Barnablaðið - 01.12.1897, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.12.1897, Blaðsíða 5
3 „Ekki meira en hina dagana". „Fær hann Lcó aldrei jólatrje?" Lína tók ekki eftir þessu, en Gcrða 'gafst ekki upp. „Hefir Leó aldrei sjeð jólatrje?" „Nei, það hefir hann víst aldrei sjeð". „Hefir hann heldur aldrei fengið jóla- .gjafir". „Ne — ei“. „Fær hann heldur ekkert gott í kveld?". „Nei. Hann fjekk áðan fullan disk af kjöti. Sástu það ekki ?“ „Af kjöti".—Jú, Gerða vissi vel hvern- ig fxið kjöt var. Það voru ljótir og blóð- ugir, hráir hrossakjötsbitar, sem slátrarinn sendi á hverjum morgni. I.eó fjekk ekki mat allan daginn. Hann glcypti það í sig allt í einu, og tuggði það ekkert, bara af því, að hann var svo óttalega svangur. Gerða kenndi allaf i brjósti um Leó, þegar hún sá hann jeta. Og nú fjekk hann ekki neitt meira í dag! Og í kveld, þegar kveykt væri á kertunuin á jólatrjenu, og Gerða og allir aðrir fengu kökur, epli og jólagjafir, og íóru að danza og leika sjer þangað til kl. ro, þá átti aumingja Leó að liggja aleinn niðri í hundaklefanum í myrkrinu, fá ekki að sjá neitt af hátíðarhaldinu, og ekki að fá svo mikið sem cinn einasta brauðbita. Aumingja Leó! Fólkið sagði að hann væri grimmur, og pabbi hefði orðið að borga margar krónur af því hann sliti sig lausan á nóttunni, og færi svo út og biti alla sem hann hitti. En Gerðu fannst von, þó hann yrði reiður, fyrst hann yrði að standa bund- inn allan daginn. Henni þótti vænt um Leó; hann var aldrei grimmur við hana. Hún gat setið á bakinu á honum, og tog- að í eyrun á honum, eins mikið og hún vildi. Aumingja Leó ! Hann átti að eiga eins ■og hina dagana þó það væri jólanótt. Ætli hún ætti nú ekkert til að gefa honum ? Hún stakk hendinni í vasa sinn. Þar var hún vön að geyma sitt af hverju. Nú dró hún upp úr honum tvær hnetur, eina peru, kaffikönnuna sína, tvær hárnálar, fáein hrís- grjón, brúðuhatt og litlu skærin hennar mömmu sinnar. Gerða sat þar dálitla stund alveg kyr, án þess að hafa hönd á nokkrum sköpuð- um hlut. Svo renndi hún sjer hægt ofan úr gluggakarminum ofan á stólinn, og það- an ofan á gólfið, og laumaðist út úr her- bcrginu. Litlu seinna kom mamma inn með tvær brennandi heitar jólakökur, sem hún var að taka út úr bakara-ofninum. Hún gekk beint að bekknum og tók upp hvíta ljereft- ið, til að leggja það yfir heitu kökurnar hjá tveimur öðrum jólakökum, sem þar voru. Enn henni varð heldur en ekki bylt við, því þar voru cngar kökur. Hún leitaði á gólfinu, ef einhver skyldi haía sett þærnið- ur. Nei, nei, þær voru alveg horfnar. Nú var farið að leita um allt húsið, en kökurnar fundust hyergi. Lína hjelt að kötturinn hefði tekið þær. En eldabuskan an sagði engan hafa gengið um síðan, og nú var búið að leita í hverju horni. „Já, en það hefir cnginn maður komið þangað inn", sagði frúin. Börnin eru öll úti nema Gerða —“ Hún sleppti orðinu 1 miðri setninguhni. „Hvar er Gerða?" Nú var farið að leita um allt húsið, því öllum hafði dottið í hug, að Gerða og kök- urnar væru saman. Lína var í stúlkna hús- inu. Ekki var Gerða þar. Það var leitað í hverju horni og undir hverjum stól og hverju borði, því þar var Gerða vön að hnipra sig saman með gullin sín, og gengdi þá oft- ast ekki, hvernig sem kallað var. En hvað mikið, sem allir leituðu, þá fannst Gerða þó ekki. Móðir hennar fór nú að verða hrædd um hana, en þá kallaði barnfóstran á hana. Jú, þarna hafði verið dreginn stóll að forstofuhurðinni. Gerða hafði auðsjáanlega verið þar, en ekki náð upp á klinkuna, og staðið svo upp á stólnum til að ná í hana og lcomast út. Nú var farið út í garð, og piltarnir spurðir, hvort þeir hefðu sjeð Gerðu. Jú,

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.