækkun dýrtíðarinnar (verðhjöðn- un) er eina færa leiðin út úr þessum ógöngum — og eina leiðin, sem bjarg- að getur landi og þjóð úr greipum dýr- tiðai'-draugsins. Leið, sem öllum má verða til farsældar og blessunar. Barátta þjóðarinnar við dýrtíðar- drauginn hefur verið einskonar „glíma við Glám“. En nú er hún orðin þreytt á að fást við „fjanda þann“, og er kominn fyllzti tími til þess að kveða drauginn niður. Og það verður að kveða liann niður, og það sem fyrst. enginn fundarmaður hafa setið hjá. Brátt fóru að berast óskir um það, að annar fundur yrði haldinn, þegar tíð færi að batna, og haldið áfram þar sem frá var horfið 13. jan. Virtist vera mikill áhugi fyrir þessu hjá þeim mönnum, sem ekki eru flokksbundnir og vár nokkuð um þetta rætt. Við þær umræður kom fram sú tillaga, að reynt yrði að gefa út blað, því á þann hátt næðist til fleiri manna en með fundarhaldi. Eftir nokkra yfirveg- un var samþykkt, að gefa út blaðið, en hætt við fundahöld í bráð. Hins vegar er það ætlun þeirra samtaka, sem að blaðinu standa, að beita sér fyrir því íneð vorinu, þegar vegir eru orðnir greiðfærir, að senda noklcra menn út um hinar dreifðu byggðir til fundarhalda og að tala við fólkið í sveitum og sjávarþorp- um, því þar má vænta góðra undir- tekta. Hér í Reykjavík er að vísu mikill fjöldi ágætra manna, sem fylgjandi er stefnu blaðsins, sem kemur að nokkru leyti fram í fram- angreindri fundarályktun. En hinir eru þó langtum fleiri, sem eru flokksbundnir og trúa engu, nema því einu, sem þeirra eigin flokks- blöð hafa fram að færa, og hallast að því einu, sem flokksforingj- arnir hvísla i eyru þeirra. — Út um hinar dreifðu byggðir hugsar fólkið og álvktar sjálfstætt, en tek- ur ekki allt trúanlegt, sem flokks- blöðin segja. Við þetta fólk er hægt að tala og rökræða, og við þetta fólk verður talað á komandi vori. Meðal þeirra manna, er hafa í hyggju að taka þátt í þessu starfi, eru ýmsir af beztu ræðumönnum landsins, svo að vafalaust má vænta nokkurs árangurs, ef af þessu verður. Stofnun þessa blaðs er því að- eins hugsuð sem byrjun meiri að- gerða, sem miða að því, að vekja þjóðina af peningadvala styrjald- aráranna og benda henni á þann háska, sem framundan er, ef hún vaknar ekki í tíma, áður en allt er hrunið í rústir. Ekki er gert ráð fyrir því, að blað þetta hafi stuðning eða fylgi þeirra manna, sem eru flokksbundnir. og telja allt fjarstæðu, nema það, sem kemur frá þeirra eigin flokksblaði eða flokksstjórn. En vitað er, að þeir eru ærið margir, ’ sem litlar mætur hafa á flokkum og flokks- starfseminni, eins og nú er konúð málum. En þessir menn hafa ekki átt um marga kosti að velja við alþingiskosningar, þar sem kosn- ingalögin eru þannig sniðin, að sá sem er utan flokka er í rauninni réttlaus maður í þjóðfélaginu. Hann hefir aðeins átt um þrjá kosti að velja — og, er enginn þeirra góð- ur. 1. Að sitja heima á kjördegi, og það gera vitanlega margir, en er gjörsamlega áhrifalaust. 2. Að mæta á kjörstað og skila auðum seðli. Þetta gæti ver- ið nokkuð áhrifamikið ráð til að bvrja með. ef óánægðir kjósendur gerðu það nokkuð almennt. Það mundi skelfa valdhafana nokkuð, ef þeir sæu að hér væri um samtök að ræða, og þeir mundu end- urskoða afstöðu sína til ýmsra þjóðmála, þar sem að Framh. á 4. siðu.

x

Rödd fólksins - Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rödd fólksins - Reykjavík
https://timarit.is/publication/408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.