Rödd fólksins - Reykjavík - 01.03.1952, Page 4
4
RÖDD FÓLKSINS, laugardaginn 1. marz 1952.
1. bíað
Vill imennska
Trúboði nokkur fór til Afríku til
þess að boða villimönnum kristna
trú. Villimenn tóku erindi hans illa,
gripu hann höndum og settu í
fjötra. Síðan var hann færður að
stóru tré og bundinn þar ramlega.
Þá sögðu villimenn við hann:
„Láttu nú „Hvíta Krist“ bjarga
þér, ef hann er nokkurs megnugur,
annars verður þú skotinn“, og það
gerðu þeir.
Mér dettur þessi saga oft í hug,
þegar ég sé og heyri aðfarir ríkis-
valdsins gegn framleiðendum til
lands og sjávar. Það skattpínir
framleiðendur svo sem framast
má verða, leggur hæsta tolla á
allar nauðsynjar, sem kaupa þarf
til framleiðslunnar, og fjötrar þá
síðan með allskonar boðum og
bönnum, svo að þeir mega sig
hvergi hreyfa. Þegar framleiðand-
inn síðan verður að gefast upp
fyrir ofureflinu, þá er hrópað upp
og sagt: „Þarna sjáið þið, landar
góðir, hvernig einstaklingsfram-
takið fer með ykkur. Það svíkur
ykkur um Vinnu og leggur árar í
bát þegar verst gegnir. Og nú
verðum við að bjarga ykkur.“ —
Síðan er stofnuð ríkiseinkasala,
ríkisverksmiðja, ríkisskrifstofa —
eitt allsherjar ríkisbákn, sem á að
bjarga öllu við og koma öllu á rétt-
an kjöl. Þótt ríkisrekstur geti ver-
ið góður, þar sem hann á við, þá
Hleypt úr hlaði
Framh. af 3. síðu.
hinn óbreytti kjósandi, er í
rauninni eina valdið, sem
þeir hræðast. En þetta ráð,
að skila auðum kjörseðli, er
allt of lítið notað, enn sem
komið er.
3. Að kjósa þann frambjóðand-
ann, sem kjósandanum fellur
bezt í geð, er algengasta ráð-
ið, sem gripið er til við al-
þingiskosningar. Stundum
hefir frambjóðandinn beitt
ýmsum ráðum, til að smala
sér atkvæðum, og eru þau ráð
venjulega nefnd „kosninga-
loforð“. En illa þykja þau
reynast þessi kosningaloforð,
nema þau loforð, sem fram-
bjóðandinn gefur sínum tvgg-
ustu flokksmönnum. Utan-
flokkamenn hafa venjulega
verið sviknir og táldregn-
ir, svo sem verst getur verið.
Nú er kominn tími til þess, fvrir
hina fjölmörgu utanflokkamenn,
hvar sem er á landinu, að láta ekki
lengur drasa sig eins og asna á evr-
unum, heldur stofna til samtaka,
til að vinna að jíhugamálum sfn-
um. Er þetta litla blað fvrsti vísir
til slíkra samtaka. Blaðið markar
í höfuðdráttum stefnu þessara sam-
taka. Þótt róðurinn kunni að verða
nokkuð erfiður í fgrstu. er vmis-
legt sem þendir til þess. að stefnan
fái þyr í segl, er stundir líða. o<? "eti
því markað nokkur soor á þióð-
málaþrautinni, sem stefna í rétta
átt. Earsæld lands og lvðs, na efna-
hagslegt og pólitískt sjálfstæði á að
vera takmarkið.
mun það nú vera margra manna
mál, að alltof langt sé nú komið
út á þá braut í þessu landi. Ein-
staklingsframtakið hefur verið
hrakið og hrjáð á allar lundir og
frelsi manna skert á ýmsa vegu,
svo að segja má, að hver maður
sé sem bundinn við staur, eins og
trúboðinn forðum. Það er sannast
sagna, að afskipti ríkisvaldsins af
öllum hlutum, er að verð aþjóð-
inni óbærilegt böl, sem hún verð-
ur að brjóta á bak aftur, ef hún á
að geta lifað ánægð við sitt hlut-
skipti í framtíðinni.
Þessi síauknu afskipti ríkis-
valdsins af lífi og starfi þegnanna,
hefur líka dregið alvarlegan dillc á
eftir sér. Þetta hefur verið vatn á
myllu ýmiskonar óaldarflokka og
landráðamanna, sem hafa séð sér
leik á borði og vaðið uppi svo frek-
lega, að ríkisvaldið stendur raun-
ar máttlaust gagnvart þeim. Þeir
hafa blásið að kolum óánægjunn-
ar meðal fólksins og með ýmsum
klækjabrögðum tælt fólkið til fylg-
is við sig.
Eina gagnráðstöfunin, sem að
gagni gæti komið, undir þessum
kringumstæðum, er vitanlega sú,
að veita þjóðinni aftur það frelsi,
sem hún þráir, fullkomið starfs- og
athafnafrelsi, svo að þroski henn-
ar og hæfileikar fái að njóta sín.
Þá hafa og hin síauknu afskipti
ríkisvaldsins dregið annan óþægi-
legri dilk á eftir sér. Ríkisrekstur
þarf óhemju fé handa á milli. Hann
gleypir mikinn hluta af því láns-
fé, sem lánastofnanirnar hafa yfir
að ráða, svo að næsta lítið hefur
verið eftir handa þeim einstakl-
ingum, sem framleiðsluna stunda.
Þetta veldur alvarlegum sam-
drætti í atvinnulífi þjóðarinnar,
svo að háski er framundan, ef
engin breyting verður á.
Þá er og talið, að tollar þeir,
sem ríkissjóður glevpir í hít sína,
muni í ár nema um 240 til 250
milljónum kr. Er augljóst, að toll-
arnir valda gífurlegri dýrtíðar-
aukningu, og eru raunar höfuðor-
sök dýrtíðarinnar, hvað sem stofu-
hagfræðingar segja. Dýrtíðin veld-
ur svo aftur neningaverðfallinu, og
peningaverðfallið veldur því hróp-
legasta misrétti, sem nokkurntíma
hefur þekkst hér á landi fvrr og
síðar, og leiðir til þess. að gjöra
þann ríka ríkari en fátæka fátæk-
ari. Og haldi þessu áfram þar til
peningarnir eru orðnir alveg
verðlausir. þá hlýtur það að leiða
til ríkisgjaldþrots. Hversu mikils
virði mundi þá okkur vera hið nv-
fengna sjálfstæði, og hversu mik-
ils metnir mundum við þá verða
meðal annarra þjóða?
Þetta mál liggur raunar svo Ijóst
fvrir, að ástæðulaust er að rita um
það langt mál. — En f næsta blaði
verður revnt, að benda, á ráð út úr
ógöngunum. og sýnt fram á. hvað
allur ríkisbúskanur okkar er rekinn
af óhevrilegri =kammsvni, Þótt
þessi þjóð sé ekki auðug. bá ætti
að vera kleift að hava stiórninni
þannig, að hún geti lifað frjáls og
sjálfstæð í þessu fagra og góðn
landi.
Grandlaus maöur
féflettur
SAGA
Það mun hafa verið í ársbyrjun
1940, sem ég kynntist fyrst Jósíasi
Jósíassyni, og féll mér hann þá þegar
mjög vel í geð. Við vorum báðir
Norðlendingar, svo að við vorum
furðu fljótir að kynnast, því yfirleitt
er maður fljótari að kynnast Norð-
lendingum en öðrum mönnum. Hann
var þá tæplega fimmtugur að aldri,
og bar það glögglega með sér, að hann
var fulltrúi hins gamla og góða tíma,
þegar hinar fornu dyggðir voru í
heiðri hafðar, sem nú eru lítilsmetnar
af mörgum. Hann sagðist líka hafa
alist upp á þeim tímum, þegar sparn-
aður var mikils metinn, en hverskon-
ar sóun og eyðslusemi fordæmd. Þá
var og skyldurækni og trúmennska í
starfi talin svo sjálfsögð, að þeir voru
lítils metnir, sem brutu þessi góðu
boðorð. — Hann kvaðst lengstaf hafa
unnið hjá öðrum, en þó aldrei verið
kaupskrúfumaður, heldur látið hús-
bóndann að mestu ráða því, hvað
hann gréiddi í kaup.
„Hefur þér ekki orðið hált á þessu?“
spurði ég. „Nei, aldrei,“ svaraði hann
fast og ákveðið. „Hvað hefurðu þá
borið úr býtum á þínum langa starfs-
degi?“ spurði ég aftur. „Ég hef ekki
yfir neinu að kvarta í þessu efni. Ég
hef verið talinn húsbóndahollur og
það hef ég verið, því ég hef jafnan
reynt að hugsa fyrst og fremst um
hag vinnuveitandans, og að vinna
mín kæmi honum að sem beztum not-
um. Að mínu áliti hefur þetta marg-
borgað sig. Ég hef verið eftirsóttur og
vinsæll — og fengið kaup mitt skil-
víslega greitt, svo sem sanngjamt var
talið á hverjum tíma.“ „Þú hlýtur þá
að vera orðinn efnaður maður?“ segi
ég. „Það er nú kannske of mikið
sagt,“ svaraði hann. „En „nóg á sá,
sér nægja lætur“, segir gamall máls-
háttur, og sannast það á mér. Ég á í
banka 10 þús. kr„ sem ég hef sparað
saman á undanförnum árum — og er
það raunar mikið fé. Ég vonast því
eftir að verða sjálfbjarga það, sem ég
á eftir ólifað. Mér finnst ekkert átak-
anlegra en að þurfa að vera upp á
aðra kominn i ellinn, eftir að hafa
unnið langan starfsdag.“ „En hvern-
ig er það, hefurðu ávallt verið ein-
hleypur?“ spurði ég. — Það sló fölva
á andlitið hans, um leið og hann svar-
aði: „Eyrir nokkrum árum eignaðist
ég yndislega konu, en missti hana eft-
ir stutta sambúð.“ „Þetta er sorglegt
— en hvemig atvikaðist það?“ „Mað-
ur nokkur, sem þóttist vera vinur okk-
ar, tók hana nefnilega af mér og fór
með hana.“ Eftir stutta þögn bætti
hann við: „Við áttum saman einn
dreng, sem nú er bráðum þriggja ára.
Hún skildi hann eftir hjá mér — og
þessum dreng ætla ég að helga líf mitt
og starfskrafta, það sem eftir er æv-
innar." „Þetta er göfuglega hugsað,“
svaraði ég. „En hvað ætlarðu svo að
gera við þessar 10 þús. kr„ sem þú
átt í bankanum, ef þú þarft ekki á
þeim sjálfur að halda, sem engar lík-
ur eru til?“ spurði ég. „Það get ég
sagt þér. Ég ætla að láta þær standa
inni óhreyfðar, þar til drengurinn
minn verður fermdur, en þá ætla ég
að gefa honum þær. Þá vona ég, að
framtíð lians sé tryggð, ef honum end-
ist líf og heilsa. Ég vil ekki að hann
þurfi að leggja út í heiminn með tvær
hendur tómar, eins og ég varð að
gera. Ég hef mikið lært af reynslunni,
og reynslan er góður skóli, þótt hann
sé stundum nokkuð strangur.
Margt fleira ræddum við Jósías
saman — en svo skildu leiðir. — Það
liðu rúm 11 ár. — Á síðastliðnu vori
rakst ég aftur á Jósías. Það var við
kirkju, því verið var að ferma dreng-
inn hans. Ég varð barnslega glaður
við að hitta þennan hreinlynda dreng-
skaparmann og hugðist nú verða
nokkru vísari um það, hvernig hon-
um hefði vegnað á þessum 11 árum.
Margt hafði breytzt á þessum tíma.
Öldur heimsstyrjaldarinnar höfðu
skollið á landi voru og þjóð með mikl-
um þunga og skolað burt mörgum
verðmætum, sem þjóðin hafði geymt
frá Iandnámstíð, en fátt skilið eftir i
staðinn, sem til farsældar gæti talist..
(Framh. í næsta blaði).
Skoðanakönnun
Eftirfarandi spurningar eru hér
með lagðar fyrir lesendur blaðsins:
1. Hverjir eru þrír óvinsælustu
embættismenn ríkisins?
2. Hvaða þrjú embætti eru ó-
þörfust?
3. Hvaða þrír útgjaldaliðir fjár-
laganna eru óþarfastir?
Sendið svörin í skrifstofu blaðs-
ins á Laufásveg 13 (kjallarann) og
verða niðurstöðurnar birtar í næsta
blaði.
Til gamans
Fyrir allmörgum árum, var stór-
auðugur útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum, að leggja af stað, á-
sanit konu sinni, til Reykjavíkur.
Þegar þau komu um borð i skipið,
sagði útgerðarmaðurinn við kon-
una: „Eg verð á I. plássi, þvi þar
þekkja mig svo margir. En þú get-
ur verið á TTT. plássi, því þar þekk-
ir þig enginn“.
Vel svarað
Maður hét Páll. Hann var góð-
um gáfum gæddur og ræðumaður
mikill. Um skeið dýrkaði hann
Bakkus allfreklega, en hætti
skyndilega þjónustunni við hann
og gerðist ákafur bindindispostuli.
Notaði hann þá hvert tækifæri
sem gafst til þess að prédika yfir
fólkinu og túlka kenningu sína.
Einhverju sinni sem oftar var hann
að halda ræðu á fjölmennum fundi,
og var þar meðal áheyranda þjóð-
skáldið Guðmxindur Friðjónsson á
Sandi. t miðri ræðu Páls greip
Guðmundur fram í fyrir honum og
sagði: „Sú var tíðin að Sankti Páli
þótti sopinn góður.“ Varð þá al-
mennur hlátur í fundarsalnum. En
ræðumaður svaraði samstundis:
„Jú, rétt er það. En það var áður
en hann kom til T)amnskus.“
: Blað þetta kemur út eftir þörfum, en
I ekki nánar ákveðiö hversu oft það verð-
| ur. Fjöldi greina bíður næsta blaðs, og
j er þar meðal annars grein um fjármála-
I stjórnina í landinu, og mun hún vekja
! mikla athygli lesendanna.
Prentsm. Edda h. f.